Tveir Valsarar í bann eftir lætin á Akureyri en ÍBV ekki refsað Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2021 11:00 Stiven Tobar Valencia missti stjórn á skapi sínu á Akureyri. vísir/Hulda Margrét Valsmenn verða án tveggja öflugra leikmanna vegna leikbanns, í stórleiknum við FH næsta mánudagskvöld í Olís-deild karla í handbolta. Þeim Antoni Rúnarssyni og Stiven Tobar Valencia var heitt í hamsi eftir að Valur glutraði niður sex marka forskoti undir lok leiks gegn KA á Akureyri í síðustu viku. Niðurstaðan varð jafntefli, 27-27. Hér að neðan má sjá innslag úr Seinni bylgjunni þar sem sést til að mynda að Stiven sparkaði í og braut auglýsingaskilti á leið sinni af vellinum. Það sauð einnig á Antoni og liðsfélagar hans áttu fullt í fangi með að róa hann niður. Klippa: Valsmenn reiðir á Akureyri Í úrskurði aganefndar HSÍ kemur aðeins fram að þeir Anton og Stiven hafi hlotið útilokun vegna óíþróttamannslegrar hegðunar, og að þeir séu úrskurðaðir í eins leiks bann hvor. Athygli er þó vakin á stighækkandi áhrifum leikbanna. Ámælisverð framganga Eyjamanns Aganefnd úrskurðaði einnig um mál er varðar framkomu aðila á vegum ÍBV í garð dómara, eftir leik ÍBV og KA 15. febrúar. Þar unnu KA-menn eins marks sigur með umdeildu marki í blálokin. Framganga Eyjamannsins var sannarlega ámælisverð að mati aganefndar en hún mun þó ekki aðhafast frekar í málinu. Að mati nefndarinnar er „varhugavert að slá því föstu, eins og málið liggur fyrir, að framkoman geti talist vítaverð eða hættuleg gagnvart dómurum leiksins, í skilningi 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.“ Olís-deild karla Valur ÍBV Tengdar fréttir Sjáðu lokakaflann ótrúlega í leik KA og Vals Lokakaflinn í leik KA og Vals í Olís-deild karla í gær verður lengi í minnum hafður. KA-menn voru fjórum mörkum undir þegar tvær og hálf mínúta var eftir en náðu samt jafntefli, 27-27. 19. febrúar 2021 15:01 Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 27-27 | Ótrúleg endurkoma skilaði KA-mönnum stigi KA og Valur skildu jöfn eftir æsilegar lokamínútur í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld. 18. febrúar 2021 21:48 Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Sjá meira
Þeim Antoni Rúnarssyni og Stiven Tobar Valencia var heitt í hamsi eftir að Valur glutraði niður sex marka forskoti undir lok leiks gegn KA á Akureyri í síðustu viku. Niðurstaðan varð jafntefli, 27-27. Hér að neðan má sjá innslag úr Seinni bylgjunni þar sem sést til að mynda að Stiven sparkaði í og braut auglýsingaskilti á leið sinni af vellinum. Það sauð einnig á Antoni og liðsfélagar hans áttu fullt í fangi með að róa hann niður. Klippa: Valsmenn reiðir á Akureyri Í úrskurði aganefndar HSÍ kemur aðeins fram að þeir Anton og Stiven hafi hlotið útilokun vegna óíþróttamannslegrar hegðunar, og að þeir séu úrskurðaðir í eins leiks bann hvor. Athygli er þó vakin á stighækkandi áhrifum leikbanna. Ámælisverð framganga Eyjamanns Aganefnd úrskurðaði einnig um mál er varðar framkomu aðila á vegum ÍBV í garð dómara, eftir leik ÍBV og KA 15. febrúar. Þar unnu KA-menn eins marks sigur með umdeildu marki í blálokin. Framganga Eyjamannsins var sannarlega ámælisverð að mati aganefndar en hún mun þó ekki aðhafast frekar í málinu. Að mati nefndarinnar er „varhugavert að slá því föstu, eins og málið liggur fyrir, að framkoman geti talist vítaverð eða hættuleg gagnvart dómurum leiksins, í skilningi 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.“
Olís-deild karla Valur ÍBV Tengdar fréttir Sjáðu lokakaflann ótrúlega í leik KA og Vals Lokakaflinn í leik KA og Vals í Olís-deild karla í gær verður lengi í minnum hafður. KA-menn voru fjórum mörkum undir þegar tvær og hálf mínúta var eftir en náðu samt jafntefli, 27-27. 19. febrúar 2021 15:01 Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 27-27 | Ótrúleg endurkoma skilaði KA-mönnum stigi KA og Valur skildu jöfn eftir æsilegar lokamínútur í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld. 18. febrúar 2021 21:48 Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Sjá meira
Sjáðu lokakaflann ótrúlega í leik KA og Vals Lokakaflinn í leik KA og Vals í Olís-deild karla í gær verður lengi í minnum hafður. KA-menn voru fjórum mörkum undir þegar tvær og hálf mínúta var eftir en náðu samt jafntefli, 27-27. 19. febrúar 2021 15:01
Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 27-27 | Ótrúleg endurkoma skilaði KA-mönnum stigi KA og Valur skildu jöfn eftir æsilegar lokamínútur í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld. 18. febrúar 2021 21:48