Toppliðin töpuðu bæði í kvennakörfunni: Gaupi fór yfir leiki gærkvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2021 17:00 Eva Margrét Kristjánsdóttir og félagar í Haukaliðunu unnu sinn þriðja sigur í röð í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Það voru óvænt úrslit í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi þar sem topplið Vals og Keflavíkur þurftu bæði að sætta sig við tap fyrir liði úr neðri hluta deildarinnar. Guðjón Guðmundsson tók saman það sem gerðist í fjórtándu umferðinni sem fór öll fram í gær og lið KR, Breiðabliks, Hauka og Fjölnis fögnuðu sigri. Breiðablik og KR unnu topplið deildarinnar og bæði Haukar og Fjölnir unnu sinn þriðja leik í röð. Haukarnir eru nú bara tveimur stigum á eftir toppliðum Vals og Keflavíkur en Fjölnir er aftur á móti komið með sex stiga forskot á Skallagrím í baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. KR komst líka upp að hlið Snæfelli í neðstu sætum deildarinnar og Blikar eru á lygnum sjó eftir sigur sinn í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins og tók saman sjónvarpsfrétt sem má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi fór yfir fjórtándu umferð Domino´s deildar kvenna KR-konur unnu óvæntan 81-75 sigur á Keflavík í Keflavík. KR-liðið hafði aðeins unnið einn af þrettán leikjum sínum fyrir leikinn og Keflavíkurliðið aðeins tapað tveimur leikjum samanlagt. Keflavíkurliðið missti hina bandarísku Daniela Wallen Morillo af velli undir lok fyrri hálflsiek og spilaði hún ekki meira í leiknum. KR-konur unnu næstu fimm mínútur 20-3 og lögðu með því grunninn að sigrinum sem var þó naumur í lokin. Finninn Annika Holopainen var stigahæst hjá KR með 23 stig, Taryn McCutcheon skoraði 17 stig og tók 14 fráköst og Ástrós Lena Ægisdóttir var með 13 stig. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 19 stig fyrir Keflavík og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var með 17 stig og 12 fráköst. Breiðablik vann fimm stiga sigur á Val, 74-69, þar sem Blikarnir voru næstum því búnar að missa frá sér sigurinn í lokin. Blikar misstu niður 62-48 forystu í 66-67 á sjö mínútum en gerðu síðan vel í að klára leikinn á æsispennandi lokamínútum. Jessica Kay Loera var frábær með 20 stig, 13 stoðsendingar og 5 stolna bolta og Iva Georgieva skoraði 20 stig. Eydís Eva Þórisdóttir var stigahæst hjá Val með 13 stig en Valsliðið lék án þriggja landsliðskvenna í leiknum. Hildur Björg Kjartansdóttir og Dagbjört Dögg Karlsdóttir misstu af leiknum vegna meiðsla og Guðbjörg Sverrisdóttir meiddist í upphafi leiks. Alyesha Lovett var með 22 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar í 73-69 sigri Hauka á Skallagrími en tvíburasysturnar Bríet Sif Hinriksdóttir (13 stig) og Sara Rún Hinriksdóttir (12 stig) komu henni næstar í stigaskorun. Keira Robinson skoraði 30 stig fyrir Skallagrím auk þess að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Ariel Hearn bauð upp á 19 stig, 17 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Fjölnir vann 79-71 sigur á Snæfelli en Lina Pikciuté var með 18 stig og 14 fráköst. Sara Djassi skoraði 14 stig og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir var með 13 stig. Haiden Palmer var atkvæðamest hjá Snæfelli með 29 stig, 22 fráköst og 6 stoðsendingar. Dominos-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Leik lokið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira
Guðjón Guðmundsson tók saman það sem gerðist í fjórtándu umferðinni sem fór öll fram í gær og lið KR, Breiðabliks, Hauka og Fjölnis fögnuðu sigri. Breiðablik og KR unnu topplið deildarinnar og bæði Haukar og Fjölnir unnu sinn þriðja leik í röð. Haukarnir eru nú bara tveimur stigum á eftir toppliðum Vals og Keflavíkur en Fjölnir er aftur á móti komið með sex stiga forskot á Skallagrím í baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. KR komst líka upp að hlið Snæfelli í neðstu sætum deildarinnar og Blikar eru á lygnum sjó eftir sigur sinn í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins og tók saman sjónvarpsfrétt sem má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi fór yfir fjórtándu umferð Domino´s deildar kvenna KR-konur unnu óvæntan 81-75 sigur á Keflavík í Keflavík. KR-liðið hafði aðeins unnið einn af þrettán leikjum sínum fyrir leikinn og Keflavíkurliðið aðeins tapað tveimur leikjum samanlagt. Keflavíkurliðið missti hina bandarísku Daniela Wallen Morillo af velli undir lok fyrri hálflsiek og spilaði hún ekki meira í leiknum. KR-konur unnu næstu fimm mínútur 20-3 og lögðu með því grunninn að sigrinum sem var þó naumur í lokin. Finninn Annika Holopainen var stigahæst hjá KR með 23 stig, Taryn McCutcheon skoraði 17 stig og tók 14 fráköst og Ástrós Lena Ægisdóttir var með 13 stig. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 19 stig fyrir Keflavík og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var með 17 stig og 12 fráköst. Breiðablik vann fimm stiga sigur á Val, 74-69, þar sem Blikarnir voru næstum því búnar að missa frá sér sigurinn í lokin. Blikar misstu niður 62-48 forystu í 66-67 á sjö mínútum en gerðu síðan vel í að klára leikinn á æsispennandi lokamínútum. Jessica Kay Loera var frábær með 20 stig, 13 stoðsendingar og 5 stolna bolta og Iva Georgieva skoraði 20 stig. Eydís Eva Þórisdóttir var stigahæst hjá Val með 13 stig en Valsliðið lék án þriggja landsliðskvenna í leiknum. Hildur Björg Kjartansdóttir og Dagbjört Dögg Karlsdóttir misstu af leiknum vegna meiðsla og Guðbjörg Sverrisdóttir meiddist í upphafi leiks. Alyesha Lovett var með 22 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar í 73-69 sigri Hauka á Skallagrími en tvíburasysturnar Bríet Sif Hinriksdóttir (13 stig) og Sara Rún Hinriksdóttir (12 stig) komu henni næstar í stigaskorun. Keira Robinson skoraði 30 stig fyrir Skallagrím auk þess að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Ariel Hearn bauð upp á 19 stig, 17 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Fjölnir vann 79-71 sigur á Snæfelli en Lina Pikciuté var með 18 stig og 14 fráköst. Sara Djassi skoraði 14 stig og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir var með 13 stig. Haiden Palmer var atkvæðamest hjá Snæfelli með 29 stig, 22 fráköst og 6 stoðsendingar.
Dominos-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Leik lokið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira