Sá á kvölina sem ekki á völina Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 5. mars 2021 12:01 Almenningur klórar sér í kollinum yfir þessum biðraðaleik heilbrigðisráðherra. Það er eins og talið sé betra að fólk bíði og kveljist frekar en að ríkið semji við einkaaðila. Á bakvið eitt númer á biðlista er þjáður einstaklingur í bið eftir heilbrigðisþjónustu. Biðlistar eru nú normið. Engin teikn eru á lofti að leysa eigi þennan vanda, getum við unað við núverandi ástand? Valfrelsi í heilbrigðisþjónustu Almenningur á að hafa valfrelsi um heilbrigðisþjónustu og hún skal vera óháð efnahag. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu merkir ekki að öll heilbrigðisþjónusta þurfi að vera á færum ríkisins. Þessa mýtu þarf að kveða niður. Ef lögð er áhersla á jafnræði í greiðslum fyrir heilbrigðisþjónustu óháð rekstrarformi getum við fækkað fjöldanum í röðunum og nýtt kraft heilbrigðisstarfsfólksins á sem bestan máta. Fjármagn á að fylgja sjúklingi sem á svo valið um þjónustuna. Einkarekstur tryggir jafnt aðgengi Fáum við samkeppni í rekstur heilsugæslu, með valfrelsi sjúklingsins í forgrunni, eykst aðhald og fjármunir munu nýtast á hagkvæmari hátt. Einnig verður krafa um betri gæði og þjónustan verður skilvirkari. Norðurlöndin eru búin að fatta þetta, þar eru einkareknar heilsugæslur í forgrunni. Fyrirmyndin er klár, hér á landi þurfum við að efla og nýta betur möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum á heilsugæslu. Samningar á milli Sjúkratrygginga og heimilislækna eru sárafáir sem þýðir að valfrelsi einstaklinga er verulega takmarkað og miðast nánast einvörðungu við þjónustu heilsugæslustöðva. Skortur á heimilislæknum er einnig vandamál sem leysa þarf. Lausnin felst í fjölbreyttu rekstrarformi heilsugæslustöðva. Útvistum valkvæðum aðgerðum. Kostnaðurinn við það að senda Íslendinga til Svíþjóðar í liðaskiptaaðgerðir er margfalt meiri en að semja við lækna innanlands. Engin stefna virðist liggja fyrir í heilbrigðismálum um dreifingu á þjónustu innan eða utan Landspítalans. Á hvaða vegferð erum við? Nú eru ýmis mál í uppnámi í heilbrigðisráðuneytinu. Má þar helst nefna óvissu um skimanir fyrir leghálskrabbameini, umræða sem hefur vissulega vakið þjóðina til reiði, og svo samninga við sveitarfélögin um hjúkrunarheimilin. Þá má líka tala um þá staðreynd að árs bið er eftir geðlæknum, að fólki sé vísað frá bráðamóttöku því að bráðadeildin er pökkuð o.fl., o.fl. Fjárhagsvandamál Landspítalans hafa í mörg ár verið tilefni fyrirsagna í fjölmiðlum. Ríkið eykur og eykur fjárframlög til spítalans, úr 50 milljörðum í 80 milljarða á 6 árum, og á sama tíma hefur framleiðni minnkað. Það liggur augum uppi að skoða þarf fjármögnunarkerfi spítalans. Við höfum tækifæri til að vera framúrskarandi þjóð í heilbrigðismálum, það hefur sýnt sig að við getum gert vel, við höfum tæklað COVID-19 af svo mikilli yfirvegun og lagni. Lausnamiðaða nálgun þarf að beita til að leysa fjölmörg vandamál heilbrigðiskerfisins. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Berglind Ósk Guðmundsdóttir Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Almenningur klórar sér í kollinum yfir þessum biðraðaleik heilbrigðisráðherra. Það er eins og talið sé betra að fólk bíði og kveljist frekar en að ríkið semji við einkaaðila. Á bakvið eitt númer á biðlista er þjáður einstaklingur í bið eftir heilbrigðisþjónustu. Biðlistar eru nú normið. Engin teikn eru á lofti að leysa eigi þennan vanda, getum við unað við núverandi ástand? Valfrelsi í heilbrigðisþjónustu Almenningur á að hafa valfrelsi um heilbrigðisþjónustu og hún skal vera óháð efnahag. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu merkir ekki að öll heilbrigðisþjónusta þurfi að vera á færum ríkisins. Þessa mýtu þarf að kveða niður. Ef lögð er áhersla á jafnræði í greiðslum fyrir heilbrigðisþjónustu óháð rekstrarformi getum við fækkað fjöldanum í röðunum og nýtt kraft heilbrigðisstarfsfólksins á sem bestan máta. Fjármagn á að fylgja sjúklingi sem á svo valið um þjónustuna. Einkarekstur tryggir jafnt aðgengi Fáum við samkeppni í rekstur heilsugæslu, með valfrelsi sjúklingsins í forgrunni, eykst aðhald og fjármunir munu nýtast á hagkvæmari hátt. Einnig verður krafa um betri gæði og þjónustan verður skilvirkari. Norðurlöndin eru búin að fatta þetta, þar eru einkareknar heilsugæslur í forgrunni. Fyrirmyndin er klár, hér á landi þurfum við að efla og nýta betur möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum á heilsugæslu. Samningar á milli Sjúkratrygginga og heimilislækna eru sárafáir sem þýðir að valfrelsi einstaklinga er verulega takmarkað og miðast nánast einvörðungu við þjónustu heilsugæslustöðva. Skortur á heimilislæknum er einnig vandamál sem leysa þarf. Lausnin felst í fjölbreyttu rekstrarformi heilsugæslustöðva. Útvistum valkvæðum aðgerðum. Kostnaðurinn við það að senda Íslendinga til Svíþjóðar í liðaskiptaaðgerðir er margfalt meiri en að semja við lækna innanlands. Engin stefna virðist liggja fyrir í heilbrigðismálum um dreifingu á þjónustu innan eða utan Landspítalans. Á hvaða vegferð erum við? Nú eru ýmis mál í uppnámi í heilbrigðisráðuneytinu. Má þar helst nefna óvissu um skimanir fyrir leghálskrabbameini, umræða sem hefur vissulega vakið þjóðina til reiði, og svo samninga við sveitarfélögin um hjúkrunarheimilin. Þá má líka tala um þá staðreynd að árs bið er eftir geðlæknum, að fólki sé vísað frá bráðamóttöku því að bráðadeildin er pökkuð o.fl., o.fl. Fjárhagsvandamál Landspítalans hafa í mörg ár verið tilefni fyrirsagna í fjölmiðlum. Ríkið eykur og eykur fjárframlög til spítalans, úr 50 milljörðum í 80 milljarða á 6 árum, og á sama tíma hefur framleiðni minnkað. Það liggur augum uppi að skoða þarf fjármögnunarkerfi spítalans. Við höfum tækifæri til að vera framúrskarandi þjóð í heilbrigðismálum, það hefur sýnt sig að við getum gert vel, við höfum tæklað COVID-19 af svo mikilli yfirvegun og lagni. Lausnamiðaða nálgun þarf að beita til að leysa fjölmörg vandamál heilbrigðiskerfisins. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun