Brjótum ísinn Alma Hafsteinsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 13:30 Samtök áhugafólks um spilafíkn sendu þann 4. febrúar síðastliðinn, þegar átakið lokum.is fór af stað, deildum Rauða Krossins á Íslandi (RKÍ) og björgunarsveitum innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL) erindi þar sem óskað var eftir svörum stjórna deildanna og sveitanna um viðhorf þeirra til spilakassareksturs þessara samtaka. Við gerum okkur grein fyrir að almennir félgar hafa ekki beina aðkomu að ákvörðunum stjórnar en RKÍ og SL væru samt ekkert án sjálfboðaliða. Að gerast sjálfboðaliði ber vitni um gott og fallegt hjartalag. Að bjóða fram starfskrafta sína í þágu samfélagsins eins og þið gerið er aðdáunarvert og alls ekki sjálfgefið. Engu að síður er um að ræða ótrúlega mikinn fjölda fólks sem bæði fórnar tíma sínum og brennur fyrir því að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Hvernig samtökin fjármagna sig hlýtur að vera fólki sem leggur starfseminni lið hjartans mál. Spilakassarrekstur er fjármögnunaraðferð sem enginn vill ræða. Það má ekki minnast á hann á fundum, það má ekki tala um hann opinberlega. Við viljum brjóta ísinn með þessa þöggun. Svör eru farin að berast og gleðjumst við yfir jákvæðum viðbrögðum og birtum hér dæmi um slík viðbrögð ásamt spurningum okkar: Er stjórnin samþykk því að Slysavarnafélagið Landsbjörg og björgunarsveitir landsins séu fjármagnaðar með rekstri spilakassa? „Nei, teljum það vera skaðlegt fyrir ímynd SL vegna almenningsálits. Í staðinn ætti SL að reyna að fjölga bakvörðum.“ Telur stjórnin að rekstur spilakassa samræmist gildum og reglum björgunarsveitarinnar? „Nei, við teljum að það sé siðferðislega rangt að vera að þiggja peninga af einstaklingum sem eru haldnir spilafíkn.“ Hver eru viðbrögð stjórnarinnar við því að SÁÁ hefur nú dregið sig út úr rekstri spilakassa, þar sem það samræmist ekki gildum SÁÁ? „Stjórnin fagnar því að SÁÁ hafi tekið þessa ákvörðun og hvetur SL til að gera slíkt hið sama.“ Það var aldrei ætlunin að hver einstaklingur setti jafn mikla peninga í spilakassana og gerst hefur og að kassarnir yrðu jafn ávanabindandi og þeir eru í dag. Því síður stóð til að jafn fámennur hópur og raun ber vitni stæði undir fjármögnuninni. Það þarf kjark og þor til að taka afstöðu gegn spilakassarekstri Rauða krossins á Íslandi og Slysavarnafélagins Landsbjargar. Við fögnum því að umræðan er farin af stað og menn eru farnir að þora að lýsa skoðunum sínum. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem eru í forsvari fyrir lokum.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Hafsteinsdóttir Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Samtök áhugafólks um spilafíkn sendu þann 4. febrúar síðastliðinn, þegar átakið lokum.is fór af stað, deildum Rauða Krossins á Íslandi (RKÍ) og björgunarsveitum innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL) erindi þar sem óskað var eftir svörum stjórna deildanna og sveitanna um viðhorf þeirra til spilakassareksturs þessara samtaka. Við gerum okkur grein fyrir að almennir félgar hafa ekki beina aðkomu að ákvörðunum stjórnar en RKÍ og SL væru samt ekkert án sjálfboðaliða. Að gerast sjálfboðaliði ber vitni um gott og fallegt hjartalag. Að bjóða fram starfskrafta sína í þágu samfélagsins eins og þið gerið er aðdáunarvert og alls ekki sjálfgefið. Engu að síður er um að ræða ótrúlega mikinn fjölda fólks sem bæði fórnar tíma sínum og brennur fyrir því að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Hvernig samtökin fjármagna sig hlýtur að vera fólki sem leggur starfseminni lið hjartans mál. Spilakassarrekstur er fjármögnunaraðferð sem enginn vill ræða. Það má ekki minnast á hann á fundum, það má ekki tala um hann opinberlega. Við viljum brjóta ísinn með þessa þöggun. Svör eru farin að berast og gleðjumst við yfir jákvæðum viðbrögðum og birtum hér dæmi um slík viðbrögð ásamt spurningum okkar: Er stjórnin samþykk því að Slysavarnafélagið Landsbjörg og björgunarsveitir landsins séu fjármagnaðar með rekstri spilakassa? „Nei, teljum það vera skaðlegt fyrir ímynd SL vegna almenningsálits. Í staðinn ætti SL að reyna að fjölga bakvörðum.“ Telur stjórnin að rekstur spilakassa samræmist gildum og reglum björgunarsveitarinnar? „Nei, við teljum að það sé siðferðislega rangt að vera að þiggja peninga af einstaklingum sem eru haldnir spilafíkn.“ Hver eru viðbrögð stjórnarinnar við því að SÁÁ hefur nú dregið sig út úr rekstri spilakassa, þar sem það samræmist ekki gildum SÁÁ? „Stjórnin fagnar því að SÁÁ hafi tekið þessa ákvörðun og hvetur SL til að gera slíkt hið sama.“ Það var aldrei ætlunin að hver einstaklingur setti jafn mikla peninga í spilakassana og gerst hefur og að kassarnir yrðu jafn ávanabindandi og þeir eru í dag. Því síður stóð til að jafn fámennur hópur og raun ber vitni stæði undir fjármögnuninni. Það þarf kjark og þor til að taka afstöðu gegn spilakassarekstri Rauða krossins á Íslandi og Slysavarnafélagins Landsbjargar. Við fögnum því að umræðan er farin af stað og menn eru farnir að þora að lýsa skoðunum sínum. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem eru í forsvari fyrir lokum.is.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar