Håland allt í öllu er Dortmund tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2021 22:00 Hinn umtalaði Erling Braut Håland getur ekki hætt að skora. EPA-EFE/LARS BARON / POOL Borussia Dortmund er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-2 jafntefli gegn Sevilla í kvöld. Dortmund fyrri leik liðanna 3-2 og þar með eingívið samtals 5-4. Segja má að Norðmaðurinn Erling Braut Håland hafi stolið fyrirsögnunum með frammistöðu sinni í kvöld. Það gerðist nú ekki mikið í fyrri hálfleik leiksins og var leikurinn nokkurn veginn í járnum fram að 35. mínútu þó svo að gestirnir frá Spáni væru mikið mun meira með boltann. Þegar tíu mínútur voru til hálfleiks fór eitthvað úrskeiðis í uppspili gestanna. Þeir tapa boltanum á eigin vallarhelmingi og leikmenn Dortmund keyra í átt að marki á ógnarhraða. Hinn margslungni Marco Reus fær sendingu inn fyrir vörn gestanna – vinstra megin við markið – frá Mahmoud Dahoud. Yfirvegaður að vanda rennir Reus knettinum fyrir markið á norska tröllbarnið Erling Braut Håland sem skorar í autt markið. Hans níunda mark í Meistaradeildinni á leiktíðinni í aðeins sex leikjum. Var það eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 í hálfleik og 4-2 samtals fyrir Dortmund. Síðari hálfleikurinn í Þýskalandi hófst á hreint ótrúlegan hátt. Håland hélt hann hefði svo gott sem tryggt Dortmund sæti í 8-liða úrslitum með marki eftir aðeins þriggja mínútna leik í síðari hálfleik. Markið var dæmt af eftir að það skoðað af myndbandsdómara leiksins. Þar voru lætin rétt að hefjast. Skömmu síðar var vítaspyrna dæmd þar sem Jules Kounde – miðvörður Sevilla – reif í Norðmanninn. Håland tók spyrnuna sjálfur en markvörður Sevilla, Yassine Bounou, varði. Markvörðurinn hafði hins vegar farið af línunni og því var spyrnan tekin upp á nýtt. Í þetta sinn skoraði Håland þó svo að Bounou hefði verið í boltanum. Ákvað framherjinn að fagna með því að ögra markverðinum og uppskar í kjölfarið gult spjald fyrir eftir léttar stympingar milli liðanna. Mönnum var heitt í hamsi í kvöld.EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Þó svo að einvígið væri svo gott sem búið þá fengu gestirnir líflínu er Emre Can braut á sér innan vítateigs um miðbik hálfleiksins. Youssef En-Nesyri tók vítaspyrnuna og minnkaði muninn í 2-1. Þegar komnar voru sex mínútur fram yfir venjulegan leiktíma átti Ivan Rakitić fyrirgjöf fyrir mark Dortmund sem En-Nesyri stangaði í netið og staðan orðin 2-2. Reyndust það lokatölur á Signal Iduna Park sem þýðir að Dortmund vinnur einvígið samtals 5-4 og er því komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Dortmund are through to the Champions League quarterfinals pic.twitter.com/vDl7w99NUl— B/R Football (@brfootball) March 9, 2021 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Fótbolti
Borussia Dortmund er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-2 jafntefli gegn Sevilla í kvöld. Dortmund fyrri leik liðanna 3-2 og þar með eingívið samtals 5-4. Segja má að Norðmaðurinn Erling Braut Håland hafi stolið fyrirsögnunum með frammistöðu sinni í kvöld. Það gerðist nú ekki mikið í fyrri hálfleik leiksins og var leikurinn nokkurn veginn í járnum fram að 35. mínútu þó svo að gestirnir frá Spáni væru mikið mun meira með boltann. Þegar tíu mínútur voru til hálfleiks fór eitthvað úrskeiðis í uppspili gestanna. Þeir tapa boltanum á eigin vallarhelmingi og leikmenn Dortmund keyra í átt að marki á ógnarhraða. Hinn margslungni Marco Reus fær sendingu inn fyrir vörn gestanna – vinstra megin við markið – frá Mahmoud Dahoud. Yfirvegaður að vanda rennir Reus knettinum fyrir markið á norska tröllbarnið Erling Braut Håland sem skorar í autt markið. Hans níunda mark í Meistaradeildinni á leiktíðinni í aðeins sex leikjum. Var það eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 í hálfleik og 4-2 samtals fyrir Dortmund. Síðari hálfleikurinn í Þýskalandi hófst á hreint ótrúlegan hátt. Håland hélt hann hefði svo gott sem tryggt Dortmund sæti í 8-liða úrslitum með marki eftir aðeins þriggja mínútna leik í síðari hálfleik. Markið var dæmt af eftir að það skoðað af myndbandsdómara leiksins. Þar voru lætin rétt að hefjast. Skömmu síðar var vítaspyrna dæmd þar sem Jules Kounde – miðvörður Sevilla – reif í Norðmanninn. Håland tók spyrnuna sjálfur en markvörður Sevilla, Yassine Bounou, varði. Markvörðurinn hafði hins vegar farið af línunni og því var spyrnan tekin upp á nýtt. Í þetta sinn skoraði Håland þó svo að Bounou hefði verið í boltanum. Ákvað framherjinn að fagna með því að ögra markverðinum og uppskar í kjölfarið gult spjald fyrir eftir léttar stympingar milli liðanna. Mönnum var heitt í hamsi í kvöld.EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Þó svo að einvígið væri svo gott sem búið þá fengu gestirnir líflínu er Emre Can braut á sér innan vítateigs um miðbik hálfleiksins. Youssef En-Nesyri tók vítaspyrnuna og minnkaði muninn í 2-1. Þegar komnar voru sex mínútur fram yfir venjulegan leiktíma átti Ivan Rakitić fyrirgjöf fyrir mark Dortmund sem En-Nesyri stangaði í netið og staðan orðin 2-2. Reyndust það lokatölur á Signal Iduna Park sem þýðir að Dortmund vinnur einvígið samtals 5-4 og er því komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Dortmund are through to the Champions League quarterfinals pic.twitter.com/vDl7w99NUl— B/R Football (@brfootball) March 9, 2021 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti