Ekki lengur vísindaskáldskapur Edda Sif Pind Aradóttir skrifar 27. janúar 2021 08:01 Þó að þörfin á stóraukinni verðmætasköpun í íslensku samfélagi sé brýn er ekki þar með sagt að lausn vandans felist í því að hlaupa hraðar og stökkva hærra. Við getum valið að virkja frekar hugvitið til að smíða nýtt leikkerfi sem kollvarpar fyrra skipulagi. Við getum valið að byggja markvisst upp fjórðu útflutningsstoðina á grunni grænnar, loftslagsvænnar nýsköpunar. Nýsköpunarferlið er jafnkvikt og það er óútreiknanlegt. Á mörkum hins ómögulega skapast gjarnan fjöldi tækifæra til viðbótar við fyrirfram ákveðin markmið sem ekki voru fyrirséð við upphaf vegferðarinnar. Carbfix nýsköpunarverkefnið, sem á rætur sínar að rekja til 2006, fólst meðal annars í þróun á tækni sem hraðar náttúrlegri bindingu koldíoxíðs í bergi með það að markmiði að sporna gegn loftslagsvánni og draga úr útblæstri. Nokkrum árum síðar varð ljóst að beita mætti sömu tækni til að minnka losun brennisteinsvetnis með langtum umhverfisvænni hætti og lægri kostnaði en með hefðbundnum iðnaðarferlum. Í kjölfar enn frekari nýsköpunar getum við nú jafnframt samkeyrt Carbfix kolefnisförgunartæknina við loftsugutækni fyrirtækja eins og Climeworks sem fanga koldíoxíð beint úr andrúmslofti og breytt gamalli losun í stein. Fyrir ekki svo mörgum árum hefði slíkt talist til vísindaskáldskapar. Grænt hugvit sem fjórða útflutningsstoðin Nýr loftslagsvænn kolefnisförgunariðnaður sem byggir á íslensku hugviti getur orðið mikilvægur hluti fjórðu útflutningsstoðarinnar. Samhliða því að farga CO2 beint frá orku-, iðju- og lofthreinsiverum má farga CO2 sem flutt yrði hingað með skipum sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjafa. Þannig næðist verulegt stærðarhagræði auk þess sem samlegðaráhrif gætu skapast við framleiðslu innlends rafeldsneytis á borð við vetni og metanól sem skipin gætu flutt á markaði erlendis í bakaleiðinni. Kolefnisneikvætt Ísland um miðja öld? Metnaðarfull markmið stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 kalla á að nýtt leikkerfi verði smíðað um t.d. neyslumynstur, samgöngur, orku- og iðnaðarframleiðslu og endurvinnslu úrgangs. Þó að flestar lausnanna sem þarf að innleiða séu þegar til er ljóst að með nýsköpun og hringrásarhagkerfishugsun að leiðarljósi má hámarka árangur og lágmarka kostnað. Með markvissri nýsköpun getum við skapað kolefnisneikvætt samfélag ekki síðar en um miðbik aldarinnar og þangað verðum við að stefna. Áskoranirnar sem við höfum staðið frammi fyrir á undanförnum misserum vegna heimsfaraldurs Covid-19 hafa reynt á. Þær blikna þó í samanburði við þær geigvænlegu hamfarir sem vofa yfir ef okkur tekst ekki að stöðva hlýnun jarðar. Sláum tvær flugur í einu höggi. Sköpum okkur tækifæri og verðmæti úr því sem ekki var til með dug, þor og framsækna nýsköpun að leiðarljósi samhliða því að ná aðdáunarverðum árangri í loftslagsmálum. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Loftslagsmál Nýsköpun Edda Sif Aradóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Þó að þörfin á stóraukinni verðmætasköpun í íslensku samfélagi sé brýn er ekki þar með sagt að lausn vandans felist í því að hlaupa hraðar og stökkva hærra. Við getum valið að virkja frekar hugvitið til að smíða nýtt leikkerfi sem kollvarpar fyrra skipulagi. Við getum valið að byggja markvisst upp fjórðu útflutningsstoðina á grunni grænnar, loftslagsvænnar nýsköpunar. Nýsköpunarferlið er jafnkvikt og það er óútreiknanlegt. Á mörkum hins ómögulega skapast gjarnan fjöldi tækifæra til viðbótar við fyrirfram ákveðin markmið sem ekki voru fyrirséð við upphaf vegferðarinnar. Carbfix nýsköpunarverkefnið, sem á rætur sínar að rekja til 2006, fólst meðal annars í þróun á tækni sem hraðar náttúrlegri bindingu koldíoxíðs í bergi með það að markmiði að sporna gegn loftslagsvánni og draga úr útblæstri. Nokkrum árum síðar varð ljóst að beita mætti sömu tækni til að minnka losun brennisteinsvetnis með langtum umhverfisvænni hætti og lægri kostnaði en með hefðbundnum iðnaðarferlum. Í kjölfar enn frekari nýsköpunar getum við nú jafnframt samkeyrt Carbfix kolefnisförgunartæknina við loftsugutækni fyrirtækja eins og Climeworks sem fanga koldíoxíð beint úr andrúmslofti og breytt gamalli losun í stein. Fyrir ekki svo mörgum árum hefði slíkt talist til vísindaskáldskapar. Grænt hugvit sem fjórða útflutningsstoðin Nýr loftslagsvænn kolefnisförgunariðnaður sem byggir á íslensku hugviti getur orðið mikilvægur hluti fjórðu útflutningsstoðarinnar. Samhliða því að farga CO2 beint frá orku-, iðju- og lofthreinsiverum má farga CO2 sem flutt yrði hingað með skipum sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjafa. Þannig næðist verulegt stærðarhagræði auk þess sem samlegðaráhrif gætu skapast við framleiðslu innlends rafeldsneytis á borð við vetni og metanól sem skipin gætu flutt á markaði erlendis í bakaleiðinni. Kolefnisneikvætt Ísland um miðja öld? Metnaðarfull markmið stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 kalla á að nýtt leikkerfi verði smíðað um t.d. neyslumynstur, samgöngur, orku- og iðnaðarframleiðslu og endurvinnslu úrgangs. Þó að flestar lausnanna sem þarf að innleiða séu þegar til er ljóst að með nýsköpun og hringrásarhagkerfishugsun að leiðarljósi má hámarka árangur og lágmarka kostnað. Með markvissri nýsköpun getum við skapað kolefnisneikvætt samfélag ekki síðar en um miðbik aldarinnar og þangað verðum við að stefna. Áskoranirnar sem við höfum staðið frammi fyrir á undanförnum misserum vegna heimsfaraldurs Covid-19 hafa reynt á. Þær blikna þó í samanburði við þær geigvænlegu hamfarir sem vofa yfir ef okkur tekst ekki að stöðva hlýnun jarðar. Sláum tvær flugur í einu höggi. Sköpum okkur tækifæri og verðmæti úr því sem ekki var til með dug, þor og framsækna nýsköpun að leiðarljósi samhliða því að ná aðdáunarverðum árangri í loftslagsmálum. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun