Krefjast þess að fá sæti við borðið þar sem loftslagsmálin eru rædd Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2021 12:41 Verkalýðshreyfingin þarf að eiga sæti við borðið til að hægt sé að tryggja réttlát umskipti yfir í kolefnislaust samfélag. BSRB Verkalýðshreyfingin þarf að eiga sæti við borðið til að hægt sé að tryggja réttlát umskipti yfir í kolefnislaust samfélag. Verkalýðshreyfingin þarf að eiga sæti við borðið til að hægt sé að tryggja réttlát umskipti yfir í kolefnislaust samfélag. Loftslagsmál er líka hagsmunamál launþega. Þetta segir hagfræðingur BSRB. Ný skýrsla ASÍ, BHM og BSRB sem unnin er í samvinnu við norræn og þýsk bandalög stéttarfélaga varpar ljósi á stöðu Íslands og kröfur verkalýðshreyfingarinnar um réttlát umskipti. Stéttarfélögin leggja til að vinnuhópi verði komið á fót sem hafi það hlutverk að leggja grunninn að stefnu um réttlát umskipti á Íslandi. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB var spurð hvað fælist í réttlátum umskiptum í loftslagsmálum. „Það þarf að hámarka áhrifin af aðgerðum til að ná kolefnishlutleysi en lágmarka kostnaðinn sem launafólk og almenningur þarf að bera af þeim aðgerðum.“ Vilja koma að stefnumótun Gæta þurfi að því að kostnaður dreifist ekki með ósanngjörnum hætti. Sigríður segir að hingað til hafi verkalýðshreyfingin ekki átt sæti við borðið þar sem stefna og aðgerðir til að draga úr losun eru mótaðar. „Við teljum það algjörlega fráleitt því þarna eru ríkir hagsmunir launafólks og almennings og við eigum að sitja við borðið þar sem verið er að fjalla um slíka hagsmuni. Við erum vön því í málefnum sem varða atvinnuleysistryggingar, lífeyrismál, húsnæðismál og fæðingarorlof. Loftslagsmálin eru líka stórt hagsmunamál fyrir launafólk og almenning.“ Kalla eftir greiningu á áhrifum á vinnumarkað Stjórnvöld verði að tryggja fólki atvinnu- og afkomuöryggi. Ekki sé ljóst hvers konar áhrif breytingarnar muni hafa á vinnumarkað. „Því hefur aldrei verið gefinn gaumur af stjórnvöldum og það verður að gera greiningu á því svo við áttum okkur á þessu. Þetta tengist líka fjórðu iðnbyltingunni. Störf munu hverfa. Þetta tengist allt og þetta þarf að skoða sérstaklega og grípa til ráðstafana svo fólk styðji þær breytingar sem nauðsynlegar eru.“ Bregðast þurfi við sem allra fyrst. „Við höfum tíu ár til stefnu til að forða mestu hamförunum og það segir sig sjálft að þá þurfa að verða breytingar á framleiðsluferlum, orkunotkun og neyslumynstri en það eru líka gríðarleg tækifæri til að fjárfesta í lausnum sem eru loftslagsvænar.“ Skapa þurfi ný störf og góð störf sem séu loftslagsvæn. „Og þá skiptir máli að fólk fái tækifæri til að mennta sig fyrir ný störf og hafi atvinnu og afkomuöryggi þannig að það er alls ekki þannig að þetta beri dauðann í sér heldur verðum við að vera hugrökk og framsækin til að nýta þau tækifæri sem við höfum.“ Loftslagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Verkalýðshreyfingin þarf að eiga sæti við borðið til að hægt sé að tryggja réttlát umskipti yfir í kolefnislaust samfélag. Loftslagsmál er líka hagsmunamál launþega. Þetta segir hagfræðingur BSRB. Ný skýrsla ASÍ, BHM og BSRB sem unnin er í samvinnu við norræn og þýsk bandalög stéttarfélaga varpar ljósi á stöðu Íslands og kröfur verkalýðshreyfingarinnar um réttlát umskipti. Stéttarfélögin leggja til að vinnuhópi verði komið á fót sem hafi það hlutverk að leggja grunninn að stefnu um réttlát umskipti á Íslandi. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB var spurð hvað fælist í réttlátum umskiptum í loftslagsmálum. „Það þarf að hámarka áhrifin af aðgerðum til að ná kolefnishlutleysi en lágmarka kostnaðinn sem launafólk og almenningur þarf að bera af þeim aðgerðum.“ Vilja koma að stefnumótun Gæta þurfi að því að kostnaður dreifist ekki með ósanngjörnum hætti. Sigríður segir að hingað til hafi verkalýðshreyfingin ekki átt sæti við borðið þar sem stefna og aðgerðir til að draga úr losun eru mótaðar. „Við teljum það algjörlega fráleitt því þarna eru ríkir hagsmunir launafólks og almennings og við eigum að sitja við borðið þar sem verið er að fjalla um slíka hagsmuni. Við erum vön því í málefnum sem varða atvinnuleysistryggingar, lífeyrismál, húsnæðismál og fæðingarorlof. Loftslagsmálin eru líka stórt hagsmunamál fyrir launafólk og almenning.“ Kalla eftir greiningu á áhrifum á vinnumarkað Stjórnvöld verði að tryggja fólki atvinnu- og afkomuöryggi. Ekki sé ljóst hvers konar áhrif breytingarnar muni hafa á vinnumarkað. „Því hefur aldrei verið gefinn gaumur af stjórnvöldum og það verður að gera greiningu á því svo við áttum okkur á þessu. Þetta tengist líka fjórðu iðnbyltingunni. Störf munu hverfa. Þetta tengist allt og þetta þarf að skoða sérstaklega og grípa til ráðstafana svo fólk styðji þær breytingar sem nauðsynlegar eru.“ Bregðast þurfi við sem allra fyrst. „Við höfum tíu ár til stefnu til að forða mestu hamförunum og það segir sig sjálft að þá þurfa að verða breytingar á framleiðsluferlum, orkunotkun og neyslumynstri en það eru líka gríðarleg tækifæri til að fjárfesta í lausnum sem eru loftslagsvænar.“ Skapa þurfi ný störf og góð störf sem séu loftslagsvæn. „Og þá skiptir máli að fólk fái tækifæri til að mennta sig fyrir ný störf og hafi atvinnu og afkomuöryggi þannig að það er alls ekki þannig að þetta beri dauðann í sér heldur verðum við að vera hugrökk og framsækin til að nýta þau tækifæri sem við höfum.“
Loftslagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira