Setjum félagsmenn VR í 1. sæti Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 18. febrúar 2021 09:01 Stytting vinnuvikunnar er spurning um kjarabætur sem fela í sér aukin lífsgæði launþegum til handa. Sveigjanlegra vinnufyrirkomulag, vinna að heiman og aukin réttindi til að sinna þörfum nánustu fjölskyldu falla einnig undir þessa mikilvægu baráttu um bætt kjör með auknum lífsgæðum. Opinberir starfsmenn virðast, eina ferðina enn, vera skrefinu á undan almenna vinnumarkaðnum með umtalsverðri styttingu á vinnuvikunni hjá félagsmönnum BSRB. Vel gert og mikilvægur árangur sem ugglaust mun ryðja brautina fyrir annað launafólk í komandi kjarasamningagerð. Samstaða verslunarmanna rofin Það var því uppörvandi að heyra á Bylgjunni (Í bítið, dags. 16.02. sl.) að VR ætli sér loksins í þennan slag að ná fram samningsbundnum réttindum með auknum lífsgæðum. Í síðustu kjarasamningum reyndist áhugi núverandi formanns heldur lítill á þessu viðfangsefni eða kjarasamningagerðinni yfirleitt. Samningsmarkmið hans snerust fyrst og fremst um afnám 40 ára verðtryggðra lána og breytingar á lífeyrissjóðakerfinu, sem hann telur sem kunnugt er glíma við ósanngjarna ávöxtunarkröfu. Heimildir lífeyrissjóða fyrir „fagfjárfestingar“ í óhagnaðardrifinni starfsemi var því sett ofar kröfunni um bætt kjör allra VR félaga. Þessi framganga formanns VR í síðustu kjarasamningagerð hefur sætt harðri gagnrýni innan verkalýðshreyfingarinnar. Einnig hefur legið fyrir að Landssamband verslunarmanna (LÍV) fylgdi VR ekki í þessum málum. Þvert á móti, ákvað forysta landssambandsins, eftir talsverða rekistefnu við formann VR um taktík og áherslur, að halda sínu striki og reyna að semja á þeim nótum sem upphaflega stóð til. Orustan um lífeyrissjóðina Þessi þrákelkni landssambandsins reyndist VR ákveðið gæfuspor þegar WOW Air féll og forsendur kjarasamningagerðar gerbreyttust í einu vetfangi. VR gat þá gert kröfugerð LÍV að sinni og loksins tekið sæti við hlið landssambandsins við samningaborðið. Mikill tími hafði þó farið til spillis í innbyrðis misklíð og var það talin helsta ástæða þess að verslunarmenn náðu ekki að öllu leyti þeim samningum sem vonir stóðu upphaflega til. Fyrir mitt leyti hefði tíma formannsins verið mun betur varið með því að taka strax sæti við samningaborðið í upphafi og semja með LÍV um bætt kjör fyrir allra félagsmenn VR, þar á meðal aukin lífsgæði með styttri vinnuviku, sveigjanlegra starfsfyrirkomulagi og auknum rétti launafólks til að sinna þörfum nánustu fjölskyldu. Í Ragnari Þóri Ingólfssyni býr augljós stjórnmálaforingi sem vill brjótast út. Stéttarfélagið VR er þó ekki rétti staðurinn til þess. Um það bera síðustu kjaraviðræður glöggt vitni. Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Stytting vinnuvikunnar Helga Guðrún Jónasdóttir Formannskjör í VR Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar er spurning um kjarabætur sem fela í sér aukin lífsgæði launþegum til handa. Sveigjanlegra vinnufyrirkomulag, vinna að heiman og aukin réttindi til að sinna þörfum nánustu fjölskyldu falla einnig undir þessa mikilvægu baráttu um bætt kjör með auknum lífsgæðum. Opinberir starfsmenn virðast, eina ferðina enn, vera skrefinu á undan almenna vinnumarkaðnum með umtalsverðri styttingu á vinnuvikunni hjá félagsmönnum BSRB. Vel gert og mikilvægur árangur sem ugglaust mun ryðja brautina fyrir annað launafólk í komandi kjarasamningagerð. Samstaða verslunarmanna rofin Það var því uppörvandi að heyra á Bylgjunni (Í bítið, dags. 16.02. sl.) að VR ætli sér loksins í þennan slag að ná fram samningsbundnum réttindum með auknum lífsgæðum. Í síðustu kjarasamningum reyndist áhugi núverandi formanns heldur lítill á þessu viðfangsefni eða kjarasamningagerðinni yfirleitt. Samningsmarkmið hans snerust fyrst og fremst um afnám 40 ára verðtryggðra lána og breytingar á lífeyrissjóðakerfinu, sem hann telur sem kunnugt er glíma við ósanngjarna ávöxtunarkröfu. Heimildir lífeyrissjóða fyrir „fagfjárfestingar“ í óhagnaðardrifinni starfsemi var því sett ofar kröfunni um bætt kjör allra VR félaga. Þessi framganga formanns VR í síðustu kjarasamningagerð hefur sætt harðri gagnrýni innan verkalýðshreyfingarinnar. Einnig hefur legið fyrir að Landssamband verslunarmanna (LÍV) fylgdi VR ekki í þessum málum. Þvert á móti, ákvað forysta landssambandsins, eftir talsverða rekistefnu við formann VR um taktík og áherslur, að halda sínu striki og reyna að semja á þeim nótum sem upphaflega stóð til. Orustan um lífeyrissjóðina Þessi þrákelkni landssambandsins reyndist VR ákveðið gæfuspor þegar WOW Air féll og forsendur kjarasamningagerðar gerbreyttust í einu vetfangi. VR gat þá gert kröfugerð LÍV að sinni og loksins tekið sæti við hlið landssambandsins við samningaborðið. Mikill tími hafði þó farið til spillis í innbyrðis misklíð og var það talin helsta ástæða þess að verslunarmenn náðu ekki að öllu leyti þeim samningum sem vonir stóðu upphaflega til. Fyrir mitt leyti hefði tíma formannsins verið mun betur varið með því að taka strax sæti við samningaborðið í upphafi og semja með LÍV um bætt kjör fyrir allra félagsmenn VR, þar á meðal aukin lífsgæði með styttri vinnuviku, sveigjanlegra starfsfyrirkomulagi og auknum rétti launafólks til að sinna þörfum nánustu fjölskyldu. Í Ragnari Þóri Ingólfssyni býr augljós stjórnmálaforingi sem vill brjótast út. Stéttarfélagið VR er þó ekki rétti staðurinn til þess. Um það bera síðustu kjaraviðræður glöggt vitni. Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar