Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2021 09:59 Björgvin Páll Gústavsson er nýkominn heim eftir að hafa verið með landsliðinu á HM í Egyptalandi. Hann mun spila með Haukum fram á sumar en söðla svo um. vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. „Við höfum heyrt því hvíslað að Hlíðarendafélagið Valur gæti verið hugsanleg endastöð hjá Björgvini,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar. Í yfirlýsingu frá Björgvini í gærkvöld, þegar greint var frá því að hann vildi nýta sér uppsagnarákvæði og yfirgefa Hauka í sumar, sagðist hann vilja meiri tíma með fjölskyldu sinni. „Valsmenn bara standa best. Þarna kemur fram að hann vill komast í fullt starf í handboltanum. Það eru ekki mörg félög sem hafa efni á því,“ sagði Henry. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Björgvin Páll á förum „Þetta rímar við það sem við heyrum í fótboltanum, að þeir ætli að vera með menn uppi á Hlíðarenda allan daginn og séu virkilega farnir að hugsa um sportið eins og þeir séu atvinnumenn. Það er þá kannski það sem hann er að spá í,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Kannski hefur Aron minni þolinmæði Björgvin mun klára tímabilið með Haukum en mun það hafa áhrif á hans frammistöðu, eða gengi Hauka? „Ég held ekki,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Menn eru oft að spila á móti bræðrum sínum eða fyrrverandi liðsfélögum, og oft eru menn búnir að gera munnlegt samkomulag um að ganga í lið án þess að það sé nokkuð uppi á borði. Ég held að þetta hafi svo sem engin áhrif. Kannski hefur Aron Kristjánsson eitthvað minni þolinmæði og lætur Andra Scheving spila meira, eða einhver þannig pirringur. En Bjöggi er bara það góður markvörður og of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif,“ sagði Jóhann og bætti við: „Ég held að hann vilji meira en allt klára þetta með titli hjá Haukum. Hann rétt missti af því þegar hann var þar síðast og ég held að hann langi mikið að klára þennan titil í ár.“ Ásgeir tók í sama streng: „Bjöggi er fagmaður í sínu. Haukarnir hugsa umfram allt um að vinna titla. Þeir leggja höfuðáherslu á að láta eitthvað svona ekki trufla það. Bara áfram gakk og tökum næsta titil.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Valur Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Sjá meira
„Við höfum heyrt því hvíslað að Hlíðarendafélagið Valur gæti verið hugsanleg endastöð hjá Björgvini,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar. Í yfirlýsingu frá Björgvini í gærkvöld, þegar greint var frá því að hann vildi nýta sér uppsagnarákvæði og yfirgefa Hauka í sumar, sagðist hann vilja meiri tíma með fjölskyldu sinni. „Valsmenn bara standa best. Þarna kemur fram að hann vill komast í fullt starf í handboltanum. Það eru ekki mörg félög sem hafa efni á því,“ sagði Henry. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Björgvin Páll á förum „Þetta rímar við það sem við heyrum í fótboltanum, að þeir ætli að vera með menn uppi á Hlíðarenda allan daginn og séu virkilega farnir að hugsa um sportið eins og þeir séu atvinnumenn. Það er þá kannski það sem hann er að spá í,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Kannski hefur Aron minni þolinmæði Björgvin mun klára tímabilið með Haukum en mun það hafa áhrif á hans frammistöðu, eða gengi Hauka? „Ég held ekki,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Menn eru oft að spila á móti bræðrum sínum eða fyrrverandi liðsfélögum, og oft eru menn búnir að gera munnlegt samkomulag um að ganga í lið án þess að það sé nokkuð uppi á borði. Ég held að þetta hafi svo sem engin áhrif. Kannski hefur Aron Kristjánsson eitthvað minni þolinmæði og lætur Andra Scheving spila meira, eða einhver þannig pirringur. En Bjöggi er bara það góður markvörður og of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif,“ sagði Jóhann og bætti við: „Ég held að hann vilji meira en allt klára þetta með titli hjá Haukum. Hann rétt missti af því þegar hann var þar síðast og ég held að hann langi mikið að klára þennan titil í ár.“ Ásgeir tók í sama streng: „Bjöggi er fagmaður í sínu. Haukarnir hugsa umfram allt um að vinna titla. Þeir leggja höfuðáherslu á að láta eitthvað svona ekki trufla það. Bara áfram gakk og tökum næsta titil.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Valur Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Sjá meira