Ný íslensk CrossFit stjarna: Jóhanna Júlía í öðru sæti í 21.1 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2021 08:30 Jóhanna Júlía Júlíusdóttir stimplaði sig inn með frábærri frammistöðu sinni í 21.1 en það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu hjá henni. Instagram/@johannajuliusdottir Ísland á fulltrúa í toppbaráttunni í The Open í ár þrátt fyrir að Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir verði ekki þar í ár. Ný íslensk CrossFit stjarna minnti á sig í 21.1. Suðurnesin misstu út glæsilegan fulltrúa í opna hluta heimsleikanna í CrossFit þegar Sara Sigmundsdóttir sleit krossband nokkrum dögum áður en að tímabilið hófst. Önnur suðurnesjamær tók hins vegar upp hanskann fyrir Söru í fyrsta hlutanum. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir byrjaði Open frábærlega og náði öðrum besta árangrinum af öllum CrossFit konum heimsins. Það var aðeins hin norska Andrea Solberg sem gerði betur. Jóhanna Júlía kláraði æfinguna á 11 mínútum og 2 sekúndum en Solberg var tólf sekúndum á undan henni. Þriðja var síðan hin bandaríska Danielle Brandon, þremur sekúndum á eftir Jóhönnu. View this post on Instagram A post shared by Jóhanna Júlía Júlíusdóttir (@johannajuliusdottir) Jóhanna Júlía er greinilega í frábæru formi í ár en hún tryggði sér sigur í CrossFit keppni Reykjavíkurleikanna í janúarmánuði. Jóhanna Júlía var sem dæmi næstum því einni og hálfri mínútu á undan Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem kláraði á 12:30 og endaði í 29. sæti. Þuríður Erla Helgadóttir var síðan í 31. sæti á 12:39. Anníe Mist Þórisdóttir varð í 668. sæti í fyrsta hlutanum. Björgvin Karl Guðmundsson varð efstur af íslensku strákunum en hann kláraði æfinguna á 11 mínútum og 47 sekúndum sem skilaði honum í fjórtánda sætið. Argentínumaðurinn Felipe Costa kláraði fyrstur á 10:54. Ingimar Jónsson varð næstur Íslendinga á eftir BKG en hann endaði í 40. sæti á 12:31. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Sjá meira
Suðurnesin misstu út glæsilegan fulltrúa í opna hluta heimsleikanna í CrossFit þegar Sara Sigmundsdóttir sleit krossband nokkrum dögum áður en að tímabilið hófst. Önnur suðurnesjamær tók hins vegar upp hanskann fyrir Söru í fyrsta hlutanum. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir byrjaði Open frábærlega og náði öðrum besta árangrinum af öllum CrossFit konum heimsins. Það var aðeins hin norska Andrea Solberg sem gerði betur. Jóhanna Júlía kláraði æfinguna á 11 mínútum og 2 sekúndum en Solberg var tólf sekúndum á undan henni. Þriðja var síðan hin bandaríska Danielle Brandon, þremur sekúndum á eftir Jóhönnu. View this post on Instagram A post shared by Jóhanna Júlía Júlíusdóttir (@johannajuliusdottir) Jóhanna Júlía er greinilega í frábæru formi í ár en hún tryggði sér sigur í CrossFit keppni Reykjavíkurleikanna í janúarmánuði. Jóhanna Júlía var sem dæmi næstum því einni og hálfri mínútu á undan Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem kláraði á 12:30 og endaði í 29. sæti. Þuríður Erla Helgadóttir var síðan í 31. sæti á 12:39. Anníe Mist Þórisdóttir varð í 668. sæti í fyrsta hlutanum. Björgvin Karl Guðmundsson varð efstur af íslensku strákunum en hann kláraði æfinguna á 11 mínútum og 47 sekúndum sem skilaði honum í fjórtánda sætið. Argentínumaðurinn Felipe Costa kláraði fyrstur á 10:54. Ingimar Jónsson varð næstur Íslendinga á eftir BKG en hann endaði í 40. sæti á 12:31. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Sjá meira