Treysti Helgu Guðrúnu best sem formanni VR Ingibjörg Ásta Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2021 19:30 Engum treysti ég betur til að leiða VR til nýrra sigra í þágu launafólks en Helgu Guðrúnu Jónasdóttur. Helga er kraftmikil kona með mikinn kjark og þor til að takast á við verkefni, bæði stór og smá. Hún er framsýn, með næman skilning á straumum og stefnum líðandi stundar og stórt hjarta sem slær með þeim sem hallað er á. Harðsnúinn jafnréttissinni Ég kynntist Helgu þegar við vorum í Háskóla Íslands. Helga lagði stund á stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði. Fjölmiðlafræði var þá nýjung í félagsvísindadeild skólans. Það lýsir Helgu að mörgu leyti vel að hún skyldi velja þessa nýju grein og taka með því móti þátt í að ryðja henni braut innan háskólans. Nokkrum árum síðar, á þeim tíma sem hún vann á Skrifstofu jafnréttismála, nýttist henni fjölmiðlafræðin jafnframt vel er hún vann fyrstu kynbundnu fjölmiðlagreininguna sem gerð var hér á landi í samstarfi við kennara í fjölmiðlafræðinni. Þarna sameinaði Helga jafnframt starf og áhugamál, en hún hefur alla tíð verið harðsnúinn jafnréttissinni. 30 ára farsæll ferill Lungann úr starfsævinni hefur Helga starfað í samskiptum og á hún að baki samtals 30 ára feril sem m.a. upplýsingafulltrúi og samskiptastjóri hjá Bændasamtökum Íslands, Verslunarráði Íslands, B&L bílaumboði og sveitarfélaginu Fjarðabyggð, svo að það helsta sé nefnt. Þá tók hún um árabil þátt í nærsamfélagi Kópavogsbæjar með setu í m.a. félagsmálaráði og lista- og menningarráði sveitarfélagsins og hún hefur verið í forystu stórra samtaka sem formaður Kvenréttindasambands Ísland, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og stjórnarmaður í Landvernd, svo að dæmi séu tekin. Þá átti hún um árabil sæti í stjórn Vottunarstofunnar Túns, brautryðjanda í lífrænni vottun hér á landi. Mikil VR kona Áhugi Helgu á kjaramálum hefur vart farið fram hjá þeim sem hana þekkja. Hún fékk fyrst útrás fyrir þessu brennandi áhugamáli sínu þegar hún tók að sér ráðgjafaverkefni hjá VR vegna innleiðingar á markaðslaunakerfinu. Hún sagði síðar að sú vinna hefði myndað vatnaskil í sýn hennar á íslenska vinnumarkaðinn og VR og hefur hún æ síðan haldið mikilli tryggð við stéttarfélagið. Þetta var um síðustu aldamót. Síðan þá hefur hún tekið virkan þátt í störfum m.a. Félags íslenskra félagsvísindamanna og Bandalagi háskólamanna. Einn helsti kostur Helgu er hversu jafnréttissinnuð hún er. Hún hefur einlægan áhuga á samferðarfólki sínu og velferð þess og ber eðlislæga virðingu fyrir skoðunum annarra. Hún á fyrir vikið breiðan vina- og kunningjahóp þvert á pólitíska litrófið. Ég get óhikað mælt með þessari góðu konu sem næsta formanni VR. Höfundur er skrifstofustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Sjá meira
Engum treysti ég betur til að leiða VR til nýrra sigra í þágu launafólks en Helgu Guðrúnu Jónasdóttur. Helga er kraftmikil kona með mikinn kjark og þor til að takast á við verkefni, bæði stór og smá. Hún er framsýn, með næman skilning á straumum og stefnum líðandi stundar og stórt hjarta sem slær með þeim sem hallað er á. Harðsnúinn jafnréttissinni Ég kynntist Helgu þegar við vorum í Háskóla Íslands. Helga lagði stund á stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði. Fjölmiðlafræði var þá nýjung í félagsvísindadeild skólans. Það lýsir Helgu að mörgu leyti vel að hún skyldi velja þessa nýju grein og taka með því móti þátt í að ryðja henni braut innan háskólans. Nokkrum árum síðar, á þeim tíma sem hún vann á Skrifstofu jafnréttismála, nýttist henni fjölmiðlafræðin jafnframt vel er hún vann fyrstu kynbundnu fjölmiðlagreininguna sem gerð var hér á landi í samstarfi við kennara í fjölmiðlafræðinni. Þarna sameinaði Helga jafnframt starf og áhugamál, en hún hefur alla tíð verið harðsnúinn jafnréttissinni. 30 ára farsæll ferill Lungann úr starfsævinni hefur Helga starfað í samskiptum og á hún að baki samtals 30 ára feril sem m.a. upplýsingafulltrúi og samskiptastjóri hjá Bændasamtökum Íslands, Verslunarráði Íslands, B&L bílaumboði og sveitarfélaginu Fjarðabyggð, svo að það helsta sé nefnt. Þá tók hún um árabil þátt í nærsamfélagi Kópavogsbæjar með setu í m.a. félagsmálaráði og lista- og menningarráði sveitarfélagsins og hún hefur verið í forystu stórra samtaka sem formaður Kvenréttindasambands Ísland, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og stjórnarmaður í Landvernd, svo að dæmi séu tekin. Þá átti hún um árabil sæti í stjórn Vottunarstofunnar Túns, brautryðjanda í lífrænni vottun hér á landi. Mikil VR kona Áhugi Helgu á kjaramálum hefur vart farið fram hjá þeim sem hana þekkja. Hún fékk fyrst útrás fyrir þessu brennandi áhugamáli sínu þegar hún tók að sér ráðgjafaverkefni hjá VR vegna innleiðingar á markaðslaunakerfinu. Hún sagði síðar að sú vinna hefði myndað vatnaskil í sýn hennar á íslenska vinnumarkaðinn og VR og hefur hún æ síðan haldið mikilli tryggð við stéttarfélagið. Þetta var um síðustu aldamót. Síðan þá hefur hún tekið virkan þátt í störfum m.a. Félags íslenskra félagsvísindamanna og Bandalagi háskólamanna. Einn helsti kostur Helgu er hversu jafnréttissinnuð hún er. Hún hefur einlægan áhuga á samferðarfólki sínu og velferð þess og ber eðlislæga virðingu fyrir skoðunum annarra. Hún á fyrir vikið breiðan vina- og kunningjahóp þvert á pólitíska litrófið. Ég get óhikað mælt með þessari góðu konu sem næsta formanni VR. Höfundur er skrifstofustjóri.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar