Verja tuttugu milljónum króna á dag í loðnuleit í von um tugmilljarða vertíð Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2021 21:45 Átta skip leita nú ákaft að loðnu á Íslandsmiðum, tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum, í umfangsmestu loðnuleit til þessa. Hver leitardagur kostar um tuttugu milljónir króna. Þessi áfangi leitarinnar fór á fullt á Austfjarðamiðum á mánudag og þar hafa rannsóknaskipið Árni Friðriksson ásamt fimm fiskiskipum verið að leita. Þessi floti hefur síðan verið að færa sig yfir á norðausturhornið en eitt skipanna, Jóna Eðvalds, leitar mun lengra úti af Austfjörðum, eins og lýst var í fréttum Stöðvar 2. Í gær sigldu svo rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson og Hákon ÞH til Vestfjarða og þangað er Árni Friðriksson einnig kominn. Meðan Hákon heldur í austurátt til Norðurlands leita rannsóknaskipin tvö svæðið á Grænlandssundi sem var hulið hafís í byrjun janúar og mesta spennan er kannski hvort loðna finnist þar við ísjaðarinn. Fiskiskipin munu svo þræða hafsvæðin undan Norðurlandi næstu daga. Gert er ráð fyrir að leitinni ljúki um helgina og vonast eftir niðurstöðum eftir helgi. Á vef Hafrannsóknastofnunar má fylgjast með leitarferlum skipanna. Áætlaðar leiðarlínur skipanna sem eru nú við loðnumælingar.Hafrannsóknastofnun Þetta er umfangsmesta loðnuleit til þessa. Áætlað er hver leitardagur kosti um tuttugu milljónir króna fyrir öll skipin átta, en sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð í fimm skipanna. Gjaldeyristekjur sem meðalstór loðnuvertíð gæfi af sér eru hins vegar taldar geta orðið tuttugu til þrjátíu milljarðar króna og það á nokkrum vikum. Forsendurnar eru að næg loðna finnist til að auka veiðikvótann úr 61 þúsund tonnum upp í 200-300 þúsund tonn. Tekjurnar myndu einkum dreifast í þær byggðir sem veiða og vinna loðnu. Þær eru Þórshöfn, Vopnafjörður, Seyðisfjörður, Norðfjörður, Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður, Hornafjörður, Vestmannaeyjar og Akranes. Sjávarútvegur Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Fjarðabyggð Hornafjörður Vestmannaeyjar Akranes Tengdar fréttir Átta skip í ákafri loðnuleit: „Nú á hún ekki að sleppa“ Loðnuleitin sem hófst um síðustu helgi er orðin mun umfangsmeiri en áður var gert ráð fyrir. Í fyrstu var miðað við þrjú til fjögur skip en núna eru þau orðin átta talsins, tvö rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar og sex uppsjávarveiðiskip frá útgerðum; öll að leita loðnunnar. 27. janúar 2021 17:32 Ráðherra fagnar að tekist hafi að afstýra loðnubresti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 26. janúar 2021 10:34 Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þessi áfangi leitarinnar fór á fullt á Austfjarðamiðum á mánudag og þar hafa rannsóknaskipið Árni Friðriksson ásamt fimm fiskiskipum verið að leita. Þessi floti hefur síðan verið að færa sig yfir á norðausturhornið en eitt skipanna, Jóna Eðvalds, leitar mun lengra úti af Austfjörðum, eins og lýst var í fréttum Stöðvar 2. Í gær sigldu svo rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson og Hákon ÞH til Vestfjarða og þangað er Árni Friðriksson einnig kominn. Meðan Hákon heldur í austurátt til Norðurlands leita rannsóknaskipin tvö svæðið á Grænlandssundi sem var hulið hafís í byrjun janúar og mesta spennan er kannski hvort loðna finnist þar við ísjaðarinn. Fiskiskipin munu svo þræða hafsvæðin undan Norðurlandi næstu daga. Gert er ráð fyrir að leitinni ljúki um helgina og vonast eftir niðurstöðum eftir helgi. Á vef Hafrannsóknastofnunar má fylgjast með leitarferlum skipanna. Áætlaðar leiðarlínur skipanna sem eru nú við loðnumælingar.Hafrannsóknastofnun Þetta er umfangsmesta loðnuleit til þessa. Áætlað er hver leitardagur kosti um tuttugu milljónir króna fyrir öll skipin átta, en sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð í fimm skipanna. Gjaldeyristekjur sem meðalstór loðnuvertíð gæfi af sér eru hins vegar taldar geta orðið tuttugu til þrjátíu milljarðar króna og það á nokkrum vikum. Forsendurnar eru að næg loðna finnist til að auka veiðikvótann úr 61 þúsund tonnum upp í 200-300 þúsund tonn. Tekjurnar myndu einkum dreifast í þær byggðir sem veiða og vinna loðnu. Þær eru Þórshöfn, Vopnafjörður, Seyðisfjörður, Norðfjörður, Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður, Hornafjörður, Vestmannaeyjar og Akranes.
Sjávarútvegur Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Fjarðabyggð Hornafjörður Vestmannaeyjar Akranes Tengdar fréttir Átta skip í ákafri loðnuleit: „Nú á hún ekki að sleppa“ Loðnuleitin sem hófst um síðustu helgi er orðin mun umfangsmeiri en áður var gert ráð fyrir. Í fyrstu var miðað við þrjú til fjögur skip en núna eru þau orðin átta talsins, tvö rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar og sex uppsjávarveiðiskip frá útgerðum; öll að leita loðnunnar. 27. janúar 2021 17:32 Ráðherra fagnar að tekist hafi að afstýra loðnubresti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 26. janúar 2021 10:34 Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Átta skip í ákafri loðnuleit: „Nú á hún ekki að sleppa“ Loðnuleitin sem hófst um síðustu helgi er orðin mun umfangsmeiri en áður var gert ráð fyrir. Í fyrstu var miðað við þrjú til fjögur skip en núna eru þau orðin átta talsins, tvö rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar og sex uppsjávarveiðiskip frá útgerðum; öll að leita loðnunnar. 27. janúar 2021 17:32
Ráðherra fagnar að tekist hafi að afstýra loðnubresti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 26. janúar 2021 10:34
Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02