Grænir frasar Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 15:31 Að leita leiða til að gera hlutina örlítið „grænni“ er vinsæl hugsun í dag. Frumkvöðlar, fyrirtæki og stjórnmálaflokkar berjast við það að bjóða fram sínar grænustu hugmyndir. Markaðssetning snýst um að ýta undir græna, vistvæna og umhverfisvæna kosti. Það er auðvitað vel ef eitthvað stendur bakvið fullyrðingar um þessa grænu kosti. En eru mörg okkar ekki bara frekar græn (lesist: einföld) þegar kemur að þessum fullyrðingum? „Grænþvottur“ Í síðustu viku var vakin athygli okkar á því að fullyrðingar á vefsíðum sem selja umhverfisvænar vörur eða þjónustu reyndust ýktar, villandi eða beinlínis rangar. Þar var um að ræða 42% tilvika þar sem neytendur voru blekktir um kaup á vöru eða þjónustu sem ekki reyndist vera eins umhverfisvæn og auglýst var. Þetta hlutfall er óboðlegt og sýnir okkur að við þurfum að vera vakandi, sem neytendur, fyrir fullyrðingum um umhverfisvænni, vistvænni og grænni vörum. Ég sem neytandi viðurkenni að það er auðvelt að glepjast því öll viljum við auðvitað stuðla að því að vernda vistkerfi og líffræðilegan fjölbreytileika, vernda umhverfi og nýta auðlindirnar okkar á sjálfbæran máta. Allt er vænt sem vel er ? Það er því þægilegt að grípa til þessara vinsælu frasa til slagorða í kosningabaráttunni. Grænt hitt og grænt þetta. Þetta ber að varast. Skoða þarf hvað liggur raunverulega á bak við fullyrðingar um grænni kosti, eins og athugun Evrópusambandsins bendir svo greinilega á. Það er á ábyrgð okkar að láta ekki glepjast. Loforð án aðgerða Það er auðséð að leggja þarf áherslu á umhverfisvernd í atvinnulífinu almennt. Auka þarf einnig vitund og ábyrgð einstaklingsins í umhverfismálum almennt. Stuðla að hraðari orkuskiptum. Stuðla að betri nýtingu orku og auðlinda. En orðum þurfa að fylgja aðgerðir. Þessum framangreindum grænu áherslumálum þýðir að þeim þurfa að fylgja aðgerðir eins og til dæmis stóraukin innviðafjárfesting í raforku, vistvænum almenningssamgöngum, fjarskiptum og menntun í tæknigreinum. Í lokinn, af því að ég bý á landsbyggðinni og ber því hag landsbyggðaríbúa fyrir brjósti mér, þá tel ég að greina þurfi hvaða hvata megi koma á til að stuðla að því að fyrirtæki sæki út á land. Dreifðari byggð hlýtur að stuðla að grænni framtíð Íslands, eða hvað? Kannski er þetta bara enn einn græni frasinn.. Höfundur er lögfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Neytendur Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Að leita leiða til að gera hlutina örlítið „grænni“ er vinsæl hugsun í dag. Frumkvöðlar, fyrirtæki og stjórnmálaflokkar berjast við það að bjóða fram sínar grænustu hugmyndir. Markaðssetning snýst um að ýta undir græna, vistvæna og umhverfisvæna kosti. Það er auðvitað vel ef eitthvað stendur bakvið fullyrðingar um þessa grænu kosti. En eru mörg okkar ekki bara frekar græn (lesist: einföld) þegar kemur að þessum fullyrðingum? „Grænþvottur“ Í síðustu viku var vakin athygli okkar á því að fullyrðingar á vefsíðum sem selja umhverfisvænar vörur eða þjónustu reyndust ýktar, villandi eða beinlínis rangar. Þar var um að ræða 42% tilvika þar sem neytendur voru blekktir um kaup á vöru eða þjónustu sem ekki reyndist vera eins umhverfisvæn og auglýst var. Þetta hlutfall er óboðlegt og sýnir okkur að við þurfum að vera vakandi, sem neytendur, fyrir fullyrðingum um umhverfisvænni, vistvænni og grænni vörum. Ég sem neytandi viðurkenni að það er auðvelt að glepjast því öll viljum við auðvitað stuðla að því að vernda vistkerfi og líffræðilegan fjölbreytileika, vernda umhverfi og nýta auðlindirnar okkar á sjálfbæran máta. Allt er vænt sem vel er ? Það er því þægilegt að grípa til þessara vinsælu frasa til slagorða í kosningabaráttunni. Grænt hitt og grænt þetta. Þetta ber að varast. Skoða þarf hvað liggur raunverulega á bak við fullyrðingar um grænni kosti, eins og athugun Evrópusambandsins bendir svo greinilega á. Það er á ábyrgð okkar að láta ekki glepjast. Loforð án aðgerða Það er auðséð að leggja þarf áherslu á umhverfisvernd í atvinnulífinu almennt. Auka þarf einnig vitund og ábyrgð einstaklingsins í umhverfismálum almennt. Stuðla að hraðari orkuskiptum. Stuðla að betri nýtingu orku og auðlinda. En orðum þurfa að fylgja aðgerðir. Þessum framangreindum grænu áherslumálum þýðir að þeim þurfa að fylgja aðgerðir eins og til dæmis stóraukin innviðafjárfesting í raforku, vistvænum almenningssamgöngum, fjarskiptum og menntun í tæknigreinum. Í lokinn, af því að ég bý á landsbyggðinni og ber því hag landsbyggðaríbúa fyrir brjósti mér, þá tel ég að greina þurfi hvaða hvata megi koma á til að stuðla að því að fyrirtæki sæki út á land. Dreifðari byggð hlýtur að stuðla að grænni framtíð Íslands, eða hvað? Kannski er þetta bara enn einn græni frasinn.. Höfundur er lögfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun