Færeyski skattstjórinn segist ekkert kannast við staðhæfingu Samherja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. mars 2021 20:46 Færeyski skattstjórinn segist ekki hafa sagt Samherja að þeir væru ekki til rannsóknar í Færeyjum. Vísir/Sigurjón Færeyski skattstjórinn segist ekki hafa sagt Samherja að þeir væru ekki til rannsóknar í Færeyjum. Útgerðarfélagið hafnaði því í dag að það væri til rannsóknar. Skattstjórinn segir ljóst að um einhver konar misskilning sé að ræða. Fullyrt var í frétt á vef Ríkisútvarpsins í gær að rannsókn á mögulegum skattalagabrotum Samherja væri hafin í Færeyjum. Var þar vísað til ummæla Eyðuns Mørkøre, yfirmanns færeyska skattsins, sem hann lét falla í fréttaþætti færeyska sjónvarpsins á fimmtudagskvöld. „Mín fyrsta hugsun var: hér er skítamál á ferðinni,“ hafði RÚV eftir Mørkøre og var þar vísað til ásakana um að Samherji hefði misnotað skattareglur í Færeyjum til að komast hjá skattgreiðslum í Namibíu. Samherji sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann fullyrti að fyrirtækið hafi fengið staðfest frá Mørkøre að engin skattrannsókn sé hafin á hendur Samherja í Færeyjum. Hann hafi einnig staðfest að RÚV hafi haft rangt eftir honum. „Að sjálfsögðu verður „málið“ sem var talað um í þættinum „Tey ómettuligu“ kannað af skattinum, eins og ég sagði í Degi og viku þann 11. Mars,“ skrifar Mørkøre á Facebook, þar sem hann deilir frétt KVF um yfirlýsingu Samherja. Sjálvandi verður "málið" sum varð umtalað í sendingini "Tey ómettuligu" kannað av TAKS, eins og eg segði í Degi og viku...Posted by Eyðun Mørkøre on Saturday, March 13, 2021 „Ég hef ekki á nokkurn hátt vottað fyrir Samherja á Íslandi að eitthvað væri öðruvísi en það sem ég sagði í Degi og viku. Það mun vera einhver misskilningur,“ skrifar Mørkøre. Samherjaskjölin Færeyjar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Samherji segist ekki til skattrannsóknar í Færeyjum Útgerðarfélagið Samherji hafnar því að það sé til rannsóknar skattayfirvalda í Færeyjum. Það sakar Ríkisútvarpið um að snúa út úr ummælum yfirmanni færeyska skattsins í frétt sinni í gær. 13. mars 2021 10:42 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Fullyrt var í frétt á vef Ríkisútvarpsins í gær að rannsókn á mögulegum skattalagabrotum Samherja væri hafin í Færeyjum. Var þar vísað til ummæla Eyðuns Mørkøre, yfirmanns færeyska skattsins, sem hann lét falla í fréttaþætti færeyska sjónvarpsins á fimmtudagskvöld. „Mín fyrsta hugsun var: hér er skítamál á ferðinni,“ hafði RÚV eftir Mørkøre og var þar vísað til ásakana um að Samherji hefði misnotað skattareglur í Færeyjum til að komast hjá skattgreiðslum í Namibíu. Samherji sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann fullyrti að fyrirtækið hafi fengið staðfest frá Mørkøre að engin skattrannsókn sé hafin á hendur Samherja í Færeyjum. Hann hafi einnig staðfest að RÚV hafi haft rangt eftir honum. „Að sjálfsögðu verður „málið“ sem var talað um í þættinum „Tey ómettuligu“ kannað af skattinum, eins og ég sagði í Degi og viku þann 11. Mars,“ skrifar Mørkøre á Facebook, þar sem hann deilir frétt KVF um yfirlýsingu Samherja. Sjálvandi verður "málið" sum varð umtalað í sendingini "Tey ómettuligu" kannað av TAKS, eins og eg segði í Degi og viku...Posted by Eyðun Mørkøre on Saturday, March 13, 2021 „Ég hef ekki á nokkurn hátt vottað fyrir Samherja á Íslandi að eitthvað væri öðruvísi en það sem ég sagði í Degi og viku. Það mun vera einhver misskilningur,“ skrifar Mørkøre.
Samherjaskjölin Færeyjar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Samherji segist ekki til skattrannsóknar í Færeyjum Útgerðarfélagið Samherji hafnar því að það sé til rannsóknar skattayfirvalda í Færeyjum. Það sakar Ríkisútvarpið um að snúa út úr ummælum yfirmanni færeyska skattsins í frétt sinni í gær. 13. mars 2021 10:42 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Samherji segist ekki til skattrannsóknar í Færeyjum Útgerðarfélagið Samherji hafnar því að það sé til rannsóknar skattayfirvalda í Færeyjum. Það sakar Ríkisútvarpið um að snúa út úr ummælum yfirmanni færeyska skattsins í frétt sinni í gær. 13. mars 2021 10:42