Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2021 11:56 Matareitrun lék Slóvena grátt í aðdraganda leiksins gegn Egyptum. Slóvenska handknattleikssambandið segir það varla geta verið tilviljun. epa/Mohamed Abd El Ghany Tólf leikmenn slóvenska karlalandsliðsins í handbolta fengu matareitrun fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi á HM í gær. Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér. Slóvenía mætti heimaliði Egyptalands í úrslitaleik um sæti í átta liða úrslitum HM í gær. Leikurinn endaði með jafntefli, 25-25, sem fleytti Egyptum í átta liða úrslitin. Slóvenar sátu hins vegar eftir með sárt ennið. Á ýmsu gekk í aðdraganda leiksins en daginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi veiktust hvorki fleiri né færri en tólf leikmenn Slóveníu af matareitrun. Í pistli á heimasíðu slóvenska handknattleikssambandsins eru Egyptar hreinlega sakaðir um að hafa eitrað fyrir Slóvenum. Þeim þyki grunsamlegt að allt hafi verið í lagi fyrstu ellefu dagana á hótelinu en fyrir leikinn gegn heimaliðinu hafi tólf leikmenn allt í einu veikst. Hrasaði í eigin ælu „Fyrir leikinn gegn Egyptalandi fengu tólf leikmenn matareitrun og urðu mjög veikir. Drengirnir öskruðu af sársauka, ældu og flýttu sér á klósettið eins og lífið lægi við,“ segir á heimasíðu slóvenska handknattleikssambandsins. „Stas Skube og Dragan Gajic voru sérstaklega illa haldnir um nóttina og í búningsklefanum fyrir leikinn hrasaði Blaz Blagotinsek í eigin ælu og var fluttur aftur á hótelið.“ Skube, Gajic og Blagotinsek tóku ekki þátt í leiknum í gær en hinir níu sem fengu matareitrunina spiluðu leikinn. Á ekki von á aðgerðum Í færslunni á heimasíðu slóvenska handknattleikssambandsins segist formaður þess, Goran Cvijic, ekki vera bjartsýnn á að málið verði skoðað til hlítar. „Eftir að við tilkynntum opinberlega um það sem gerðist hafði heilbrigðisráðuneyti Egyptalands samband við okkur. En ég á ekki von á neinum aðgerðum meðan IHF, Alþjóða handknattleikssambandið, starfar eins og það gerir,“ sagði Cvijic. HM 2021 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira
Slóvenía mætti heimaliði Egyptalands í úrslitaleik um sæti í átta liða úrslitum HM í gær. Leikurinn endaði með jafntefli, 25-25, sem fleytti Egyptum í átta liða úrslitin. Slóvenar sátu hins vegar eftir með sárt ennið. Á ýmsu gekk í aðdraganda leiksins en daginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi veiktust hvorki fleiri né færri en tólf leikmenn Slóveníu af matareitrun. Í pistli á heimasíðu slóvenska handknattleikssambandsins eru Egyptar hreinlega sakaðir um að hafa eitrað fyrir Slóvenum. Þeim þyki grunsamlegt að allt hafi verið í lagi fyrstu ellefu dagana á hótelinu en fyrir leikinn gegn heimaliðinu hafi tólf leikmenn allt í einu veikst. Hrasaði í eigin ælu „Fyrir leikinn gegn Egyptalandi fengu tólf leikmenn matareitrun og urðu mjög veikir. Drengirnir öskruðu af sársauka, ældu og flýttu sér á klósettið eins og lífið lægi við,“ segir á heimasíðu slóvenska handknattleikssambandsins. „Stas Skube og Dragan Gajic voru sérstaklega illa haldnir um nóttina og í búningsklefanum fyrir leikinn hrasaði Blaz Blagotinsek í eigin ælu og var fluttur aftur á hótelið.“ Skube, Gajic og Blagotinsek tóku ekki þátt í leiknum í gær en hinir níu sem fengu matareitrunina spiluðu leikinn. Á ekki von á aðgerðum Í færslunni á heimasíðu slóvenska handknattleikssambandsins segist formaður þess, Goran Cvijic, ekki vera bjartsýnn á að málið verði skoðað til hlítar. „Eftir að við tilkynntum opinberlega um það sem gerðist hafði heilbrigðisráðuneyti Egyptalands samband við okkur. En ég á ekki von á neinum aðgerðum meðan IHF, Alþjóða handknattleikssambandið, starfar eins og það gerir,“ sagði Cvijic.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira