Tiger Woods var ekki fullur þegar hann klessti bílinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2021 09:31 Tiger Woods að spila golf með syni sínum Charlie Woods. Getty/Mike Ehrmann Lögreglustjórinn í Los Angeles sýslu hefur staðfest það að Tiger Woods var ekki drukkinn þegar hann missti stjórn á bíl sínum á þriðjudagsmorguninn. Tiger Woods slasaðist illa á hægri fæti í slysinu, hann fékk opið beinbrot, og fóturinn hreinlega kubbaðist í sundur. Hann þurfti að fara í mjög langa aðgerð til að setja fótinn saman á ný þar sem skrúfur og pinni voru sett í fótinn hans. The Los Angeles County sheriff said the single-vehicle crash that seriously injured Tiger Woods was "purely an accident." https://t.co/5o6i940FUk pic.twitter.com/eZSFpZXv2G— SportsCenter (@SportsCenter) February 24, 2021 Allir sem komu að slysinu hafa talað um það að Tier Woods hafi samt verið mjög heppinn að halda lífi í þessu slysi en bílinn slapp meðal annars rétt svo við að enda á ljósastaur. Tiger var á leið í myndatöku með NFL-stjörnunum Justin Herbert og Drew Brees en slysið var eldsnemma um morguninn að staðartíma. Lögreglan í Los Angeles sýslu ætlar ekki að kæra Tiger Woods vegna slyssins og telur að hér hafi aðeins verið hreint slys að ræða. The first L.A. County Sheriff s deputy who arrived at the scene of Tiger Woods' Tuesday morning car crash talked about what he saw: https://t.co/E6GOrydhNH— Los Angeles Times (@latimes) February 24, 2021 „Hann var ekki drukkinn,“ sagði Alex Villanueva, lögreglustjóri í Los Angeles sýslu og bætti við: „Við getum hætt að hugsa um þann möguleika.“ Hinn 45 ára gamli Tiger Woods var enn að jafna sig eftir bakaðgerð og hefur því ekki verið að keppa að undanförnu. Það verður örugglega langur tími þar til að hann keppir á risamóti aftur ef nokkurn tímann. Svona slæm meiðsli geta haft ýmis vandamál í för með sér og það verður því að koma betur í ljós hvernig Tiger kemur út úr þessu slysi. .@McIlroyRory offers his perspective on Tiger Woods' recovery. pic.twitter.com/fgt8gtzBKw— theScore (@theScore) February 24, 2021 Golf Bandaríkin Bílslys Tigers Woods Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods slasaðist illa á hægri fæti í slysinu, hann fékk opið beinbrot, og fóturinn hreinlega kubbaðist í sundur. Hann þurfti að fara í mjög langa aðgerð til að setja fótinn saman á ný þar sem skrúfur og pinni voru sett í fótinn hans. The Los Angeles County sheriff said the single-vehicle crash that seriously injured Tiger Woods was "purely an accident." https://t.co/5o6i940FUk pic.twitter.com/eZSFpZXv2G— SportsCenter (@SportsCenter) February 24, 2021 Allir sem komu að slysinu hafa talað um það að Tier Woods hafi samt verið mjög heppinn að halda lífi í þessu slysi en bílinn slapp meðal annars rétt svo við að enda á ljósastaur. Tiger var á leið í myndatöku með NFL-stjörnunum Justin Herbert og Drew Brees en slysið var eldsnemma um morguninn að staðartíma. Lögreglan í Los Angeles sýslu ætlar ekki að kæra Tiger Woods vegna slyssins og telur að hér hafi aðeins verið hreint slys að ræða. The first L.A. County Sheriff s deputy who arrived at the scene of Tiger Woods' Tuesday morning car crash talked about what he saw: https://t.co/E6GOrydhNH— Los Angeles Times (@latimes) February 24, 2021 „Hann var ekki drukkinn,“ sagði Alex Villanueva, lögreglustjóri í Los Angeles sýslu og bætti við: „Við getum hætt að hugsa um þann möguleika.“ Hinn 45 ára gamli Tiger Woods var enn að jafna sig eftir bakaðgerð og hefur því ekki verið að keppa að undanförnu. Það verður örugglega langur tími þar til að hann keppir á risamóti aftur ef nokkurn tímann. Svona slæm meiðsli geta haft ýmis vandamál í för með sér og það verður því að koma betur í ljós hvernig Tiger kemur út úr þessu slysi. .@McIlroyRory offers his perspective on Tiger Woods' recovery. pic.twitter.com/fgt8gtzBKw— theScore (@theScore) February 24, 2021
Golf Bandaríkin Bílslys Tigers Woods Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira