Segir loftslagsmarkmið Íslands prúttuð niður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 19:01 Þingmaður Pírata segir loftslagsmarkmið Íslands hafa verið prúttuð niður og vill að stjórnvöld setji sér sjálfstæð markmið umfram málamiðlanir við Evrópusambandið. Ísland var þar til í dag eitt örfárra Evrópuríkja sem átti etir að skila uppfærðum landsmarkmiðum í loftslagsmálum til Sameinuðu þjóðanna. Í dag birtist plaggið, sem stjórnvöld kynntu þó í desember, á vef loftslagssamningsins. Sama dag og sérstök umræða um málið fór fram á Alþingi, sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á. „Hefði ég vitað að það þyrfti bara sérstaka umræðu til að fá ríkisstjórnina til að taka við sér þá hefði ég bara verið löngu búinn að biðja um hana,“ sagði Andrés Ingi á Alþingi í dag. Í landsmarkmiðum er eldra markmið stjórnvalda um fjörtíu prósenta samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda fyrir árið 2030 hækkað í 55 prósent. Þetta er sameiginlegt markmið Evrópuríkja en í því fyrra var hlutur Íslands 29 prósent. Andrés Ingi spurði hvort stjórnvöld ætluðu að setja sér sjálfstætt markmið, líkt og Noregur. „Fjörutíu prósentin í síðasta landsmarkmiði voru prúttuð niður í 29 prósent gagnvart ESB,“ sagði Andrés. „Stendur til núna að semja Ísland niður frá þeim 55 prósentum sem Evrópusambandið er búið að einsetja sér að ná í samdrætti? Og höfum í huga að þau 55 prósent eru málamiðlun við mestu kolafíklanna í Evrópu.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, svaraði af hörku. „Skuldbindingar Íslands prúttaðar niður. Það heldur þessu engu fram nemar örfáir þingmenn í pólitískum tilgangi. Þetta er útreiknað sanngirnisviðmið þar sem eitt gengur yfir alla. Og við skulum hafa þær staðreyndir á hreinu, líka hér í þingsal Alþingis,“ sagði Guðmundur. Ríkisstjórnin hafi snúið við blaðinu hér á landi í loftslagsmálum. „Við höfum aukið fjármagn bara í umhverfisráðuneytinu um sjö hundruð prósent og það dreifist á fjölbreyttar aðgerðir,“ sagði Guðmundur. „Við erum ljósár frá kyrrstöðunni sem ríkti í loftslagsmálum í upphafi kjörtímabilsins.“ Alþingi Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Ísland var þar til í dag eitt örfárra Evrópuríkja sem átti etir að skila uppfærðum landsmarkmiðum í loftslagsmálum til Sameinuðu þjóðanna. Í dag birtist plaggið, sem stjórnvöld kynntu þó í desember, á vef loftslagssamningsins. Sama dag og sérstök umræða um málið fór fram á Alþingi, sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á. „Hefði ég vitað að það þyrfti bara sérstaka umræðu til að fá ríkisstjórnina til að taka við sér þá hefði ég bara verið löngu búinn að biðja um hana,“ sagði Andrés Ingi á Alþingi í dag. Í landsmarkmiðum er eldra markmið stjórnvalda um fjörtíu prósenta samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda fyrir árið 2030 hækkað í 55 prósent. Þetta er sameiginlegt markmið Evrópuríkja en í því fyrra var hlutur Íslands 29 prósent. Andrés Ingi spurði hvort stjórnvöld ætluðu að setja sér sjálfstætt markmið, líkt og Noregur. „Fjörutíu prósentin í síðasta landsmarkmiði voru prúttuð niður í 29 prósent gagnvart ESB,“ sagði Andrés. „Stendur til núna að semja Ísland niður frá þeim 55 prósentum sem Evrópusambandið er búið að einsetja sér að ná í samdrætti? Og höfum í huga að þau 55 prósent eru málamiðlun við mestu kolafíklanna í Evrópu.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, svaraði af hörku. „Skuldbindingar Íslands prúttaðar niður. Það heldur þessu engu fram nemar örfáir þingmenn í pólitískum tilgangi. Þetta er útreiknað sanngirnisviðmið þar sem eitt gengur yfir alla. Og við skulum hafa þær staðreyndir á hreinu, líka hér í þingsal Alþingis,“ sagði Guðmundur. Ríkisstjórnin hafi snúið við blaðinu hér á landi í loftslagsmálum. „Við höfum aukið fjármagn bara í umhverfisráðuneytinu um sjö hundruð prósent og það dreifist á fjölbreyttar aðgerðir,“ sagði Guðmundur. „Við erum ljósár frá kyrrstöðunni sem ríkti í loftslagsmálum í upphafi kjörtímabilsins.“
Alþingi Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira