„Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2021 13:01 Morðið í Rauðagerði hefur vakið spurningar um aðbúnað og þjálfun lögreglu hér á landi. Dómsmálaráðherra hefur lýst yfir áhyggjum með stöðu mála. Vísir/Vilhelm Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu var karlmaður sem situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins handtekinn í húsnæði sem hinn meinti fíkniefnabarón hafði til umráða. Fram kom í gögnum sem lekið var til fjölmiðla og á netið í upphafi árs að karlmaðurinn hefði verið upplýsingagjafi hjá lögreglunni í fjöldamörg ár. Maðurinn sem skotinn var til bana í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöld var frá Albaníu en bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni og ungu barni. Þau eiga von á öðru barni. Rannsókn málsins beinist meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Skotinn með skammbyssu Það var aðfaranótt síðastliðinn sunnudags sem lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slasaðan mann á fertugsaldri fyrir utan hús í Rauðagerði. Endurlífgunartilraunir hófust strax á vettvangi og í kjölfarið var hann fluttur á Landspítala. Hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komuna. Um var að ræða fyrrnefndan karlmann frá Albaníu sem bjó í húsinu ásamt konu sinni og barni. Sömu nótt handtók lögregla karlmann á fertugsaldri í Garðabæ. Karlmaðurinn, sem er frá Litháen, var úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar. Hinn látni var búsettur í þessu húsi við Rauðagerði í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Lögregla hefur haldið þétt að sér spilunum við rannsókn málsins og lítið sem ekkert viljað segja. Heimildir fréttastofu herma að hinn látni hafi verið skotinn nokkrum sinnum með skammbyssu, meðal annars í höfuðið. Óvíst með gæsluvarðhald Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að íslensks karlmanns væri leitað í tengslum við rannsókn á málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða rúmlega fertugan karlmann sem hefur verið undir smásjá lögreglu um árabil vegna gruns um fíkniefnainnflutning. Hann hefur komist til mikilla efna án skýringa. Karlmaðurinn var meðal þriggja sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum sínum í gær sem fóru meðal annars fram á Suðurlandi. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að hinir tveir mennirnir séu útlenskir og allir þrír hafi verið handteknir í húsi rétt fyrir utan Selfoss í nótt í tengslum við morðið. Margeir Sveinsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, tjáði fréttastofu í dag að ekki lægi fyrir hvort farið yrði fram á gæsluvarðhald yfir þremenningunum. Fyrrnefndur gagnaleki til fjölmiðla og á Internetið í upphafi árs, sem sýndi samskipti karlmannsins við lögreglu sem upplýsingagjafa, vakti mikla athygli. Ekki liggur fyrir hver lak upplýsingunum til fjölmiðla og á Internetið en héraðssaksóknari hafði málið til skoðunar í janúar. Um er að ræða rannsóknargögn í máli lögreglufulltrúa hvers heilindi fjöldi lögreglumanna efuðust um. Gögnunum virðist hafa verið lekið af óvildarmanni upplýsingagjafans. Óvildarmaðurinn fullyrti, í nafnlausu erindi sem fylgdi gögnunum, að hinn meinti fíkniefnabarón hefði um árabil fengið friðhelgi frá yfirvöldum við vinnu sína í undirheimum. Lögreglumál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38 Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34 Telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnast Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögregluþjónn, telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnbúast ef þörf er á. Þessa skoðun sína setur hann í samhengi við manndráp við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. 15. febrúar 2021 18:40 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu var karlmaður sem situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins handtekinn í húsnæði sem hinn meinti fíkniefnabarón hafði til umráða. Fram kom í gögnum sem lekið var til fjölmiðla og á netið í upphafi árs að karlmaðurinn hefði verið upplýsingagjafi hjá lögreglunni í fjöldamörg ár. Maðurinn sem skotinn var til bana í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöld var frá Albaníu en bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni og ungu barni. Þau eiga von á öðru barni. Rannsókn málsins beinist meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Skotinn með skammbyssu Það var aðfaranótt síðastliðinn sunnudags sem lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slasaðan mann á fertugsaldri fyrir utan hús í Rauðagerði. Endurlífgunartilraunir hófust strax á vettvangi og í kjölfarið var hann fluttur á Landspítala. Hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komuna. Um var að ræða fyrrnefndan karlmann frá Albaníu sem bjó í húsinu ásamt konu sinni og barni. Sömu nótt handtók lögregla karlmann á fertugsaldri í Garðabæ. Karlmaðurinn, sem er frá Litháen, var úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar. Hinn látni var búsettur í þessu húsi við Rauðagerði í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Lögregla hefur haldið þétt að sér spilunum við rannsókn málsins og lítið sem ekkert viljað segja. Heimildir fréttastofu herma að hinn látni hafi verið skotinn nokkrum sinnum með skammbyssu, meðal annars í höfuðið. Óvíst með gæsluvarðhald Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að íslensks karlmanns væri leitað í tengslum við rannsókn á málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða rúmlega fertugan karlmann sem hefur verið undir smásjá lögreglu um árabil vegna gruns um fíkniefnainnflutning. Hann hefur komist til mikilla efna án skýringa. Karlmaðurinn var meðal þriggja sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum sínum í gær sem fóru meðal annars fram á Suðurlandi. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að hinir tveir mennirnir séu útlenskir og allir þrír hafi verið handteknir í húsi rétt fyrir utan Selfoss í nótt í tengslum við morðið. Margeir Sveinsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, tjáði fréttastofu í dag að ekki lægi fyrir hvort farið yrði fram á gæsluvarðhald yfir þremenningunum. Fyrrnefndur gagnaleki til fjölmiðla og á Internetið í upphafi árs, sem sýndi samskipti karlmannsins við lögreglu sem upplýsingagjafa, vakti mikla athygli. Ekki liggur fyrir hver lak upplýsingunum til fjölmiðla og á Internetið en héraðssaksóknari hafði málið til skoðunar í janúar. Um er að ræða rannsóknargögn í máli lögreglufulltrúa hvers heilindi fjöldi lögreglumanna efuðust um. Gögnunum virðist hafa verið lekið af óvildarmanni upplýsingagjafans. Óvildarmaðurinn fullyrti, í nafnlausu erindi sem fylgdi gögnunum, að hinn meinti fíkniefnabarón hefði um árabil fengið friðhelgi frá yfirvöldum við vinnu sína í undirheimum.
Lögreglumál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38 Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34 Telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnast Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögregluþjónn, telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnbúast ef þörf er á. Þessa skoðun sína setur hann í samhengi við manndráp við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. 15. febrúar 2021 18:40 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38
Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34
Telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnast Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögregluþjónn, telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnbúast ef þörf er á. Þessa skoðun sína setur hann í samhengi við manndráp við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. 15. febrúar 2021 18:40