Beittu vatnsþrýstidælum á mótmælendur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2021 23:13 Mótmælendur voru mun fleiri en leyfilegt er. EPA-EFE/EVERT ELZINGA Lögreglan í Hollandi beitti vatnsþrýstidælum á mótmælendur ríkisstjórnarinnar, og sóttvarnaaðgerðum þeirra, í almenningsgarði í Haag í dag. Um tvö þúsund manns voru saman komin í miðborginni til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum og öðrum stefnumálum ríkisstjórnarinnar. Lögreglumenn á hestum og óeirðalögreglan mættu á staðinn, beittu kylfum og lögregluhundum gegn mótmælendum eftir að þeir neituðu að yfirgefa svæðið að loknum mótmælum. Kjörstaðir opnuðu í gær vegna þingkosninga sem fara nú fram í landinu. Kjörstaðir verða opnir í þrjá daga vegna sóttvarnaaðgerða og til þess að forða því að of margir mæti á kjörstað hverju sinni. Yfirvöld höfðu gefið leyfi fyrir mótmælum, en aðeins fyrir 200 manns, en mun fleiri söfnuðust saman í miðborginni. Lestarsamgöngur inn í borgina voru stöðvaðar um tíma til þess að koma í veg fyrir að fleiri bættust í hóp mótmælenda. Lögregla handtók einhverja við mótmælin en nákvæm tala er óþekkt. Einhverjir voru handteknir í mótmælunum en óvíst er hve margir það voru.EPA-EFE/EVERT ELZINGA Myndband sem er í dreifingu á netinu sýnir lögreglumenn berja mótmælanda sem liggur í jörðinni með kylfum. Að sögn lögreglu hafði maðurinn ráðist á lögreglumenn með priki. Þá greindi hollenska lögreglan frá því í dag að lögreglumenn hafi skotið viðvörunarskoti af byssu þegar verið var að rýma svæðið. Það mál er nú til rannsóknar. „Það kann að vera að hér sé veira en það að loka öllu samfélaginu er allt of langt gengið,“ sagði Michel Koot, 68 ára mótmælandi, í samtali við fréttastofu AFP í dag. „Ég hef tekið eftir því að það er mjög auðvelt að taka mörg okkar réttindi í burt á augabragði og meirihluti fólks tekur ekki einu sinni eftir því en það er margt í gangi. Ég hef áhyggjur af því hvað þetta mun gera barnabörnum mínum,“ sagði hann. Lögregla nálgast fólk, sem mótmælir kórónuveiruaðgerðum, í Amsterdam í febrúar.EPA-EFE/EVERT ELZINGA Þetta eru ekki fyrstu mótmælin vegna sóttvarnaaðgerða sem farið hafa fram í Hollandi. Eftir að útgöngubann frá klukkan 21 til 4:30 var innleitt í janúar var mótmælt í fjölda hollenskra borga. Útgöngubann hafði þá ekki verið sett á frá því að Nasistar hertóku landið í síðari heimstyrjöld. Útgöngubannið mun gilda að minnsta kosti þar til í lok mars. Allar verslanir og fyrirtæki sem ekki eru talin nauðsynleg eru lokuð. Fleiri en tveir mega ekki koma saman. Meira en 1,1 milljón manns hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Hollandi frá upphafi faraldursins og meira en 16 þúsund hafa látist af völdum hennar. Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útgöngubann stjórnvalda stangast á við stjórnarskrá Dómstóll í Haag í Hollandi hefur beint því til þarlendra stjórnvalda að aflétta útgöngubanni sem komið hafði verið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. febrúar 2021 12:08 Fleiri hundruð mótmælendur handteknir víða um Evrópu Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla. 31. janúar 2021 22:23 Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. 26. janúar 2021 19:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Lögreglumenn á hestum og óeirðalögreglan mættu á staðinn, beittu kylfum og lögregluhundum gegn mótmælendum eftir að þeir neituðu að yfirgefa svæðið að loknum mótmælum. Kjörstaðir opnuðu í gær vegna þingkosninga sem fara nú fram í landinu. Kjörstaðir verða opnir í þrjá daga vegna sóttvarnaaðgerða og til þess að forða því að of margir mæti á kjörstað hverju sinni. Yfirvöld höfðu gefið leyfi fyrir mótmælum, en aðeins fyrir 200 manns, en mun fleiri söfnuðust saman í miðborginni. Lestarsamgöngur inn í borgina voru stöðvaðar um tíma til þess að koma í veg fyrir að fleiri bættust í hóp mótmælenda. Lögregla handtók einhverja við mótmælin en nákvæm tala er óþekkt. Einhverjir voru handteknir í mótmælunum en óvíst er hve margir það voru.EPA-EFE/EVERT ELZINGA Myndband sem er í dreifingu á netinu sýnir lögreglumenn berja mótmælanda sem liggur í jörðinni með kylfum. Að sögn lögreglu hafði maðurinn ráðist á lögreglumenn með priki. Þá greindi hollenska lögreglan frá því í dag að lögreglumenn hafi skotið viðvörunarskoti af byssu þegar verið var að rýma svæðið. Það mál er nú til rannsóknar. „Það kann að vera að hér sé veira en það að loka öllu samfélaginu er allt of langt gengið,“ sagði Michel Koot, 68 ára mótmælandi, í samtali við fréttastofu AFP í dag. „Ég hef tekið eftir því að það er mjög auðvelt að taka mörg okkar réttindi í burt á augabragði og meirihluti fólks tekur ekki einu sinni eftir því en það er margt í gangi. Ég hef áhyggjur af því hvað þetta mun gera barnabörnum mínum,“ sagði hann. Lögregla nálgast fólk, sem mótmælir kórónuveiruaðgerðum, í Amsterdam í febrúar.EPA-EFE/EVERT ELZINGA Þetta eru ekki fyrstu mótmælin vegna sóttvarnaaðgerða sem farið hafa fram í Hollandi. Eftir að útgöngubann frá klukkan 21 til 4:30 var innleitt í janúar var mótmælt í fjölda hollenskra borga. Útgöngubann hafði þá ekki verið sett á frá því að Nasistar hertóku landið í síðari heimstyrjöld. Útgöngubannið mun gilda að minnsta kosti þar til í lok mars. Allar verslanir og fyrirtæki sem ekki eru talin nauðsynleg eru lokuð. Fleiri en tveir mega ekki koma saman. Meira en 1,1 milljón manns hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Hollandi frá upphafi faraldursins og meira en 16 þúsund hafa látist af völdum hennar.
Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útgöngubann stjórnvalda stangast á við stjórnarskrá Dómstóll í Haag í Hollandi hefur beint því til þarlendra stjórnvalda að aflétta útgöngubanni sem komið hafði verið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. febrúar 2021 12:08 Fleiri hundruð mótmælendur handteknir víða um Evrópu Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla. 31. janúar 2021 22:23 Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. 26. janúar 2021 19:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Útgöngubann stjórnvalda stangast á við stjórnarskrá Dómstóll í Haag í Hollandi hefur beint því til þarlendra stjórnvalda að aflétta útgöngubanni sem komið hafði verið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. febrúar 2021 12:08
Fleiri hundruð mótmælendur handteknir víða um Evrópu Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla. 31. janúar 2021 22:23
Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. 26. janúar 2021 19:01