Til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 11:52 Frá gistiskýli Reykjavíkurborgar við Lindargötu. Reykjavíkurborg er með til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli borgarinnar. Formaður velferðaráðs telur mikilvægt að hafa þjónustuna miðsvæðis og nærri fíkniefnaneytendum. Heilbrigðisráðherra staðfesti í vikunni reglugerð um stofnun og rekstur neyslurýma og samkvæmt henni geta sveitarfélög sótt um leyfi fyrir rekstrinum hjá embætti landlæknis. Í reglugerðinni er bráðabirgðaákvæði um að bíl Frú Ragnheiðar megi nýta sem neyslurými og sagði Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra starfseminnar, í samtali við fréttastofu í gær að það kæmi til greina þegar nýr bíll verður tekinn í notkun. Þannig megi nýta þann eldri. Elísabet sagði í gær að fjöldi dauðsfalla á liðnu ári vegna ofskömmtunar fíkniefna væru harkaleg áminning um þörfina fyrir úrræðið. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerðist það síðast í fyrradag að einstaklingur lést í gistiskýli borgarinnar vegna ofskömmtunar. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, hallast fremur að því að finna rýminu staðsetningu miðsvæðis en í bifreið. „Við höfum frekar séð þetta fyrir okkur nálægt einhverjum stað þar sem fólkið sem við erum að þjónusta heldur sig, eða á leið fram hjá. Og helst þannig að fólk viti hvar er hægt að nálgast þessa þjónustu.“ Gistiskýli borgarinnar gætu þar komið til greina. „Það eru gallar við að nýta gistiskýli. Það getur virkað fráhrindandi fyrir þá sem ekki eru að sækja þjónustu þangað en getur þó verið kostur fyrir þá sem sækja þjónustuna þar. Þannig við erum bara hreinlega að skoða hvort það sé möguleiki að opna bara minna neyslurými þar inni. Fagfólkið okkar er að meta það núna.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Einar Enn þurfi þó að leysa úr fjármögnun í samstarfi við ríkið. Hún gerir ráð fyrir að reksturinn muni kosta einhverja tugi milljóna á ári og er ekki viss hversu háa fjárhæð ríkið hafi eyrnamerkt rekstrinum. „Hjá ráðuneytinu sá ég einhvern tímann talað um fimm milljónir, en það kemur hvergi alveg opinberlega fram. Ég hefði gjarnan viljað að þetta væri augljósara.“ Samkvæmt lögum og ávana- og fíkniefni er sveitarfélagi, sem hefur fengið leyfi til rekstursins, heimilt að gera samkomulag um að lögregla grípi ekki til aðgerða gegn notendum á tilteknu svæði í kringum húsnæðið. Heiða Björg segir að þetta þurfi að skoða og bætir við að samþykkt á frumvarpi heilbrigðisráðhera um afglæpavæðingu neysluskammta myndi tryggja öryggi starfsfólks og notenda. „Og gera okkur þetta auðveldara þannig að enginn vafi leiki á því að það sé löglegt að þarna sé fólk að nota vímuefni og sé með vímuefni fyrir sig.“ Heilbrigðismál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Fíkn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra staðfesti í vikunni reglugerð um stofnun og rekstur neyslurýma og samkvæmt henni geta sveitarfélög sótt um leyfi fyrir rekstrinum hjá embætti landlæknis. Í reglugerðinni er bráðabirgðaákvæði um að bíl Frú Ragnheiðar megi nýta sem neyslurými og sagði Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra starfseminnar, í samtali við fréttastofu í gær að það kæmi til greina þegar nýr bíll verður tekinn í notkun. Þannig megi nýta þann eldri. Elísabet sagði í gær að fjöldi dauðsfalla á liðnu ári vegna ofskömmtunar fíkniefna væru harkaleg áminning um þörfina fyrir úrræðið. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerðist það síðast í fyrradag að einstaklingur lést í gistiskýli borgarinnar vegna ofskömmtunar. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, hallast fremur að því að finna rýminu staðsetningu miðsvæðis en í bifreið. „Við höfum frekar séð þetta fyrir okkur nálægt einhverjum stað þar sem fólkið sem við erum að þjónusta heldur sig, eða á leið fram hjá. Og helst þannig að fólk viti hvar er hægt að nálgast þessa þjónustu.“ Gistiskýli borgarinnar gætu þar komið til greina. „Það eru gallar við að nýta gistiskýli. Það getur virkað fráhrindandi fyrir þá sem ekki eru að sækja þjónustu þangað en getur þó verið kostur fyrir þá sem sækja þjónustuna þar. Þannig við erum bara hreinlega að skoða hvort það sé möguleiki að opna bara minna neyslurými þar inni. Fagfólkið okkar er að meta það núna.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Einar Enn þurfi þó að leysa úr fjármögnun í samstarfi við ríkið. Hún gerir ráð fyrir að reksturinn muni kosta einhverja tugi milljóna á ári og er ekki viss hversu háa fjárhæð ríkið hafi eyrnamerkt rekstrinum. „Hjá ráðuneytinu sá ég einhvern tímann talað um fimm milljónir, en það kemur hvergi alveg opinberlega fram. Ég hefði gjarnan viljað að þetta væri augljósara.“ Samkvæmt lögum og ávana- og fíkniefni er sveitarfélagi, sem hefur fengið leyfi til rekstursins, heimilt að gera samkomulag um að lögregla grípi ekki til aðgerða gegn notendum á tilteknu svæði í kringum húsnæðið. Heiða Björg segir að þetta þurfi að skoða og bætir við að samþykkt á frumvarpi heilbrigðisráðhera um afglæpavæðingu neysluskammta myndi tryggja öryggi starfsfólks og notenda. „Og gera okkur þetta auðveldara þannig að enginn vafi leiki á því að það sé löglegt að þarna sé fólk að nota vímuefni og sé með vímuefni fyrir sig.“
Heilbrigðismál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Fíkn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira