Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 11:30 Það er fátt sem er okkur dýrmætara en heilsan um það erum við væntanlega flest sammála. Ákallið fyrir síðustu kosningar var að efla opinbera heilbrigðisþjónustu um allt land og á þessu kjörtímabili hafa verið stigin mikilvæg skref í þá átt undir forystu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Þar vegur líklega þyngst efling heilsugæslunnar á landsvísu. Bæði hefur heilsugæslan verið efld sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu en einnig með fjarheilbrigðisþjónustu. Að þurfa ekki að fara um langan veg til að hitta lækni vegna minnstu kvilla er mikilvægt. Það er mikilvægt að fólk fresti því ekki að leita til læknis þegar eitthvað amar að, það getur leitt til þess að veikindi ágerist sem er íþyngjandi bæði fyrir sjúklinga og heilbrigðiskerfið. Það er gríðarlega mikilvægt að grípa fólk snemma, sama hvers eðlis veikindin eru. Það á einnig við um geðheilbrigði. Í gegnum tíðina hefur því miður ekki verið nægilega gott aðgengi að sálfræðingum og geðlæknum í hinum dreifðu byggðum. Þess vegna hefur geðheilbrigðisþjónusta á landsvísu verið efld, meðal annars með tilkomu geðheilsuteyma á heilsugæslustöðvum. Að auki hefur það verið ein af höfuðáherslum Vinstri grænna að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga. Komugjöld á heilsugæslu hafa lækkað og aldraðir og öryrkjar þurfa ekki að greiða fyrir slíka heimsókn. Eitt af því sem mér finnst mjög mikilvægt er að þjónusta við barnshafandi konur, sem þurfa að ferðast af sínu heimasvæði til að fæða barn, var aukin og nú er greitt fargjald fyrir fylgdarmann. Greiðsluþátttaka lífeyrisþega í tannlækningum hefur lækkað sem og niðurgreiðsla á búnaði sykursjúkra. Hormónatengdar getnaðarvarnir fyrir ungar konur eru felldar undir lyfjagreiðsluþátttökukerfið og ótalmargt annað væri hægt að nefna En betur má ef duga skal og er mikilvægt að haldið sé áfram á þessari vegferð og er gert ráð fyrir því í ríkisfjármálaáætlun næstu ára. Við vitum að mörg sérhæfð læknisþjónusta verður ekki að fullu starfrækt á hverjum stað og þess vegna er mikilvægt að styrkja sjúkrahúsin í öllum umdæmum enn frekar svo að fólk þurfi ekki að ferðast um langan veg til að fá heilbrigðisþjónustu. Best væri að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri hefðu þá ábyrgð og skyldu að sérfræðingar sem þar starfa fari með reglubundnum hætti í hinar dreifðu byggðir til að veita þjónustu þar sem því er viðkomið. Það er ekki bara sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið heldur hluti af því að halda landinu í byggð og veita þjónustuna nær fólki. Heilbrigðisráðherra hefur stigið ákveðin skref í þessa átt m.a. með því að gera samninga milli LSH, SAK og Heilbrigðisstofnunar Austurlands sem er afskaplega mikilvægt. Verkefnin eru ærin í svo viðamiklum málaflokki og lýkur líklega aldrei en markmiðið ætti ævinlega að vera að þjónustan sé sem aðgengilegust og að allir geti notað hana óháð efnahag. Höfundur er þingflokksformaður VG og sækist eftir 1. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Norðausturkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Landspítalinn Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Það er fátt sem er okkur dýrmætara en heilsan um það erum við væntanlega flest sammála. Ákallið fyrir síðustu kosningar var að efla opinbera heilbrigðisþjónustu um allt land og á þessu kjörtímabili hafa verið stigin mikilvæg skref í þá átt undir forystu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Þar vegur líklega þyngst efling heilsugæslunnar á landsvísu. Bæði hefur heilsugæslan verið efld sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu en einnig með fjarheilbrigðisþjónustu. Að þurfa ekki að fara um langan veg til að hitta lækni vegna minnstu kvilla er mikilvægt. Það er mikilvægt að fólk fresti því ekki að leita til læknis þegar eitthvað amar að, það getur leitt til þess að veikindi ágerist sem er íþyngjandi bæði fyrir sjúklinga og heilbrigðiskerfið. Það er gríðarlega mikilvægt að grípa fólk snemma, sama hvers eðlis veikindin eru. Það á einnig við um geðheilbrigði. Í gegnum tíðina hefur því miður ekki verið nægilega gott aðgengi að sálfræðingum og geðlæknum í hinum dreifðu byggðum. Þess vegna hefur geðheilbrigðisþjónusta á landsvísu verið efld, meðal annars með tilkomu geðheilsuteyma á heilsugæslustöðvum. Að auki hefur það verið ein af höfuðáherslum Vinstri grænna að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga. Komugjöld á heilsugæslu hafa lækkað og aldraðir og öryrkjar þurfa ekki að greiða fyrir slíka heimsókn. Eitt af því sem mér finnst mjög mikilvægt er að þjónusta við barnshafandi konur, sem þurfa að ferðast af sínu heimasvæði til að fæða barn, var aukin og nú er greitt fargjald fyrir fylgdarmann. Greiðsluþátttaka lífeyrisþega í tannlækningum hefur lækkað sem og niðurgreiðsla á búnaði sykursjúkra. Hormónatengdar getnaðarvarnir fyrir ungar konur eru felldar undir lyfjagreiðsluþátttökukerfið og ótalmargt annað væri hægt að nefna En betur má ef duga skal og er mikilvægt að haldið sé áfram á þessari vegferð og er gert ráð fyrir því í ríkisfjármálaáætlun næstu ára. Við vitum að mörg sérhæfð læknisþjónusta verður ekki að fullu starfrækt á hverjum stað og þess vegna er mikilvægt að styrkja sjúkrahúsin í öllum umdæmum enn frekar svo að fólk þurfi ekki að ferðast um langan veg til að fá heilbrigðisþjónustu. Best væri að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri hefðu þá ábyrgð og skyldu að sérfræðingar sem þar starfa fari með reglubundnum hætti í hinar dreifðu byggðir til að veita þjónustu þar sem því er viðkomið. Það er ekki bara sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið heldur hluti af því að halda landinu í byggð og veita þjónustuna nær fólki. Heilbrigðisráðherra hefur stigið ákveðin skref í þessa átt m.a. með því að gera samninga milli LSH, SAK og Heilbrigðisstofnunar Austurlands sem er afskaplega mikilvægt. Verkefnin eru ærin í svo viðamiklum málaflokki og lýkur líklega aldrei en markmiðið ætti ævinlega að vera að þjónustan sé sem aðgengilegust og að allir geti notað hana óháð efnahag. Höfundur er þingflokksformaður VG og sækist eftir 1. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun