Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2021 11:56 Matareitrun lék Slóvena grátt í aðdraganda leiksins gegn Egyptum. Slóvenska handknattleikssambandið segir það varla geta verið tilviljun. epa/Mohamed Abd El Ghany Tólf leikmenn slóvenska karlalandsliðsins í handbolta fengu matareitrun fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi á HM í gær. Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér. Slóvenía mætti heimaliði Egyptalands í úrslitaleik um sæti í átta liða úrslitum HM í gær. Leikurinn endaði með jafntefli, 25-25, sem fleytti Egyptum í átta liða úrslitin. Slóvenar sátu hins vegar eftir með sárt ennið. Á ýmsu gekk í aðdraganda leiksins en daginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi veiktust hvorki fleiri né færri en tólf leikmenn Slóveníu af matareitrun. Í pistli á heimasíðu slóvenska handknattleikssambandsins eru Egyptar hreinlega sakaðir um að hafa eitrað fyrir Slóvenum. Þeim þyki grunsamlegt að allt hafi verið í lagi fyrstu ellefu dagana á hótelinu en fyrir leikinn gegn heimaliðinu hafi tólf leikmenn allt í einu veikst. Hrasaði í eigin ælu „Fyrir leikinn gegn Egyptalandi fengu tólf leikmenn matareitrun og urðu mjög veikir. Drengirnir öskruðu af sársauka, ældu og flýttu sér á klósettið eins og lífið lægi við,“ segir á heimasíðu slóvenska handknattleikssambandsins. „Stas Skube og Dragan Gajic voru sérstaklega illa haldnir um nóttina og í búningsklefanum fyrir leikinn hrasaði Blaz Blagotinsek í eigin ælu og var fluttur aftur á hótelið.“ Skube, Gajic og Blagotinsek tóku ekki þátt í leiknum í gær en hinir níu sem fengu matareitrunina spiluðu leikinn. Á ekki von á aðgerðum Í færslunni á heimasíðu slóvenska handknattleikssambandsins segist formaður þess, Goran Cvijic, ekki vera bjartsýnn á að málið verði skoðað til hlítar. „Eftir að við tilkynntum opinberlega um það sem gerðist hafði heilbrigðisráðuneyti Egyptalands samband við okkur. En ég á ekki von á neinum aðgerðum meðan IHF, Alþjóða handknattleikssambandið, starfar eins og það gerir,“ sagði Cvijic. HM 2021 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Sport Fleiri fréttir Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira
Slóvenía mætti heimaliði Egyptalands í úrslitaleik um sæti í átta liða úrslitum HM í gær. Leikurinn endaði með jafntefli, 25-25, sem fleytti Egyptum í átta liða úrslitin. Slóvenar sátu hins vegar eftir með sárt ennið. Á ýmsu gekk í aðdraganda leiksins en daginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi veiktust hvorki fleiri né færri en tólf leikmenn Slóveníu af matareitrun. Í pistli á heimasíðu slóvenska handknattleikssambandsins eru Egyptar hreinlega sakaðir um að hafa eitrað fyrir Slóvenum. Þeim þyki grunsamlegt að allt hafi verið í lagi fyrstu ellefu dagana á hótelinu en fyrir leikinn gegn heimaliðinu hafi tólf leikmenn allt í einu veikst. Hrasaði í eigin ælu „Fyrir leikinn gegn Egyptalandi fengu tólf leikmenn matareitrun og urðu mjög veikir. Drengirnir öskruðu af sársauka, ældu og flýttu sér á klósettið eins og lífið lægi við,“ segir á heimasíðu slóvenska handknattleikssambandsins. „Stas Skube og Dragan Gajic voru sérstaklega illa haldnir um nóttina og í búningsklefanum fyrir leikinn hrasaði Blaz Blagotinsek í eigin ælu og var fluttur aftur á hótelið.“ Skube, Gajic og Blagotinsek tóku ekki þátt í leiknum í gær en hinir níu sem fengu matareitrunina spiluðu leikinn. Á ekki von á aðgerðum Í færslunni á heimasíðu slóvenska handknattleikssambandsins segist formaður þess, Goran Cvijic, ekki vera bjartsýnn á að málið verði skoðað til hlítar. „Eftir að við tilkynntum opinberlega um það sem gerðist hafði heilbrigðisráðuneyti Egyptalands samband við okkur. En ég á ekki von á neinum aðgerðum meðan IHF, Alþjóða handknattleikssambandið, starfar eins og það gerir,“ sagði Cvijic.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Sport Fleiri fréttir Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira