Húsbyggingar þola vel jarðskjálftaálagið undanfarið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. mars 2021 18:31 Jón Örvar Bjarnason sérfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Vísir/Sigurjón Sérfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir hús hér á landi þola vel langvarandi skjálftahrinu eins og staðið hefur undanfarið. Það sé ekki fyrr en skjálftar verð sex eða stærri að þeir geti haft áhrif á burðavirki húsa. Þó slíkur skjálfti yrði í tengslum við hrinuna á Reykjanesi þá yrði hann það fjarri byggð að hann myndi líklega ekki hafa áhrif á burðavirki húsa. Fimmtíu þúsund skjálftar hafa orðið frá því hrinan hófst. Frá því jarðskjalftahrinan hófst á Reykjanesi hafa orðið þar næstum fimmtíuþúsund jarðskjálftar. Sex á bilinu fimm til fimm komma sjö, 53 á bilinu fjórir til tæplega fimm og 524 þrír til tæplega fjórir að stærð. Skjálftar á Reykjanesi frá 24. febrúar 2021.Vísir/Sigurjón Jón Örvar Bjarnason sérfræðingur í tjóna-og áhættumati hjá Náttúruhamfaratryggingu segir að hús hér á landi standi af sér slíkt álag. „Það er í undantekningatilfellum að það verða skemmdir á burðavirkjum húsa í skjálftum sem eru undir sex. Á meðan skjálfti er ekki stærri en það getur húsið þolað mjög marga skjálfta. Þó það komi kannski minniháttar sprungur eða örfínar skemmdir þá er það ekki til að hafa áhyggjur af,“ segir Jón Örvar. Þyrftum marga skjálfta yfir sex til að þurfa að hafa áhyggjur Aðspurður um hvað þurfi þá til svo það verði mögulegar skemmdir á burðavirkjum húsa svarar Jón. „Við þyrftum mjög stóra og marga skjálfta til að þurfa að hafa áhyggjur. Það gæti haft þau áhrif að burðarþol húsa myndi smám saman minnka en það er ekki sú atburðarrás sem við erum að horfa uppá núna,“ segir Jón Örvar. Hann bendir á að ekkert hús hafi til dæmis hrunið í stóru Suðurlandsskjálftunum árin 2000 og 2008. „Þá varð tjón á burðavirkjum en ekkert hús hrundi hins vegar í þeim atburðum,“ segir hann. Hann segir að jafnvel þó það yrði skjálfti uppá 6,5 þá yrði hann það fjarri byggð að ólíklegt væri að hann hefði mikil áhrif á burðavirki húsa. „Flestir byggingar eru mjög langt frá upptökum slíks skjálfta þess vegna við höfum við mjög litlar áhyggjur af því að það yrðu meiriháttar skemmdir á húsnæði, hins vegar gæti orðið minniháttar tjón á mjög mörgum eignum því fjöldi þeirra er svo mikill á svæðinu. Náttúruhamfaratrygging hefur fengið alls 54 tjónatilkynningar frá því hrinan hófst. Langflestar eru í Reykjavík og Hafnarfirði átta úr Grindavík og ein frá Árborg og Akranesi. Langflestar tilkynningarnar eru minniháttar. Tjónatilkynningar eftir svæðum frá því jarðskjálftahrinan hófst í febrúar.Vísir/Sigurjón Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Húsnæðismál Tengdar fréttir Um 50 tjónatilkynningar frá ellefu sveitarfélögum frá upphafi jarðskjálftahrinu Framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands segir íslensk hús þola vel það stöðuga jarðskjálftaálag sem hefur verið undanfarið. Verði stórir skjálftar yfir sex geti skálftar eftir það haft áhrif á álagsþol húsa. Tæplega 50 tjónatilkynningar hafa orðið frá 24. febrúar. 15. mars 2021 12:12 Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið. 15. mars 2021 13:40 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Frá því jarðskjalftahrinan hófst á Reykjanesi hafa orðið þar næstum fimmtíuþúsund jarðskjálftar. Sex á bilinu fimm til fimm komma sjö, 53 á bilinu fjórir til tæplega fimm og 524 þrír til tæplega fjórir að stærð. Skjálftar á Reykjanesi frá 24. febrúar 2021.Vísir/Sigurjón Jón Örvar Bjarnason sérfræðingur í tjóna-og áhættumati hjá Náttúruhamfaratryggingu segir að hús hér á landi standi af sér slíkt álag. „Það er í undantekningatilfellum að það verða skemmdir á burðavirkjum húsa í skjálftum sem eru undir sex. Á meðan skjálfti er ekki stærri en það getur húsið þolað mjög marga skjálfta. Þó það komi kannski minniháttar sprungur eða örfínar skemmdir þá er það ekki til að hafa áhyggjur af,“ segir Jón Örvar. Þyrftum marga skjálfta yfir sex til að þurfa að hafa áhyggjur Aðspurður um hvað þurfi þá til svo það verði mögulegar skemmdir á burðavirkjum húsa svarar Jón. „Við þyrftum mjög stóra og marga skjálfta til að þurfa að hafa áhyggjur. Það gæti haft þau áhrif að burðarþol húsa myndi smám saman minnka en það er ekki sú atburðarrás sem við erum að horfa uppá núna,“ segir Jón Örvar. Hann bendir á að ekkert hús hafi til dæmis hrunið í stóru Suðurlandsskjálftunum árin 2000 og 2008. „Þá varð tjón á burðavirkjum en ekkert hús hrundi hins vegar í þeim atburðum,“ segir hann. Hann segir að jafnvel þó það yrði skjálfti uppá 6,5 þá yrði hann það fjarri byggð að ólíklegt væri að hann hefði mikil áhrif á burðavirki húsa. „Flestir byggingar eru mjög langt frá upptökum slíks skjálfta þess vegna við höfum við mjög litlar áhyggjur af því að það yrðu meiriháttar skemmdir á húsnæði, hins vegar gæti orðið minniháttar tjón á mjög mörgum eignum því fjöldi þeirra er svo mikill á svæðinu. Náttúruhamfaratrygging hefur fengið alls 54 tjónatilkynningar frá því hrinan hófst. Langflestar eru í Reykjavík og Hafnarfirði átta úr Grindavík og ein frá Árborg og Akranesi. Langflestar tilkynningarnar eru minniháttar. Tjónatilkynningar eftir svæðum frá því jarðskjálftahrinan hófst í febrúar.Vísir/Sigurjón
Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Húsnæðismál Tengdar fréttir Um 50 tjónatilkynningar frá ellefu sveitarfélögum frá upphafi jarðskjálftahrinu Framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands segir íslensk hús þola vel það stöðuga jarðskjálftaálag sem hefur verið undanfarið. Verði stórir skjálftar yfir sex geti skálftar eftir það haft áhrif á álagsþol húsa. Tæplega 50 tjónatilkynningar hafa orðið frá 24. febrúar. 15. mars 2021 12:12 Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið. 15. mars 2021 13:40 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Um 50 tjónatilkynningar frá ellefu sveitarfélögum frá upphafi jarðskjálftahrinu Framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands segir íslensk hús þola vel það stöðuga jarðskjálftaálag sem hefur verið undanfarið. Verði stórir skjálftar yfir sex geti skálftar eftir það haft áhrif á álagsþol húsa. Tæplega 50 tjónatilkynningar hafa orðið frá 24. febrúar. 15. mars 2021 12:12
Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið. 15. mars 2021 13:40