Er samfélagið tilbúið í breytingar? Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 3. mars 2021 10:01 Eldra fólk er fjölbreytt og með margvíslegar þarfir. Við þekkjum öll einhvern á níræðisaldri sem er í frábæru formi og hefur ekkert gefið eftir og við þekkjum flest einhvern sem er farinn að heilsu og jafnvel ekki náð sjötugu. Við „bönnum“ þessum áttræða að vinna, en ætlumst hálfvegis til þess af þeim sem er 65, oftast eingöngu á grundvelli aldurs. Við gerum ráð fyrir að sá eldri geti tæplega bjargað sér. Allar þessar fullyrðingar byggja á því að við leyfum okkur að líta á eldra fólk sem samstæðan sviplíkan hóp, en ekki sem einstaklinga með mismunandi langanir, væntingar og þrár. Getum við breytt þessu? Viljum við breyta þessu? Hvar byrjum við? Við höfum lengi horft til þess sem ég hef kallað stofnanalausna. Við byggjum hjúkrunarheimili fyrir 100 manns, það fyllist. Þau sem þar búa fá þá þjónustu sem þau þurfa, og íbúarnir og ættingjar þeirra öðlast hugarró. Nokkrum mánuðum síðar hefur biðlistinn svo aftur náð sömu lengd og við bíðum eftir næstu opnunarhátíð. Því við erum jú öll sammála um að það vantar hjúkrunarrými og það er ómögulegt að fólk bíði eftir nauðsynlegri þjónustu. Með því að bíða og grípa ekki inn í með þjónustu fyrr eða eftir þörfum hins aldraða festumst við í þessu dýrasta úrræði. Það er vel þekkt að með öflugri þjónustu í heimahús, unninni af teymi fagfólks, er hægt að fresta og jafnvel koma í veg fyrir flutning á hjúkrunarheimili. Það er vel þekkt að með endurhæfingu og líkamsrækt eldra fólks, með iðjuþjálfun og stuðningi við athafnir daglegs lífs má gera fólki sjálfu kleift að bjarga sér heima, sem er oftast það sem fólk vill. Það er vel þekkt að með nútímatækni má búa þannig um hnútana að fólk sé öruggt þó það sé eitt. Það er vel þekkt að með því að bjóða jafnvel flókna heilbrigðisþjónustu heim er hægt að koma í veg fyrir spítalainnlagnir eldra fólks og bæta horfur þeirra. Það er líka vel þekkt að innlagnir á spítala geta verið erfiðar og jafnvel hættulegar fyrir eldra fólk og geta orðið undanfari vonleysis og enn frekari heilsubrests. Höfum við efni á að nota áfram 20. aldar lausnir við úrlausn mála eldra fólks á 21. öldinni? Höfum við efni á að nota ekki frekar ódýrari lausnir en dýrari? Er okkur stætt á að hugsa ekki í nýjum lausnum? Er samfélagið tilbúið í breytingar? Ég held það. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Eldri borgarar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Eldra fólk er fjölbreytt og með margvíslegar þarfir. Við þekkjum öll einhvern á níræðisaldri sem er í frábæru formi og hefur ekkert gefið eftir og við þekkjum flest einhvern sem er farinn að heilsu og jafnvel ekki náð sjötugu. Við „bönnum“ þessum áttræða að vinna, en ætlumst hálfvegis til þess af þeim sem er 65, oftast eingöngu á grundvelli aldurs. Við gerum ráð fyrir að sá eldri geti tæplega bjargað sér. Allar þessar fullyrðingar byggja á því að við leyfum okkur að líta á eldra fólk sem samstæðan sviplíkan hóp, en ekki sem einstaklinga með mismunandi langanir, væntingar og þrár. Getum við breytt þessu? Viljum við breyta þessu? Hvar byrjum við? Við höfum lengi horft til þess sem ég hef kallað stofnanalausna. Við byggjum hjúkrunarheimili fyrir 100 manns, það fyllist. Þau sem þar búa fá þá þjónustu sem þau þurfa, og íbúarnir og ættingjar þeirra öðlast hugarró. Nokkrum mánuðum síðar hefur biðlistinn svo aftur náð sömu lengd og við bíðum eftir næstu opnunarhátíð. Því við erum jú öll sammála um að það vantar hjúkrunarrými og það er ómögulegt að fólk bíði eftir nauðsynlegri þjónustu. Með því að bíða og grípa ekki inn í með þjónustu fyrr eða eftir þörfum hins aldraða festumst við í þessu dýrasta úrræði. Það er vel þekkt að með öflugri þjónustu í heimahús, unninni af teymi fagfólks, er hægt að fresta og jafnvel koma í veg fyrir flutning á hjúkrunarheimili. Það er vel þekkt að með endurhæfingu og líkamsrækt eldra fólks, með iðjuþjálfun og stuðningi við athafnir daglegs lífs má gera fólki sjálfu kleift að bjarga sér heima, sem er oftast það sem fólk vill. Það er vel þekkt að með nútímatækni má búa þannig um hnútana að fólk sé öruggt þó það sé eitt. Það er vel þekkt að með því að bjóða jafnvel flókna heilbrigðisþjónustu heim er hægt að koma í veg fyrir spítalainnlagnir eldra fólks og bæta horfur þeirra. Það er líka vel þekkt að innlagnir á spítala geta verið erfiðar og jafnvel hættulegar fyrir eldra fólk og geta orðið undanfari vonleysis og enn frekari heilsubrests. Höfum við efni á að nota áfram 20. aldar lausnir við úrlausn mála eldra fólks á 21. öldinni? Höfum við efni á að nota ekki frekar ódýrari lausnir en dýrari? Er okkur stætt á að hugsa ekki í nýjum lausnum? Er samfélagið tilbúið í breytingar? Ég held það. Höfundur er þingmaður VG.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun