ICA-Stig og sænska auglýsingasápuóperan Atli Ísleifsson skrifar 27. febrúar 2021 20:01 ICA-Stig er eigandi verslunarinnar sem jafnframt er aðalsögusvið auglýsinganna. Eins og gefur að skilja hefur ýmislegt dregið á daga persónanna í öll þessi ár, en fyrta auglýsingin var sýnd árið 2001. Talsverð umræða skapaðist í sænsku samfélagi fyrr á árinu eftir að tilkynnt var að nýr leikari myndi taka við hlutverki verslunarmannsins Stig í auglýsingum matvörukeðjunnar ICA. Auglýsingar ICA eru í formi sápuóperu þar sem sagt er frá ástum og örlögum starfsfólks ótilgreindrar ICA-verslunar á sama tíma og greint er frá tilboðum á skjánum. ICA er ein af stærstu matvöruverslunarkeðjum Svíþjóðar og eru auglýsingar þeirra vel þekktar. Auglýsingarnar hafa verið í þessu formi allt frá árinu 2001 og hafa mörg hundruð slíkra auglýsinga verið gerðar. Hefur Heimsmetabók Guinness þannig veitt ICA viðurkenningu fyrir að vera sú auglýsing sem hefur verið í lengstri framleiðslu og þróun í heimi, en hver auglýsing er milli þrjátíu og sextíu sekúndur að lengd. Það telst því til tíðinda þegar skipt er um einn fastaleikaranna og hvað þá þegar um ræðir sjálfan verslunareigandann, ICA-Stig, en hann er ein af fjórum aðalpersónum auglýsinganna, ásamt þeim Ulf, Roger og Kajsu. Og ekki nóg með að nýr leikari hafi verið kynntur til leiks, þá bárust heldur betur óvænt tíðindi úr versluninni í umræddri auglýsingu – tíðindi sem eiga eftir að hafa mikil áhrif á rekstur verslunarinnar og líf Stigs og samstarfsmanna hans. Fjölbreytt vandamál verslunarmannsins Stig er verslunarstjóri verslunarinnar sem jafnframt er aðalsögusvið auglýsinganna. Eins og gefur að skilja hefur ýmislegt dregið á daga persónanna í öll þessi ár. Söguþráður auglýsinganna snýr að hinum ýmsu hliðum og vandamálum verslunarrekstrar í sænskri matvörubúð. Mætti þar nefna umstang vegna hátíðardaga, ráðningar á nýjum starfsmönnum í versluninni og vandamál sem ef til vill mætti kalla sérsænsk. Hans Mosesson fór með hlutverk ICA-Stig á árunum 2001 til 2015. Sem dæmi mætti nefna þegar rýma þurfti verslunina eftir að dós af svokölluðum surstömming var opnuð þar inni. Eða þá þegar leita þurfti skjóls innandyra vegna úrhellisrigningar við hátíðahöld á midsommar, það er Jónsmessu. Mikill fjöldi frægra einstaklinga hafa í gegnum árin birst í auglýsingunum, bæði sænskar og alþjóðlegar, og má þar nafna söngkonuna Lill-Babs, söngvarann og Eurovision-sigurvegarann Måns Zelmerlöw og breska kokkinn Jamie Oliver. Loa Falkman hætti nýverið sem ICA-Stig. Kjellman í stað Falkman Ástæða þess að ICA-auglýsingarnar voru í umræðunni á dögunum var að Loa Falkman, sem hafði farið með hlutverk ICA-Stig frá árinu 2015, tilkynnti fyrir skemmstu að myndi leggja ICA_sloppinn sinn á hilluna. Falkman tók á sínum tíma við hlutverkinu af manni, Hans Mosesson, sem hafði farið með hlutverk Stig frá upphafi, það er árið 2001. Að neðan má sjá síðustu auglýsingu Mosesson sem ICA-Stig og þar sem Falkman er kynntur til leiks. Í janúar var svo tilkynnt að ráðinn hafði verið leikari og söngvari að nafni Björn Kjellman til að fara með hlutverk ICA-Stig. Sitt sýndist hverjum. Enda margir með skoðanir á málinu þar sem Stig og samstarfsmenn hans eru orðnir að föstum punkti í sænsku samfélagi. Stofnun, jafnvel. Svíar þurfa nú að venjast Björn Kjellman sem ICA-Stig. Kjellman þessi hefur stigið á svið í fjölda uppsetninga víðs vegar um Svíþjóð á ferli sínum. Þá hefur hann birst í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmyndum. Einnig má nefna að hann flutti lag í Melodifestivalen, sænskri undankeppni Eurovision, árið 2006. Var um að ræða lagið Älskar du livet, sem hafnaði í níunda sæti keppninnar. En nóg um það. Óvænt innkoma löngu horfinnar systur ICA-Stig Þegar Kjellman birtist svo fyrst í nýrri auglýsingu í janúar dró heldur betur til tíðinda í lífi starfsmanna ICA-verslunar Stigs. Líkt og í sannri sápuóperu sæmir. Suzanne Reuter er ICA-Stína og á hún líklega eftir að hrista hressilega upp í lífi ICA-Stig. Systir Stigs, ICA-Stina í túlkun leikkonununnar Suzanne Reuter, er þá einnig kynnt til sögunnar. Stína er þá sögð hafa verið á faraldsfæti um allan heim í marga áratugi, en er nú aftur snúin heim til Svíþjóðar. Hyggst hún hefja störf í versluninni þar sem eignarhluti hennar er 51 prósent. Þessi óvænta innkoma ICA-Stinu býr því þannig um hnútana að sjónvarpsáhorfendur mega eiga von á að fá að fylgjast með frekari árekstrum, hlátri og grátri, í lífi starfsfólks ICA-verslunarinnar. Svíþjóð Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
ICA er ein af stærstu matvöruverslunarkeðjum Svíþjóðar og eru auglýsingar þeirra vel þekktar. Auglýsingarnar hafa verið í þessu formi allt frá árinu 2001 og hafa mörg hundruð slíkra auglýsinga verið gerðar. Hefur Heimsmetabók Guinness þannig veitt ICA viðurkenningu fyrir að vera sú auglýsing sem hefur verið í lengstri framleiðslu og þróun í heimi, en hver auglýsing er milli þrjátíu og sextíu sekúndur að lengd. Það telst því til tíðinda þegar skipt er um einn fastaleikaranna og hvað þá þegar um ræðir sjálfan verslunareigandann, ICA-Stig, en hann er ein af fjórum aðalpersónum auglýsinganna, ásamt þeim Ulf, Roger og Kajsu. Og ekki nóg með að nýr leikari hafi verið kynntur til leiks, þá bárust heldur betur óvænt tíðindi úr versluninni í umræddri auglýsingu – tíðindi sem eiga eftir að hafa mikil áhrif á rekstur verslunarinnar og líf Stigs og samstarfsmanna hans. Fjölbreytt vandamál verslunarmannsins Stig er verslunarstjóri verslunarinnar sem jafnframt er aðalsögusvið auglýsinganna. Eins og gefur að skilja hefur ýmislegt dregið á daga persónanna í öll þessi ár. Söguþráður auglýsinganna snýr að hinum ýmsu hliðum og vandamálum verslunarrekstrar í sænskri matvörubúð. Mætti þar nefna umstang vegna hátíðardaga, ráðningar á nýjum starfsmönnum í versluninni og vandamál sem ef til vill mætti kalla sérsænsk. Hans Mosesson fór með hlutverk ICA-Stig á árunum 2001 til 2015. Sem dæmi mætti nefna þegar rýma þurfti verslunina eftir að dós af svokölluðum surstömming var opnuð þar inni. Eða þá þegar leita þurfti skjóls innandyra vegna úrhellisrigningar við hátíðahöld á midsommar, það er Jónsmessu. Mikill fjöldi frægra einstaklinga hafa í gegnum árin birst í auglýsingunum, bæði sænskar og alþjóðlegar, og má þar nafna söngkonuna Lill-Babs, söngvarann og Eurovision-sigurvegarann Måns Zelmerlöw og breska kokkinn Jamie Oliver. Loa Falkman hætti nýverið sem ICA-Stig. Kjellman í stað Falkman Ástæða þess að ICA-auglýsingarnar voru í umræðunni á dögunum var að Loa Falkman, sem hafði farið með hlutverk ICA-Stig frá árinu 2015, tilkynnti fyrir skemmstu að myndi leggja ICA_sloppinn sinn á hilluna. Falkman tók á sínum tíma við hlutverkinu af manni, Hans Mosesson, sem hafði farið með hlutverk Stig frá upphafi, það er árið 2001. Að neðan má sjá síðustu auglýsingu Mosesson sem ICA-Stig og þar sem Falkman er kynntur til leiks. Í janúar var svo tilkynnt að ráðinn hafði verið leikari og söngvari að nafni Björn Kjellman til að fara með hlutverk ICA-Stig. Sitt sýndist hverjum. Enda margir með skoðanir á málinu þar sem Stig og samstarfsmenn hans eru orðnir að föstum punkti í sænsku samfélagi. Stofnun, jafnvel. Svíar þurfa nú að venjast Björn Kjellman sem ICA-Stig. Kjellman þessi hefur stigið á svið í fjölda uppsetninga víðs vegar um Svíþjóð á ferli sínum. Þá hefur hann birst í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmyndum. Einnig má nefna að hann flutti lag í Melodifestivalen, sænskri undankeppni Eurovision, árið 2006. Var um að ræða lagið Älskar du livet, sem hafnaði í níunda sæti keppninnar. En nóg um það. Óvænt innkoma löngu horfinnar systur ICA-Stig Þegar Kjellman birtist svo fyrst í nýrri auglýsingu í janúar dró heldur betur til tíðinda í lífi starfsmanna ICA-verslunar Stigs. Líkt og í sannri sápuóperu sæmir. Suzanne Reuter er ICA-Stína og á hún líklega eftir að hrista hressilega upp í lífi ICA-Stig. Systir Stigs, ICA-Stina í túlkun leikkonununnar Suzanne Reuter, er þá einnig kynnt til sögunnar. Stína er þá sögð hafa verið á faraldsfæti um allan heim í marga áratugi, en er nú aftur snúin heim til Svíþjóðar. Hyggst hún hefja störf í versluninni þar sem eignarhluti hennar er 51 prósent. Þessi óvænta innkoma ICA-Stinu býr því þannig um hnútana að sjónvarpsáhorfendur mega eiga von á að fá að fylgjast með frekari árekstrum, hlátri og grátri, í lífi starfsfólks ICA-verslunarinnar.
Svíþjóð Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira