Hildur Björg og Daniela Wallen báðar með stórleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2021 16:01 Hildur Björg Kjartansdóttir var í stuði á móti Fjölni í gær og sést hér skora eina af körfum sínum í leiknum. Vísir/Elín Keflavík, Valur, Haukar og Skallagrímur fögnuðu öll sigri í leikjum sínum í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gær en Gaupi fór yfir leiki gærkvöldsins. Keflavíkurkonur hafa unnið alla sjö leiki sína á tímabilinu og hafa tveggja stiga forskot á næstu þrjú lið sem eru Valur, Haukar og Fjölnir. Valur og Haukar komust upp fyrir Fjölni með sigri sínum í gær. Guðjón Guðmundsson útbjó samantekt með leikjum gærkvöldsins sem sjá má hér fyrir neðan. Hildur Björg Kjartansdóttir átti frábæran leik þegar Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan sautján stiga sigur á nýliðum Fjölnis, 74-57. Valskonur enduðu þar með þriggja leikja sigurgöngu Grafarvogsliðsins. Hildur Björg var með 28 stig og 13 fráköst í leiknum en hún hitti úr 69 prósent skota sinna. Kiana Johnson og Helena Sverrisdóttir voru báðar með tvennur, Kiana með 14 stig og 10 stoðsendingar en Helena með 10 stig og 12 fráköst. Valsliðið náði þar með að bæta fyrir tapið á móti Fjölni í haust og ná um leið betri stöðu í innbyrðis leikjum liðanna. Ariel Hearn var með 27 stig og 12 fráköst fyrir Fjölni. Klippa: 10. umferð Domino´s deildar kvenna Daniela Wallen og félagar í Keflavíkurliðinu eru áfram ósigraðar eftir 91-79 sigur Keflavíkurliðsins í Stykkishólmi. Wallen var með 37 stig, 17 fráköst og 7 stolna bolta í leiknum en Katla Rún Garðarsdóttir bætti við 16 stigum og Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 14 stig. Fimm leikmenn Keflavíkurliðsins voru með tvo þrista eða fleiri í leiknum þar á meðal systurnar Anna Ingunn og Agnes Marís Svansdætur. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 17 stig og Eva Margrét Kristjánsdóttir var með 14 stig þegar Haukar unnu tíu stiga sigur á Breiðabliki í Smáranum, 70-60. Bríet Sif Hinriksdóttir (10 stig) og Lovísa Björt Henningsdóttir (10 stig) skoruðu einnig yfir tíu stig en hin bandaríska Alyesha Lovett var með 8 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Blikar léku án bandaríska leikmannsins síns Jessicu Kay Loera í leiknum sem er meidd á ökkla en Birgit Ósk Snorradóttir var stigahæst með fimmtán stig. Sanja Orozovic var með 18 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Skallagrímur vann 67-53 sigur á KR. KR-konur hafa tapað öllum leikjum sínum á leiktíðinni. Nikita Telesford var með 16 stig fyrir Skallagrím og Embla Kristínardóttir skoraði tólf stig. Það má finna samantekt Gaupa um leiki gærkvöldsins hér fyrir ofan. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Valur Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Keflavíkurkonur hafa unnið alla sjö leiki sína á tímabilinu og hafa tveggja stiga forskot á næstu þrjú lið sem eru Valur, Haukar og Fjölnir. Valur og Haukar komust upp fyrir Fjölni með sigri sínum í gær. Guðjón Guðmundsson útbjó samantekt með leikjum gærkvöldsins sem sjá má hér fyrir neðan. Hildur Björg Kjartansdóttir átti frábæran leik þegar Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan sautján stiga sigur á nýliðum Fjölnis, 74-57. Valskonur enduðu þar með þriggja leikja sigurgöngu Grafarvogsliðsins. Hildur Björg var með 28 stig og 13 fráköst í leiknum en hún hitti úr 69 prósent skota sinna. Kiana Johnson og Helena Sverrisdóttir voru báðar með tvennur, Kiana með 14 stig og 10 stoðsendingar en Helena með 10 stig og 12 fráköst. Valsliðið náði þar með að bæta fyrir tapið á móti Fjölni í haust og ná um leið betri stöðu í innbyrðis leikjum liðanna. Ariel Hearn var með 27 stig og 12 fráköst fyrir Fjölni. Klippa: 10. umferð Domino´s deildar kvenna Daniela Wallen og félagar í Keflavíkurliðinu eru áfram ósigraðar eftir 91-79 sigur Keflavíkurliðsins í Stykkishólmi. Wallen var með 37 stig, 17 fráköst og 7 stolna bolta í leiknum en Katla Rún Garðarsdóttir bætti við 16 stigum og Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 14 stig. Fimm leikmenn Keflavíkurliðsins voru með tvo þrista eða fleiri í leiknum þar á meðal systurnar Anna Ingunn og Agnes Marís Svansdætur. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 17 stig og Eva Margrét Kristjánsdóttir var með 14 stig þegar Haukar unnu tíu stiga sigur á Breiðabliki í Smáranum, 70-60. Bríet Sif Hinriksdóttir (10 stig) og Lovísa Björt Henningsdóttir (10 stig) skoruðu einnig yfir tíu stig en hin bandaríska Alyesha Lovett var með 8 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Blikar léku án bandaríska leikmannsins síns Jessicu Kay Loera í leiknum sem er meidd á ökkla en Birgit Ósk Snorradóttir var stigahæst með fimmtán stig. Sanja Orozovic var með 18 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Skallagrímur vann 67-53 sigur á KR. KR-konur hafa tapað öllum leikjum sínum á leiktíðinni. Nikita Telesford var með 16 stig fyrir Skallagrím og Embla Kristínardóttir skoraði tólf stig. Það má finna samantekt Gaupa um leiki gærkvöldsins hér fyrir ofan.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Valur Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira