Thomas Tuchel um hetju Chelsea í gær: Eins og hann sé ennþá tvítugur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2021 12:00 Olivier Giroud fékk bæði hrós fyrir formið og hugarfarið þegar knattspyrnustjóri hans talaði um Frakkann eftir leikinn í gær. Getty/Cristi Preda Thomas Tuchel, knattspyrnspyrnustjóri Chelsea, var auðvitað mjög sáttur með hetju kvöldsins en franski framherjinn Olivier Giroud tryggði Chelsea 1-0 sigur á Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta var fyrri leikur liðanna og heimaleikur Atletico Madrid þótt að hann hafi verið spilaður í Búkarest í Rúmeníu vegna sóttvarnartakmarkanna á Spáni. Olivier Giroud skoraði þetta mikilvæga mark og eina mark leiksins með hjólhestaspyrnu á 68. mínútu. „Hann æfir eins og hann sé 20 ára eða 24 ára. Hann er gæi sem er með góða blöndu af alvarleika og gleði á æfingum,“ sagði Thomas Tuchel við Sky Sports eftir leikinn í gær. Olivier Giroud er hins vegar orðinn 34 ára og þurfti oft að dúsa á bekknum þegar Frank Lampard var knattspyrnustjóri Chelsea. Frakkinn hefur þrátt fyrir það alltaf nýtt tækifærin sín vel. Giroud skoraði sigurmark í uppbótartíma á móti Rennes í riðlakeppninni sem og fernu á móti Sevilla. Like fine wine? Olivier Giroud produces another Champions League special to make it advantage Chelsea at h/t #ATLCHE https://t.co/rnRzeE76nH— George Sessions (@GeorgeSessions) February 24, 2021 Giroud er því alls með sex mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni í ár og alls 11 mörk í öllum keppnum. Hann er að skora á 91 mínútu fresti á þeim mínútum sem hann spilar. „Þetta kemur þeim sem sjá hann á hverjum degi ekki á óvart. Hann er í frábæru formi, skrokkurinn lítur vel út og hann er líkamlega í hæsta flokki,“ sagði Tuchel. „Hann er líka alltaf jákvæður og hefur mikil áhrif innan liðsins. Hann getur byrjað hjá okkur eða komið inn af bekknum. Hann hefur öll gæðin sem þarf til að hjálpa liðinu,“ sagði Tuchel. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Þetta var fyrri leikur liðanna og heimaleikur Atletico Madrid þótt að hann hafi verið spilaður í Búkarest í Rúmeníu vegna sóttvarnartakmarkanna á Spáni. Olivier Giroud skoraði þetta mikilvæga mark og eina mark leiksins með hjólhestaspyrnu á 68. mínútu. „Hann æfir eins og hann sé 20 ára eða 24 ára. Hann er gæi sem er með góða blöndu af alvarleika og gleði á æfingum,“ sagði Thomas Tuchel við Sky Sports eftir leikinn í gær. Olivier Giroud er hins vegar orðinn 34 ára og þurfti oft að dúsa á bekknum þegar Frank Lampard var knattspyrnustjóri Chelsea. Frakkinn hefur þrátt fyrir það alltaf nýtt tækifærin sín vel. Giroud skoraði sigurmark í uppbótartíma á móti Rennes í riðlakeppninni sem og fernu á móti Sevilla. Like fine wine? Olivier Giroud produces another Champions League special to make it advantage Chelsea at h/t #ATLCHE https://t.co/rnRzeE76nH— George Sessions (@GeorgeSessions) February 24, 2021 Giroud er því alls með sex mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni í ár og alls 11 mörk í öllum keppnum. Hann er að skora á 91 mínútu fresti á þeim mínútum sem hann spilar. „Þetta kemur þeim sem sjá hann á hverjum degi ekki á óvart. Hann er í frábæru formi, skrokkurinn lítur vel út og hann er líkamlega í hæsta flokki,“ sagði Tuchel. „Hann er líka alltaf jákvæður og hefur mikil áhrif innan liðsins. Hann getur byrjað hjá okkur eða komið inn af bekknum. Hann hefur öll gæðin sem þarf til að hjálpa liðinu,“ sagði Tuchel.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti