Mourinho æfur: „Fótbolti er ekki bara fyrir leikmenn sem halda að þeir séu betri en aðrir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 13:00 José Mourinho sakaði sína menn um að bera ekki nógu mikla virðingu fyrir leiknum gegn Dinamo Zagreb. ap/Darko Bandic José Mourinho hefur oft verið sakaður um að leggja rútunni en í gær henti hann leikmönnum Tottenham undir rútuna svo gripið sé í aðra slælega hráþýðingu. Tottenham féll úr leik í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær eftir 3-0 tap fyrir Dinamo Zagreb á útivelli. Spurs vann fyrri leikinn, 2-0, og var því í afar góðri stöðu fyrir leikinn í gær. Mislav Orsic skoraði öll mörk Dinamo en sigurmarkið kom í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. Mourinho var afar ósáttur með frammistöðu Totttenham í leiknum í Zagreb í gær og sakaði sína menn um að leggja sig ekki nóg fram. „Þeir skildu blóð, orku og tár eftir inni í vellinum og í lokin jafnvel gleðitár. Þeir voru mjög auðmjúkir og einbeittir. Ég verð að hrósa þeim,“ sagði Mourinho sem fór inn í búningsklefa Dinamo eftir leikinn og óskaði leikmönnum liðsins til hamingju með sigurinn. Say what you want about Jose Mourinho, but walking into the Dinamo Zagreb dressing room to congratulate them is pure class pic.twitter.com/i30VqJ3xA7— Hayters TV (@HaytersTV) March 19, 2021 Mourinho sakaði Tottenham-menn um að bera ekki nógu mikla virðingu fyrir leiknum og andstæðingnum. „Aftur á móti leit ekki út fyrir að mitt lið - og ég endurtek, mitt lið - ekki út fyrir að vera að spila mikilvægan leik. Ef leikurinn var ekki mikilvægur fyrir alla þá var hann mikilvægur fyrir mig. Ég er vonsvikinn yfir muninum á viðhorfi liðanna. Ég er svekktur að það vantaði ekki bara grunnatriði fótboltans heldur lífsins, sem er að virða starfið okkar og leggja okkur alla fram, hjá mínu liði,“ sagði Mourinho. „Ég get bara beðið stuðningsmenn Tottenham afsökunar. Vonandi líður þeim eins og mér. Í dag var þetta upp á líf og dauða og á þessu augnabliki dóum við.“ Mourinho var ekki hættur og hélt áfram að gagnrýna viðhorf sinna manna. „Af virðingu við ferilinn minn og starfið mitt er hver leikur mikilvægur. Fyrir hvern einasta stuðningsmann Tottenham skiptir hver einasti leikur máli. Við þurfum viðhorfsbreytingu. Ég er miklu meira en sorgmæddur,“ sagði Portúgalinn. „Fótbolti er ekki bara fyrir leikmenn sem halda að þeir séu betri en aðrir. Viðhorf er aðalatriðið í fótbolta og þar höfðu þeir yfirhöndina.“ Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho áhyggjufullur eftir hörmulegt tap Tottenham | Myndband José Mourinho var myrkur í máli er hann ræddi við blaðamenn að loknu 3-0 tapi Tottenham Hotspur gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Með því er Tottenham dottið út úr Evrópudeildinni og möguleikar liðsins á að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta ári orðnir litlir sem engir. 18. mars 2021 21:46 Tottenham úr leik eftir ótrúlegt tap gegn Dinamo Zagreb Dinamo Zagreb gerði sér lítið fyrir og sló Tottenham Hotspur út úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Lokatölur 3-0 í framlengdum leik en heimamenn í Zagreb voru 2-0 yfir að loknum venjulegum leiktíma. 18. mars 2021 20:30 Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Í beinni: Liverpool - Man. City | Stórleikur á Anfield Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sjá meira
Tottenham féll úr leik í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær eftir 3-0 tap fyrir Dinamo Zagreb á útivelli. Spurs vann fyrri leikinn, 2-0, og var því í afar góðri stöðu fyrir leikinn í gær. Mislav Orsic skoraði öll mörk Dinamo en sigurmarkið kom í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. Mourinho var afar ósáttur með frammistöðu Totttenham í leiknum í Zagreb í gær og sakaði sína menn um að leggja sig ekki nóg fram. „Þeir skildu blóð, orku og tár eftir inni í vellinum og í lokin jafnvel gleðitár. Þeir voru mjög auðmjúkir og einbeittir. Ég verð að hrósa þeim,“ sagði Mourinho sem fór inn í búningsklefa Dinamo eftir leikinn og óskaði leikmönnum liðsins til hamingju með sigurinn. Say what you want about Jose Mourinho, but walking into the Dinamo Zagreb dressing room to congratulate them is pure class pic.twitter.com/i30VqJ3xA7— Hayters TV (@HaytersTV) March 19, 2021 Mourinho sakaði Tottenham-menn um að bera ekki nógu mikla virðingu fyrir leiknum og andstæðingnum. „Aftur á móti leit ekki út fyrir að mitt lið - og ég endurtek, mitt lið - ekki út fyrir að vera að spila mikilvægan leik. Ef leikurinn var ekki mikilvægur fyrir alla þá var hann mikilvægur fyrir mig. Ég er vonsvikinn yfir muninum á viðhorfi liðanna. Ég er svekktur að það vantaði ekki bara grunnatriði fótboltans heldur lífsins, sem er að virða starfið okkar og leggja okkur alla fram, hjá mínu liði,“ sagði Mourinho. „Ég get bara beðið stuðningsmenn Tottenham afsökunar. Vonandi líður þeim eins og mér. Í dag var þetta upp á líf og dauða og á þessu augnabliki dóum við.“ Mourinho var ekki hættur og hélt áfram að gagnrýna viðhorf sinna manna. „Af virðingu við ferilinn minn og starfið mitt er hver leikur mikilvægur. Fyrir hvern einasta stuðningsmann Tottenham skiptir hver einasti leikur máli. Við þurfum viðhorfsbreytingu. Ég er miklu meira en sorgmæddur,“ sagði Portúgalinn. „Fótbolti er ekki bara fyrir leikmenn sem halda að þeir séu betri en aðrir. Viðhorf er aðalatriðið í fótbolta og þar höfðu þeir yfirhöndina.“ Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho áhyggjufullur eftir hörmulegt tap Tottenham | Myndband José Mourinho var myrkur í máli er hann ræddi við blaðamenn að loknu 3-0 tapi Tottenham Hotspur gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Með því er Tottenham dottið út úr Evrópudeildinni og möguleikar liðsins á að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta ári orðnir litlir sem engir. 18. mars 2021 21:46 Tottenham úr leik eftir ótrúlegt tap gegn Dinamo Zagreb Dinamo Zagreb gerði sér lítið fyrir og sló Tottenham Hotspur út úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Lokatölur 3-0 í framlengdum leik en heimamenn í Zagreb voru 2-0 yfir að loknum venjulegum leiktíma. 18. mars 2021 20:30 Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Í beinni: Liverpool - Man. City | Stórleikur á Anfield Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sjá meira
Mourinho áhyggjufullur eftir hörmulegt tap Tottenham | Myndband José Mourinho var myrkur í máli er hann ræddi við blaðamenn að loknu 3-0 tapi Tottenham Hotspur gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Með því er Tottenham dottið út úr Evrópudeildinni og möguleikar liðsins á að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta ári orðnir litlir sem engir. 18. mars 2021 21:46
Tottenham úr leik eftir ótrúlegt tap gegn Dinamo Zagreb Dinamo Zagreb gerði sér lítið fyrir og sló Tottenham Hotspur út úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Lokatölur 3-0 í framlengdum leik en heimamenn í Zagreb voru 2-0 yfir að loknum venjulegum leiktíma. 18. mars 2021 20:30