„Flaututrúður óvandaðs fólks, sem sumt á byssu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2021 13:18 Óhætt er að segja að Bolli Kristinsson sé ósáttur við störf Dags sem borgarstjóra og liggi ekki á skoðunum sínum. Eiríkur Hjálmarsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Orkuveitu Reykjavíkur, telur ástæðu til að þakka Degi B. Eggertssyni borgarstjóra fyrir heilindi í starfi og hollustu við almenning. Tilefnið er útvarpsauglýsing frá Bolla Kristinssyni athafnamann þar sem Bolli fer enn einu sinni hörðum orðum um borgarstjóra. Eiríkur segir róg og lágkúru Bolla hafa varað í líklega fimmtán ár. Nýjustu lágkúrunni taki Eiríkur persónulega. Bolli hefur ekki farið leynt með óánægju sína með störf borgarstjóra. Hann fer fyrir aðgerðarhópnum Björgum miðbænum sem meðal annars framleiddi myndband á dögunum um borgarstjóra og framkvæmdir við Óðinstorg. Bolli viðurkenndi síðar að rangfærsla hefði verið í myndbandinu og bað borgarstjóra afsökunar á henni. Myndbandið bar yfirskriftina „Óðinstorg, bruðl og spilling,“ og var framkvæmdin gagnrýnd auk þess sem því var slegið fram að Dagur hefði keypt bílastæði af borginni án útboðs. Það átti ekki við rök að styðjast. Bolli vísaði til „áreiðanlegra heimildarmanna“ sem hefðu brugðist. Var myndbandið fjarlægt í framhaldinu af YouTube. Sárnaði orð Bolla verulega Eiríkur lýsir því þegar hann heyrði nýja útvarpsauglýsingu Bolla á Bylgjunni á föstudaginn. Tvær útgáfur eru í spilun. Bolli les inn á aðra en ónefnd kona inn á hina. Auglýsinguna má heyra hér að neðan en þar segir Bolli: Dagur B. Eggertsson var varaformaður Samfylkingarinnar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og saman bjuggu þau til skjaldborg heimilanna þar sem tíu til fimmtán þúsund fjölskyldur voru bornar út af heimilum sínum og kannski tuttugu þúsund grátandi börn. Nú ætlar Samfylkingin sér stóra hluti í næstu alþingiskosningum. Er ekki nóg að horfa upp á Dag B. og co eyðileggja Reykjavík? Ekki láta þau eyðileggja allt Ísland. Við kjósum ekki X-S. Aldrei, aldrei. Aðgerðarhópurinn Björgum miðbænum. Bolli Kristinsson. Eiríkur segir að sér hafi sárnað verulega að heyra þessi orð Bolla. „Enn einu sinni er vaðið í manninn. Enn einu sinni tala peningarnir – fyrirgefiði – garga peningarnir á Dag: „Þjónaðu mér annars veð ég í þig.“,“ segir Eiríkur. AÐVÖRUN - LÖNG FÆRSLA Ætli þetta séu orðin svona 15 ár? Ég fór að hugsa þetta þegar ég var á leið heim úr vinnunni á...Posted by Eiríkur Hjálmarsson on Saturday, March 6, 2021 „Þau eru líklega orðin svona fimmtán árin sem Dagur B. Eggertsson, kvæntur fjögurra barna faðir í Þingholtunum, hefur mátt búa við þetta. Hann ákvað að starfa í stjórnmálum og þetta er starfsumhverfið sem sérhagsmunirnir hafa ákveðið að búa honum nánast alla tíð. Af því hann hefur látið sannfæringu sína fyrir almannahagsmunum ráða hefur aldrei verið skortur á einhverju sérhagsmunaliði í SA, SI eða öðrum í Borgartúnskórnum til að kalla eftir því að ráða öllum okkar ráðum; hér eftir eins og hingað til.“ Hefur Dagur hyglt vinum sínum? Eiríkur varpar fram tveimur spurningum til fylgjenda sinna á Facebook. -Manst þú til þess að á Dag hafi verið borið að hann væri að hygla vinum sínum? -Hefur þú heyrt einhverja sannfærandi sögu um það að hann hafi tekið sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni? Fólk geti haft trú á framtíðarsýn Dags eða ekki. „Fólk getur verið sammála sjónarmiðum hans um þróun borgarinnar – eða ekki. Við getum verið sammála honum um útsvarsprósentuna, flugvöllinn, Borgarlínu eða Sundabraut í göng – eða ekki. Við getum væntanlega öll – að honum meðtöldum – verið sammála um að Dagur er ekki óskeikull. Það er hið eðlilega, að við séum ekki sammála og að við erum ekki fullkomin,“ segir Eiríkur. Ætlar að svara miðaldra karlhaugum „Þessa óvenjulegu, lágkúrulegu árás Bolla Kristinssonar á Dag hef ég ákveðið að taka persónulega. Þessi flaututrúður óvandaðs fólks, sem sumt á byssu, er ekki bara að ráðast að stjórnmálamanni sem hann er ósammála. Hann gerir árás á sómasamlega og ærlega umræðu,“ segir Eiríkur. Vísar hann þar til þess að skotför fundust á fjölskyldubíl borgarstjóra nýlega. Karlmaður er grunaður um verknaðinn og er rannsókn málsins hjá héraðssaksóknara. Eiríkur Hjálmarsson var aðstoðarmaður bæði Þórólfs Árnasonar og Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur þegar þau voru borgarstjórar Reykjavíkur upp úr aldamótum. „Minni verða menn ekki, en að beita peningunum sínum óspart til að níða niður annað fólk. Ég tek þessu þannig persónulega að í hvert sinn sem ég sé vini mína hér á FB væla málefnasnautt yfir borgarstjóranum í Reykjavík (sem nokkrir miðaldra karlhaugar gera alloft) mun ég svara þeim fullum hálsi.“ Eiríkur segir Bolla hafa átt sér undanfara og nokkra bergmálara á Mogganum, og núorðið líka í Fréttablaðinu. „Viðskiptablaðið afritar-og-límir allt Borgartúnsbullið og er alveg sér á báti í þessu samhengi. Þannig getum við blaðalesarar fengið á tilfinninguna að það sé allt í voða í borginni. Sú tilfinning er samt ekki útbreiddari en svo að borgarstjórinn í Reykjavík nýtur trausts langt út fyrir raðir Samfylkingarfólks og nú er staðan sú að sá meirihluti sem hann leiðir er að bæta við sig. Að teknu tilliti til um fimmtán ára rógs og nýjustu lágkúru Bolla í sautján finnst mér sérstök ástæða til að þakka Degi B. Eggertssyni fyrir heilindi í starfi borgarstjóra og hollustu við almannahagsmuni.“ Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Fleiri Reykvíkingar ánægðir með borgarstjóra en óánægðir Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Dæmið snýst hins vegar við þegar horft er til landsbyggðarinnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu þar sem ánægja með störf borgarstjóra var könnuð. 5. mars 2021 12:02 Satt, logið og á reiki um Óðinstorg Hið umdeilda Óðinstorg hefur verið áberandi í þjóðmálaumræðu undanfarna daga og vikur. Ýmsu hefur verið fleygt fram um framkvæmdir við torgið og nágrenni þess, kostnað og samþykktir. En hverjar eru staðreyndir málsins? 3. febrúar 2021 11:15 Höfum leyft okkur að kalla stjórnmálafólk ónytjunga og aumingja Forsætisráðherra vonar að hægt verði að taka fyrir dreifingu á kostuðum nafnlausum áróðri á samfélagsmiðlum með nýju frumvarpi. Forrystufólk í stjórnmálum þarf að sammælast um að forðast persónuárásir og ofbeldisfulla umræðu í aðdraganda kosninga, að mati formanns Viðreisnar. 1. febrúar 2021 19:28 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Tilefnið er útvarpsauglýsing frá Bolla Kristinssyni athafnamann þar sem Bolli fer enn einu sinni hörðum orðum um borgarstjóra. Eiríkur segir róg og lágkúru Bolla hafa varað í líklega fimmtán ár. Nýjustu lágkúrunni taki Eiríkur persónulega. Bolli hefur ekki farið leynt með óánægju sína með störf borgarstjóra. Hann fer fyrir aðgerðarhópnum Björgum miðbænum sem meðal annars framleiddi myndband á dögunum um borgarstjóra og framkvæmdir við Óðinstorg. Bolli viðurkenndi síðar að rangfærsla hefði verið í myndbandinu og bað borgarstjóra afsökunar á henni. Myndbandið bar yfirskriftina „Óðinstorg, bruðl og spilling,“ og var framkvæmdin gagnrýnd auk þess sem því var slegið fram að Dagur hefði keypt bílastæði af borginni án útboðs. Það átti ekki við rök að styðjast. Bolli vísaði til „áreiðanlegra heimildarmanna“ sem hefðu brugðist. Var myndbandið fjarlægt í framhaldinu af YouTube. Sárnaði orð Bolla verulega Eiríkur lýsir því þegar hann heyrði nýja útvarpsauglýsingu Bolla á Bylgjunni á föstudaginn. Tvær útgáfur eru í spilun. Bolli les inn á aðra en ónefnd kona inn á hina. Auglýsinguna má heyra hér að neðan en þar segir Bolli: Dagur B. Eggertsson var varaformaður Samfylkingarinnar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og saman bjuggu þau til skjaldborg heimilanna þar sem tíu til fimmtán þúsund fjölskyldur voru bornar út af heimilum sínum og kannski tuttugu þúsund grátandi börn. Nú ætlar Samfylkingin sér stóra hluti í næstu alþingiskosningum. Er ekki nóg að horfa upp á Dag B. og co eyðileggja Reykjavík? Ekki láta þau eyðileggja allt Ísland. Við kjósum ekki X-S. Aldrei, aldrei. Aðgerðarhópurinn Björgum miðbænum. Bolli Kristinsson. Eiríkur segir að sér hafi sárnað verulega að heyra þessi orð Bolla. „Enn einu sinni er vaðið í manninn. Enn einu sinni tala peningarnir – fyrirgefiði – garga peningarnir á Dag: „Þjónaðu mér annars veð ég í þig.“,“ segir Eiríkur. AÐVÖRUN - LÖNG FÆRSLA Ætli þetta séu orðin svona 15 ár? Ég fór að hugsa þetta þegar ég var á leið heim úr vinnunni á...Posted by Eiríkur Hjálmarsson on Saturday, March 6, 2021 „Þau eru líklega orðin svona fimmtán árin sem Dagur B. Eggertsson, kvæntur fjögurra barna faðir í Þingholtunum, hefur mátt búa við þetta. Hann ákvað að starfa í stjórnmálum og þetta er starfsumhverfið sem sérhagsmunirnir hafa ákveðið að búa honum nánast alla tíð. Af því hann hefur látið sannfæringu sína fyrir almannahagsmunum ráða hefur aldrei verið skortur á einhverju sérhagsmunaliði í SA, SI eða öðrum í Borgartúnskórnum til að kalla eftir því að ráða öllum okkar ráðum; hér eftir eins og hingað til.“ Hefur Dagur hyglt vinum sínum? Eiríkur varpar fram tveimur spurningum til fylgjenda sinna á Facebook. -Manst þú til þess að á Dag hafi verið borið að hann væri að hygla vinum sínum? -Hefur þú heyrt einhverja sannfærandi sögu um það að hann hafi tekið sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni? Fólk geti haft trú á framtíðarsýn Dags eða ekki. „Fólk getur verið sammála sjónarmiðum hans um þróun borgarinnar – eða ekki. Við getum verið sammála honum um útsvarsprósentuna, flugvöllinn, Borgarlínu eða Sundabraut í göng – eða ekki. Við getum væntanlega öll – að honum meðtöldum – verið sammála um að Dagur er ekki óskeikull. Það er hið eðlilega, að við séum ekki sammála og að við erum ekki fullkomin,“ segir Eiríkur. Ætlar að svara miðaldra karlhaugum „Þessa óvenjulegu, lágkúrulegu árás Bolla Kristinssonar á Dag hef ég ákveðið að taka persónulega. Þessi flaututrúður óvandaðs fólks, sem sumt á byssu, er ekki bara að ráðast að stjórnmálamanni sem hann er ósammála. Hann gerir árás á sómasamlega og ærlega umræðu,“ segir Eiríkur. Vísar hann þar til þess að skotför fundust á fjölskyldubíl borgarstjóra nýlega. Karlmaður er grunaður um verknaðinn og er rannsókn málsins hjá héraðssaksóknara. Eiríkur Hjálmarsson var aðstoðarmaður bæði Þórólfs Árnasonar og Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur þegar þau voru borgarstjórar Reykjavíkur upp úr aldamótum. „Minni verða menn ekki, en að beita peningunum sínum óspart til að níða niður annað fólk. Ég tek þessu þannig persónulega að í hvert sinn sem ég sé vini mína hér á FB væla málefnasnautt yfir borgarstjóranum í Reykjavík (sem nokkrir miðaldra karlhaugar gera alloft) mun ég svara þeim fullum hálsi.“ Eiríkur segir Bolla hafa átt sér undanfara og nokkra bergmálara á Mogganum, og núorðið líka í Fréttablaðinu. „Viðskiptablaðið afritar-og-límir allt Borgartúnsbullið og er alveg sér á báti í þessu samhengi. Þannig getum við blaðalesarar fengið á tilfinninguna að það sé allt í voða í borginni. Sú tilfinning er samt ekki útbreiddari en svo að borgarstjórinn í Reykjavík nýtur trausts langt út fyrir raðir Samfylkingarfólks og nú er staðan sú að sá meirihluti sem hann leiðir er að bæta við sig. Að teknu tilliti til um fimmtán ára rógs og nýjustu lágkúru Bolla í sautján finnst mér sérstök ástæða til að þakka Degi B. Eggertssyni fyrir heilindi í starfi borgarstjóra og hollustu við almannahagsmuni.“
Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Fleiri Reykvíkingar ánægðir með borgarstjóra en óánægðir Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Dæmið snýst hins vegar við þegar horft er til landsbyggðarinnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu þar sem ánægja með störf borgarstjóra var könnuð. 5. mars 2021 12:02 Satt, logið og á reiki um Óðinstorg Hið umdeilda Óðinstorg hefur verið áberandi í þjóðmálaumræðu undanfarna daga og vikur. Ýmsu hefur verið fleygt fram um framkvæmdir við torgið og nágrenni þess, kostnað og samþykktir. En hverjar eru staðreyndir málsins? 3. febrúar 2021 11:15 Höfum leyft okkur að kalla stjórnmálafólk ónytjunga og aumingja Forsætisráðherra vonar að hægt verði að taka fyrir dreifingu á kostuðum nafnlausum áróðri á samfélagsmiðlum með nýju frumvarpi. Forrystufólk í stjórnmálum þarf að sammælast um að forðast persónuárásir og ofbeldisfulla umræðu í aðdraganda kosninga, að mati formanns Viðreisnar. 1. febrúar 2021 19:28 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Fleiri Reykvíkingar ánægðir með borgarstjóra en óánægðir Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Dæmið snýst hins vegar við þegar horft er til landsbyggðarinnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu þar sem ánægja með störf borgarstjóra var könnuð. 5. mars 2021 12:02
Satt, logið og á reiki um Óðinstorg Hið umdeilda Óðinstorg hefur verið áberandi í þjóðmálaumræðu undanfarna daga og vikur. Ýmsu hefur verið fleygt fram um framkvæmdir við torgið og nágrenni þess, kostnað og samþykktir. En hverjar eru staðreyndir málsins? 3. febrúar 2021 11:15
Höfum leyft okkur að kalla stjórnmálafólk ónytjunga og aumingja Forsætisráðherra vonar að hægt verði að taka fyrir dreifingu á kostuðum nafnlausum áróðri á samfélagsmiðlum með nýju frumvarpi. Forrystufólk í stjórnmálum þarf að sammælast um að forðast persónuárásir og ofbeldisfulla umræðu í aðdraganda kosninga, að mati formanns Viðreisnar. 1. febrúar 2021 19:28