Einar Andri ósammála Arnari Daða Anton Ingi Leifsson skrifar 31. janúar 2021 12:30 Arnar Daði Arnarsson til vinstri og Einar Andri Einarsson til hægri. vísir/skjáskot Einar Andri Einarsson, þjálfari og nú spekingur Seinni bylgjunnar, var ekki sammála þjálfara Gróttu með tvo hluti sem hann lét hafa eftir sér í viðtali eftir sigur Gróttu á ÍR í vikunni. Grótta vann mikilvægan sigur á ÍR í slag á Seltjarnarnesi en Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, þakkaði kollega sínum hjá ÍR, Kristni Björgúlfssyni, fyrir að spila 6-0 vörn en ekki 5-1 vörnina sem hann bjóst við. Viðtalið við Arnar Daða var spilað í Seinni bylgjunni sem og rætt um ummæli hans en í settinu voru ásamt þáttarstjórnandanum Henry Birgi þeir Jóhann Gunnar Einarsson og Einar Andri. „Arnar var hátt uppi í þessu viðtali enda að vinna sinn fyrsta sigur í deildinni. Óskum honum til hamingju með það en held að það sé enginn ástæða til að vera hnýta í Kidda með þetta,“ sagði Einar Andri. „Það er nóg að við hérna, hinir svokölluðu sérfræðingar eins og einhver segir, gagnrýnum þjálfarana. Svo að við, við segi ég, þjálfararnir förum ekki að gagnrýna hvorn annan.“ Arnar Daði sagði einnig í viðtalinu að honum hafi fundist ÍR vera með forskot enda spiluðu þeir ekki um helgina en Grótta spilaði gegn FH. Einar Andri sagði það hafi hjálpað Gróttu ef eitthvað var. „Annað sem ég er ekki sammála Arnari; ég held að Grótta hafi haft forskot á ÍR með að vera búnir að spila leik. Ég held að það hafi hjálpað þeim frekar en hitt. Fyrsti leikur eftir svo langa pásu er erfiður. Að ná í þennan sigur er gott. Þeir hlupu af sér hornin gegn FH og voru komnir í aðeins meiri leikform en ÍR-ingarnir.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Gróttu Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan Grótta Tengdar fréttir Arnar Daði: Þakka Kidda Björgúlfs fyrir að spila aðra vörn en ég átti von á Nýliðar Gróttu unnu sinn fyrsta sigur í kvöld á ÍR. Grótta tók frumkvæði strax í upphafi leiks og litu aldrei um öxl eftir það. Fór það svo að Grótta vann átta marka sigur, 29-21. Fyrir leik kvöldsins hafði hvorugt liðið unnið leik. 28. janúar 2021 20:00 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍR 29-21 | Fyrsti sigur Gróttu kom gegn ÍR sem er enn án sigurs Fyrir leik kvöldsins höfðu hvorki Grótta né ÍR unnið leik í Olís-deild karla í handbolta á leiktíðinni. Grótta landaði þægilegum átta marka sigri, lokatölur 29-21 heimamönnum í vil. 28. janúar 2021 20:30 Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Sjá meira
Grótta vann mikilvægan sigur á ÍR í slag á Seltjarnarnesi en Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, þakkaði kollega sínum hjá ÍR, Kristni Björgúlfssyni, fyrir að spila 6-0 vörn en ekki 5-1 vörnina sem hann bjóst við. Viðtalið við Arnar Daða var spilað í Seinni bylgjunni sem og rætt um ummæli hans en í settinu voru ásamt þáttarstjórnandanum Henry Birgi þeir Jóhann Gunnar Einarsson og Einar Andri. „Arnar var hátt uppi í þessu viðtali enda að vinna sinn fyrsta sigur í deildinni. Óskum honum til hamingju með það en held að það sé enginn ástæða til að vera hnýta í Kidda með þetta,“ sagði Einar Andri. „Það er nóg að við hérna, hinir svokölluðu sérfræðingar eins og einhver segir, gagnrýnum þjálfarana. Svo að við, við segi ég, þjálfararnir förum ekki að gagnrýna hvorn annan.“ Arnar Daði sagði einnig í viðtalinu að honum hafi fundist ÍR vera með forskot enda spiluðu þeir ekki um helgina en Grótta spilaði gegn FH. Einar Andri sagði það hafi hjálpað Gróttu ef eitthvað var. „Annað sem ég er ekki sammála Arnari; ég held að Grótta hafi haft forskot á ÍR með að vera búnir að spila leik. Ég held að það hafi hjálpað þeim frekar en hitt. Fyrsti leikur eftir svo langa pásu er erfiður. Að ná í þennan sigur er gott. Þeir hlupu af sér hornin gegn FH og voru komnir í aðeins meiri leikform en ÍR-ingarnir.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Gróttu Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Grótta Tengdar fréttir Arnar Daði: Þakka Kidda Björgúlfs fyrir að spila aðra vörn en ég átti von á Nýliðar Gróttu unnu sinn fyrsta sigur í kvöld á ÍR. Grótta tók frumkvæði strax í upphafi leiks og litu aldrei um öxl eftir það. Fór það svo að Grótta vann átta marka sigur, 29-21. Fyrir leik kvöldsins hafði hvorugt liðið unnið leik. 28. janúar 2021 20:00 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍR 29-21 | Fyrsti sigur Gróttu kom gegn ÍR sem er enn án sigurs Fyrir leik kvöldsins höfðu hvorki Grótta né ÍR unnið leik í Olís-deild karla í handbolta á leiktíðinni. Grótta landaði þægilegum átta marka sigri, lokatölur 29-21 heimamönnum í vil. 28. janúar 2021 20:30 Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Sjá meira
Arnar Daði: Þakka Kidda Björgúlfs fyrir að spila aðra vörn en ég átti von á Nýliðar Gróttu unnu sinn fyrsta sigur í kvöld á ÍR. Grótta tók frumkvæði strax í upphafi leiks og litu aldrei um öxl eftir það. Fór það svo að Grótta vann átta marka sigur, 29-21. Fyrir leik kvöldsins hafði hvorugt liðið unnið leik. 28. janúar 2021 20:00
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍR 29-21 | Fyrsti sigur Gróttu kom gegn ÍR sem er enn án sigurs Fyrir leik kvöldsins höfðu hvorki Grótta né ÍR unnið leik í Olís-deild karla í handbolta á leiktíðinni. Grótta landaði þægilegum átta marka sigri, lokatölur 29-21 heimamönnum í vil. 28. janúar 2021 20:30