„Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2021 10:42 Einar Sveinn Ólafsson einn af farþegunum tuttugu sem fastir eru um borð í ferjunni Baldri vinnur á Bíldudal en býr í Grundafirði. Hann fer á milli með ferjunni vikulega. Skjáskot af myndskeiði Landhelgisgæslunnar. Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. Fólkið sem fast er um borð í skipinu hefur nú verið á sjó í heilan sólarhring. Einar Sveinn segir vind hafi lægt mjög og öldugangurinn minnkað. Í nótt voru uppi gjörólíkar aðstæður. „Eftir að við vorum tekin í tog af Árna Friðrikssyni [rannsóknarskipinu] þá var farið að draga okkur hérna vestur úr. Þegar var verið að snúa okkur upp í vind þá valt ferjan allsvakalega og það fór um fólk. Allt lauslegt rúllaði hér um. Fólk var hrætt og það var sjóveikt. En síðan eftir að búið var að snúa skipinu þá lægði og fór mikið betur á þessu, öllum leið betur. Fólk fór í kojur og aðrir sváfu á bekkjum hérna í nótt.“ Einar Sveinn kveðst aðspurður að það hafi aukið öryggiskennd fólksins um borð að hafa varðskipið Þór, þyrlu gæslunnar og björgunarskipið Björg til taks. „Það róaði sálu fólks að vita að við værum ekki ein hérna. […] Það var gott að vera með allt þetta vana fólk og ekki síður áhöfnina sem var með allt sitt á tæru til að bregðast við svona ástandi.“ Síðastliðna daga hefur verið ófært vestur landleiðina. Búðir hafa ekki fengið vistir í um þrjá daga. „Þannig að þetta snýst ekki bara um okkur. Vonda veðrið, ófærðin og síðan þetta bitnar á öllu samfélaginu fyrir vestan.“ Samskonar bilun kom upp í Baldri síðastliðið sumar en þá var ferjan úr rekstri í um hálfan mánuð. Einari Sveini var mikið niðri fyrir þegar hann ítrekaði að ríkisstjórnin yrði að tryggja öruggari siglingarmáta. „Við erum að skammast út í að það sé gamalt skip hérna og láta það bitna á útgerðinni en ástæðan fyrir því að við erum ekki með betra og yngra skip er sú að ríkið semur ekki nema til eins árs í einu.“ Margir hafi varað því að nákvæmlega þessi staða eða verri gæti komið upp. Nú sé nóg komið og tími til kominn að stjórnvöld tryggi öryggi. Um sé að ræða ákveðna lífæð. „Menn verða að standa upp og ákveða hvort þetta eigi að vera öryggisventill okkar í samgöngum og flutningum á meðan ekki er búið að laga þessa farartálma sem eru á leiðinni vestur landleiðina þá verður þessi bátur að vera. Hann er lífæðin okkar“. Ferjan Baldur Samgöngur Vesturbyggð Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Fólkið sem fast er um borð í skipinu hefur nú verið á sjó í heilan sólarhring. Einar Sveinn segir vind hafi lægt mjög og öldugangurinn minnkað. Í nótt voru uppi gjörólíkar aðstæður. „Eftir að við vorum tekin í tog af Árna Friðrikssyni [rannsóknarskipinu] þá var farið að draga okkur hérna vestur úr. Þegar var verið að snúa okkur upp í vind þá valt ferjan allsvakalega og það fór um fólk. Allt lauslegt rúllaði hér um. Fólk var hrætt og það var sjóveikt. En síðan eftir að búið var að snúa skipinu þá lægði og fór mikið betur á þessu, öllum leið betur. Fólk fór í kojur og aðrir sváfu á bekkjum hérna í nótt.“ Einar Sveinn kveðst aðspurður að það hafi aukið öryggiskennd fólksins um borð að hafa varðskipið Þór, þyrlu gæslunnar og björgunarskipið Björg til taks. „Það róaði sálu fólks að vita að við værum ekki ein hérna. […] Það var gott að vera með allt þetta vana fólk og ekki síður áhöfnina sem var með allt sitt á tæru til að bregðast við svona ástandi.“ Síðastliðna daga hefur verið ófært vestur landleiðina. Búðir hafa ekki fengið vistir í um þrjá daga. „Þannig að þetta snýst ekki bara um okkur. Vonda veðrið, ófærðin og síðan þetta bitnar á öllu samfélaginu fyrir vestan.“ Samskonar bilun kom upp í Baldri síðastliðið sumar en þá var ferjan úr rekstri í um hálfan mánuð. Einari Sveini var mikið niðri fyrir þegar hann ítrekaði að ríkisstjórnin yrði að tryggja öruggari siglingarmáta. „Við erum að skammast út í að það sé gamalt skip hérna og láta það bitna á útgerðinni en ástæðan fyrir því að við erum ekki með betra og yngra skip er sú að ríkið semur ekki nema til eins árs í einu.“ Margir hafi varað því að nákvæmlega þessi staða eða verri gæti komið upp. Nú sé nóg komið og tími til kominn að stjórnvöld tryggi öryggi. Um sé að ræða ákveðna lífæð. „Menn verða að standa upp og ákveða hvort þetta eigi að vera öryggisventill okkar í samgöngum og flutningum á meðan ekki er búið að laga þessa farartálma sem eru á leiðinni vestur landleiðina þá verður þessi bátur að vera. Hann er lífæðin okkar“.
Ferjan Baldur Samgöngur Vesturbyggð Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira