Sendi teikningar af þinghúsi Þýskalands til rússnesks njósnara Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2021 16:20 Maðurinn er sagður hafa unnið við viðhald í þinghúsinu. EPA/Flip Singer Þýskir alríkissaksóknarar hafa ákært þýskan ríkisborgara fyrir að hafa útvegað rússneskum manni, sem grunaður er um að vera njósnari, teikningar og önnur gögn um þinghús Þýskalands. Samkvæmt tilkynningu frá saksóknurum, sem DW vísar í heitir maðurinn Jens F. og er 55 ára gamall. Hann vann við viðhald á rafmagnsbúnaði í neðri deild þýska þingsins, sem kallast Bundestag. Hann notaði það starf sitt til að koma höndum yfir gögn um þinghúsið og koma þeim til starfsmanns sendiráðs Rússlands í Berlín. Sá er talinn vera njósnari sem starfar fyrir leyniþjónustu herafla Rússlands, GRU. Það sem meira er, þá er Jens sagður hafa byrjað að veita Rússum þessar upplýsingar að eigin frumkvæði. Hann sendi fyrst PFG skrá á usb-drifi með teikningum af hluta þinghússins til rússnesks njósnara á ákveðnu tímabili árið 2017. Rússar hafa áður verið sakaðir um njósnir á þýska þinginu. Í fyrra sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að staðfest væri að útsendarar GRU hefðu brotist inn í tölvukerfi hennar árið 2015. Árið 2016 sakaði leyniþjónusta Þýskalands opinberlega hóp hakkara, sem sagður er starfa fyrir rússnesk stjórnvöld, um tölvuárásina. Hópurinn, sem ýmist gengur undir nafninu Fancy Bear eða APT28, er einnig talinn bera ábyrgð á tölvuárásum í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar 2016. Þýskaland Rússland Tölvuárásir Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá saksóknurum, sem DW vísar í heitir maðurinn Jens F. og er 55 ára gamall. Hann vann við viðhald á rafmagnsbúnaði í neðri deild þýska þingsins, sem kallast Bundestag. Hann notaði það starf sitt til að koma höndum yfir gögn um þinghúsið og koma þeim til starfsmanns sendiráðs Rússlands í Berlín. Sá er talinn vera njósnari sem starfar fyrir leyniþjónustu herafla Rússlands, GRU. Það sem meira er, þá er Jens sagður hafa byrjað að veita Rússum þessar upplýsingar að eigin frumkvæði. Hann sendi fyrst PFG skrá á usb-drifi með teikningum af hluta þinghússins til rússnesks njósnara á ákveðnu tímabili árið 2017. Rússar hafa áður verið sakaðir um njósnir á þýska þinginu. Í fyrra sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að staðfest væri að útsendarar GRU hefðu brotist inn í tölvukerfi hennar árið 2015. Árið 2016 sakaði leyniþjónusta Þýskalands opinberlega hóp hakkara, sem sagður er starfa fyrir rússnesk stjórnvöld, um tölvuárásina. Hópurinn, sem ýmist gengur undir nafninu Fancy Bear eða APT28, er einnig talinn bera ábyrgð á tölvuárásum í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar 2016.
Þýskaland Rússland Tölvuárásir Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira