„Við erum að byrja byltingu“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 23. febrúar 2021 21:21 Tónlistarkonurnar Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt sem Cell7 og Hildur Kristín Stefánsdóttir sameinast í dansbandinu Red Riot. Juliette Rowland Tónlistin sem við erum að gera er frekar áköf og okkur langaði að finna nafn sem passaði við þetta allt. Red - rauður er litur eldsins, Riot – uppreisn/bylting, er einmitt það sem við erum að gera með þessari tónlist. We are starting a riot. Samstarf þeirra Hildar og Rögnu hófst nokkrum árum áður en þær ákváðu að sameina krafta sína og stofna sína eigin hljómsveit. Ragna, eða Cell7 eins og hún er jafnan kölluð, fékk Hildi til að spila á tónleikum með sér og á fleiri viðburðum þar sem um lifandi flutning var að ræða. „Þetta var eitt fyndnasta símtal sem að ég hef fengið, því að ég þekkti hana ekki neitt. Bara Halló, ég heiti Ragna og ég er rappari,“ segir Hildur og hlær þegar hún segir frá því þegar Ragna hafði samband við hana til að fá sig til að syngja í lögum sínum. „Já ég geri þetta svolítið ef mig langar til að fá einhvern í samstarf, þá bara hringi ég,“ bætir Ragna við, „en þetta var árið 2015 sem við byrjuðum að vinna saman. Við höfum núna mikla reynslu af því að vinna saman og höfum ferðast mikið og komið fram út um allt. Ég held meira að segja að fyrsti staðurinn sem við komum fram á saman hafi verið Spot í Kópavogi,“ segir Ragna og hlær. Í byrjun síðasta árs þegar heimsfaraldurinn skall á segjast Ragna og Hildur hafa svo fundið þörfina til prófa að gera tónlist saman og sjá hvað myndi koma út úr því. Samstarfið small var dansbandið Red riot fæddist. „Við töluðum ekkert endilega fyrirfram um það hvað við ætluðum gera en svo var svo fljótt komið eitthvað geggjað hjá okkur. Og þessi týpa af tónlist sem byrjaði að fæðast kom okkur báðum svolítið á óvart,“ segir Hildur. Hildur og Ragna hafa unnið saman síðan 2015 en ákváðu í byrjun heimsfaraldurs að taka skrefið og stofna bandið Red Riot. Juliette Rowland Ólíkar en vega hvora aðra upp Hildur og Ragna koma úr ólíkum áttum í tónlistinni og segjast báðar hafa fundið fyrir ákveðnum efa í byrjun. Þær óttuðust að þær væru jafnvel það ólíkar að þær ættu erfitt með að ná sameiginlegum flöt í tónlistarsköpuninni. „Ég var alltaf aðeins hrædd við þetta í byrjun, en ég er líka svolítið þannig týpa almennt, svona efasemdarmanneskja. Við erum mjög ólíkar á margan hátt. Hún er til dæmis miklu vanari því að vinna með öðrum og á mjög auðvelt með það á meðan ég er svolítið í minni skel og geri allt persónulegt. Þannig að ég þurfti smá að stíga út úr þessum rammaog læra að það er alltaf hægt að breyta til hins betra án þess að það sé persónulegt og að það sé í lagi að sumar pælingar gangi hreinlega ekki upp.“ En við erum alveg á pari þegar kemur að þessu samstarfi. Hún hefur fullt að segja um textana mína og ég um laglínurnar hennar og við erum mjög duglegar að ýta á hvora aðra í öllu ferlinu,“ segir Ragna. Var skýr verkaskipting hjá ykkur frá byrjun? „Við vissum alltaf að við værum með mismunandi styrkleika. Ég er sterkari í laglínum og hún er sterkari í takti og það er bara geggjað þegar það blandast saman. Svo er líka mjög gaman að ég kem úr poppinu og hún rappinu svo að við komum inn með mjög ólíkar hugmyndir. Hugmyndir sem hinni hefði aldrei dottið í hug. Þetta er eitt af því sem ég elska við samstarfið okkar,“ segir Hildur. Finnst ykkur þið hafa lært eitthvað af hvorri annarri? „Já alveg gífurlega mikið, ég held að mér hafi aldrei farið eins mikið fram á eins stuttum tíma og í þessu samstarfi,“ segir Ragna. „Líka því að við erum að pródúsera þetta allt svo mikið sjálfar. Við höfum sjálfar verið að pródúsera lengi í okkar eigin verkefnum en alltaf unnið í því með einhverjum öðrum. Núna er stemningin svolítið þannig að ef við kunnum ekki eitthvað þá þurfum við að læra það. Við erum búnar að taka rosa stökk sem pródúserar og líka bara hvernig við horfum á hlutina. „Við getum verið mjög heiðarlegar við hvora aðra sem ég fíla, en Ragna er alveg mjög oft hörð við mig og segir bara NEI,“ segir Hildur og hlær. „En ég tek því aldrei persónulega heldur held ég bara áfram að finna hugmyndir þangað til að þetta smellur,“ segir Hildur. Ólíkar en samstíga. Juliette Rowland Skipulagt kaos Þó að samstarfið hafi heilt yfir gengið vel þá segja þær báðar það þó ekki hafa verið hnökralaust og báðar hafi þurft að læra inn á hvora aðra. „Ég kem frá umhverfi sem eru kvikmyndir og sjónvarpseríur og þar er mög fastur rammi með vinnuferli og hvernig maður skilar af sér og flokkar allt efni. Svo kem ég inn í sköpunarheiminn hennar Hildar og þá er allt út um allt og alltaf verið að breyta. Heilinn á mér getur bara ekki svona mikið kaos.“ „Já mikið kaos, það er ADHD heimurinn minn,“ segir Hildur og glottir. „Þannig að við höfum alveg þurft að pússa okkur saman, setjast niður og mætast á miðri leið og slípa vinnuferlana. Þetta var ekkert endilega alltaf rosalega smurt en við fundum svo taktinn,“ segir Ragna. Plata Red Riot er væntanleg með vorinu og segjast þær stöllur finna fyrir miklum spenning fyrir útgáfunni. „Platan er ennþá verk í vinnslu en við erum alveg komin með þónokkur lög sem eru alveg tilbúin. Svo erum við líka með nokkur lög sem eru samstarfsverkefni þar sem við fengum nokkra af okkar uppáhalds listamönnum með okkur. Við erum mjög svo spenntar fyrir þessu öllu.“ Það kemur hik á þær þegar þær eru inntar eftir nöfnum þeirra listamanna sem munu koma fram á plötunni. Eftir smá umhugsun segjast þær vilja halda því leyndu þangað til að nær dregur. Lagið Bounce Back er fyrsta lagið sem Red Riot gefur út. Lagið segja þær fjalla um það að koma til baka eftir erfiðleika. Juliette Rowland Upprisan eftir erfiðleika Fyrsta lag plötunnar kom út á streymisveitum þann 18. febrúar og fékk það strax mjög góðar viðtökur. Hver er sagan á bak við lagið? „Þetta lag kom frekar hratt og auðveldlega. Þetta snýst um það að rísa upp eftir erfiðleika. Koma til baka, fara út, gleyma því sem búið er að gerast, mæta á klúbbinn og bara dansa. Þetta er kannski það sem við sjáum fyrir okkur að gerist þegar skemmtistaðirnir opna aftur eftir Covid,“ segir Ragna. „Já einmitt, svona eins og ein stór myndlíking fyrir þetta Covid ástand,“ bætir Hildur við. Báðar segjast þær hafa fengið mjög góðar viðtökur á tónlistinni frá sínum nánasta hring sem gefi ákveðnar væntingar um framhaldið. „Það er alveg búið að vera erfitt að sitja á þessu því við höfum fengið alveg svakalega sterk og góð viðbrögð frá okkar hóp sem hefur heyrt þau lög sem eru tilbúin,“ segir Hildur. „Já ég tek undir það. Við höfum báðar verið að gefa út okkar eigin tónlist lengi svo að við höfum reynslu af því að fá viðbrögð frá fólki og núna finnum við fyrir mjög miklum meðbyr. Þetta höfðar kannski meira til almennings en það sem við höfum verið að gera sem sólóartistar. Ég hugsa að tónlistin okkar muni ná til breiðari hóps,“ segir Ragna. Bassadrifin danstónlist Nú eruð þið að koma úr ólíkum áttum tónlistarlega séð og með ólíka stíla. Hvar mynduð þið staðsetja þessa tónlist sem þið skapið saman? „Þetta er fyrst og fremst danstónlist, blanda af þessu öllu. Rapp, popp, danstónlist og teknó,“ segir Hildur. „Já, einmitt. Mjög kraftmikil bassalína. Þetta er bassadrifin danstónlist. Kunna ekki allir að dansa við svoleiðis?“ spyr Ragna. Hvorugar segjast þær hafa náð að flokka tónlistina sem þær gera saman undir hatt einhverrar einnar ákveðinnar tónlistarstefnu en það sé akkúrat sem þær hafi viljað að myndi gerast. „Við erum svolítið að brjóta upp þessa skilgreiningu fólks á tónlist. Er þetta popp? Er þetta dans? Er þetta rapp? Við erum bara ekki með neina eina fyrirmynd tónlistarlega séð sem er mjög gaman. Við getum ekki alveg útskýrt hvað þetta er,“ Segir Hildur. „En við vitum allavega ekki til að það hafi komið út einhver tónlist í þessum stíl áður, allavega ekki hér á landi. Svo að við erum mjög spenntar að sjá hvernig fólk mun taka í þetta.“ segir Ragna að lokum. Mikil eftirvænting er eftir fyrstu plötu Red Riot sem er væntanleg með vorinu. Juliette Rowland Tónlist Menning Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Samstarf þeirra Hildar og Rögnu hófst nokkrum árum áður en þær ákváðu að sameina krafta sína og stofna sína eigin hljómsveit. Ragna, eða Cell7 eins og hún er jafnan kölluð, fékk Hildi til að spila á tónleikum með sér og á fleiri viðburðum þar sem um lifandi flutning var að ræða. „Þetta var eitt fyndnasta símtal sem að ég hef fengið, því að ég þekkti hana ekki neitt. Bara Halló, ég heiti Ragna og ég er rappari,“ segir Hildur og hlær þegar hún segir frá því þegar Ragna hafði samband við hana til að fá sig til að syngja í lögum sínum. „Já ég geri þetta svolítið ef mig langar til að fá einhvern í samstarf, þá bara hringi ég,“ bætir Ragna við, „en þetta var árið 2015 sem við byrjuðum að vinna saman. Við höfum núna mikla reynslu af því að vinna saman og höfum ferðast mikið og komið fram út um allt. Ég held meira að segja að fyrsti staðurinn sem við komum fram á saman hafi verið Spot í Kópavogi,“ segir Ragna og hlær. Í byrjun síðasta árs þegar heimsfaraldurinn skall á segjast Ragna og Hildur hafa svo fundið þörfina til prófa að gera tónlist saman og sjá hvað myndi koma út úr því. Samstarfið small var dansbandið Red riot fæddist. „Við töluðum ekkert endilega fyrirfram um það hvað við ætluðum gera en svo var svo fljótt komið eitthvað geggjað hjá okkur. Og þessi týpa af tónlist sem byrjaði að fæðast kom okkur báðum svolítið á óvart,“ segir Hildur. Hildur og Ragna hafa unnið saman síðan 2015 en ákváðu í byrjun heimsfaraldurs að taka skrefið og stofna bandið Red Riot. Juliette Rowland Ólíkar en vega hvora aðra upp Hildur og Ragna koma úr ólíkum áttum í tónlistinni og segjast báðar hafa fundið fyrir ákveðnum efa í byrjun. Þær óttuðust að þær væru jafnvel það ólíkar að þær ættu erfitt með að ná sameiginlegum flöt í tónlistarsköpuninni. „Ég var alltaf aðeins hrædd við þetta í byrjun, en ég er líka svolítið þannig týpa almennt, svona efasemdarmanneskja. Við erum mjög ólíkar á margan hátt. Hún er til dæmis miklu vanari því að vinna með öðrum og á mjög auðvelt með það á meðan ég er svolítið í minni skel og geri allt persónulegt. Þannig að ég þurfti smá að stíga út úr þessum rammaog læra að það er alltaf hægt að breyta til hins betra án þess að það sé persónulegt og að það sé í lagi að sumar pælingar gangi hreinlega ekki upp.“ En við erum alveg á pari þegar kemur að þessu samstarfi. Hún hefur fullt að segja um textana mína og ég um laglínurnar hennar og við erum mjög duglegar að ýta á hvora aðra í öllu ferlinu,“ segir Ragna. Var skýr verkaskipting hjá ykkur frá byrjun? „Við vissum alltaf að við værum með mismunandi styrkleika. Ég er sterkari í laglínum og hún er sterkari í takti og það er bara geggjað þegar það blandast saman. Svo er líka mjög gaman að ég kem úr poppinu og hún rappinu svo að við komum inn með mjög ólíkar hugmyndir. Hugmyndir sem hinni hefði aldrei dottið í hug. Þetta er eitt af því sem ég elska við samstarfið okkar,“ segir Hildur. Finnst ykkur þið hafa lært eitthvað af hvorri annarri? „Já alveg gífurlega mikið, ég held að mér hafi aldrei farið eins mikið fram á eins stuttum tíma og í þessu samstarfi,“ segir Ragna. „Líka því að við erum að pródúsera þetta allt svo mikið sjálfar. Við höfum sjálfar verið að pródúsera lengi í okkar eigin verkefnum en alltaf unnið í því með einhverjum öðrum. Núna er stemningin svolítið þannig að ef við kunnum ekki eitthvað þá þurfum við að læra það. Við erum búnar að taka rosa stökk sem pródúserar og líka bara hvernig við horfum á hlutina. „Við getum verið mjög heiðarlegar við hvora aðra sem ég fíla, en Ragna er alveg mjög oft hörð við mig og segir bara NEI,“ segir Hildur og hlær. „En ég tek því aldrei persónulega heldur held ég bara áfram að finna hugmyndir þangað til að þetta smellur,“ segir Hildur. Ólíkar en samstíga. Juliette Rowland Skipulagt kaos Þó að samstarfið hafi heilt yfir gengið vel þá segja þær báðar það þó ekki hafa verið hnökralaust og báðar hafi þurft að læra inn á hvora aðra. „Ég kem frá umhverfi sem eru kvikmyndir og sjónvarpseríur og þar er mög fastur rammi með vinnuferli og hvernig maður skilar af sér og flokkar allt efni. Svo kem ég inn í sköpunarheiminn hennar Hildar og þá er allt út um allt og alltaf verið að breyta. Heilinn á mér getur bara ekki svona mikið kaos.“ „Já mikið kaos, það er ADHD heimurinn minn,“ segir Hildur og glottir. „Þannig að við höfum alveg þurft að pússa okkur saman, setjast niður og mætast á miðri leið og slípa vinnuferlana. Þetta var ekkert endilega alltaf rosalega smurt en við fundum svo taktinn,“ segir Ragna. Plata Red Riot er væntanleg með vorinu og segjast þær stöllur finna fyrir miklum spenning fyrir útgáfunni. „Platan er ennþá verk í vinnslu en við erum alveg komin með þónokkur lög sem eru alveg tilbúin. Svo erum við líka með nokkur lög sem eru samstarfsverkefni þar sem við fengum nokkra af okkar uppáhalds listamönnum með okkur. Við erum mjög svo spenntar fyrir þessu öllu.“ Það kemur hik á þær þegar þær eru inntar eftir nöfnum þeirra listamanna sem munu koma fram á plötunni. Eftir smá umhugsun segjast þær vilja halda því leyndu þangað til að nær dregur. Lagið Bounce Back er fyrsta lagið sem Red Riot gefur út. Lagið segja þær fjalla um það að koma til baka eftir erfiðleika. Juliette Rowland Upprisan eftir erfiðleika Fyrsta lag plötunnar kom út á streymisveitum þann 18. febrúar og fékk það strax mjög góðar viðtökur. Hver er sagan á bak við lagið? „Þetta lag kom frekar hratt og auðveldlega. Þetta snýst um það að rísa upp eftir erfiðleika. Koma til baka, fara út, gleyma því sem búið er að gerast, mæta á klúbbinn og bara dansa. Þetta er kannski það sem við sjáum fyrir okkur að gerist þegar skemmtistaðirnir opna aftur eftir Covid,“ segir Ragna. „Já einmitt, svona eins og ein stór myndlíking fyrir þetta Covid ástand,“ bætir Hildur við. Báðar segjast þær hafa fengið mjög góðar viðtökur á tónlistinni frá sínum nánasta hring sem gefi ákveðnar væntingar um framhaldið. „Það er alveg búið að vera erfitt að sitja á þessu því við höfum fengið alveg svakalega sterk og góð viðbrögð frá okkar hóp sem hefur heyrt þau lög sem eru tilbúin,“ segir Hildur. „Já ég tek undir það. Við höfum báðar verið að gefa út okkar eigin tónlist lengi svo að við höfum reynslu af því að fá viðbrögð frá fólki og núna finnum við fyrir mjög miklum meðbyr. Þetta höfðar kannski meira til almennings en það sem við höfum verið að gera sem sólóartistar. Ég hugsa að tónlistin okkar muni ná til breiðari hóps,“ segir Ragna. Bassadrifin danstónlist Nú eruð þið að koma úr ólíkum áttum tónlistarlega séð og með ólíka stíla. Hvar mynduð þið staðsetja þessa tónlist sem þið skapið saman? „Þetta er fyrst og fremst danstónlist, blanda af þessu öllu. Rapp, popp, danstónlist og teknó,“ segir Hildur. „Já, einmitt. Mjög kraftmikil bassalína. Þetta er bassadrifin danstónlist. Kunna ekki allir að dansa við svoleiðis?“ spyr Ragna. Hvorugar segjast þær hafa náð að flokka tónlistina sem þær gera saman undir hatt einhverrar einnar ákveðinnar tónlistarstefnu en það sé akkúrat sem þær hafi viljað að myndi gerast. „Við erum svolítið að brjóta upp þessa skilgreiningu fólks á tónlist. Er þetta popp? Er þetta dans? Er þetta rapp? Við erum bara ekki með neina eina fyrirmynd tónlistarlega séð sem er mjög gaman. Við getum ekki alveg útskýrt hvað þetta er,“ Segir Hildur. „En við vitum allavega ekki til að það hafi komið út einhver tónlist í þessum stíl áður, allavega ekki hér á landi. Svo að við erum mjög spenntar að sjá hvernig fólk mun taka í þetta.“ segir Ragna að lokum. Mikil eftirvænting er eftir fyrstu plötu Red Riot sem er væntanleg með vorinu. Juliette Rowland
Tónlist Menning Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið