Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2021 12:29 Skipið lagðist að bryggju í Reyðarfirði á laugardag. Staðfest er að tíu séu með COVID-19. Vísir/Vilhelm Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. Þegar súrálsflutningaskipið lagðist að bryggju í Reyðarfirði á laugardag voru sjö með væg einkenni en sýnataka leiddi í ljós að tíu hafi smitast af COVID-19 sjúkdómnum. Skipið kemur frá Brasilíu og flytur súrál frá Suður-Ameríku til Evrópu. Því er enginn Íslendingur um borð. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að þessa stundina sé enginn alvarlega veikur um borð. „Við komuna á laugardag voru skipverjarnir sjö talsins sem höfðu væg einkenni eingöngu og það hefur nokkuð haldið sér síðan en það getur auðvitað breyst og er fylgst vel með af hálfu sóttvarnayfirvalda hér. Eins og staðan er núna þá vitum við ekki annað en að allir séu við þokkalega heilsu.“ Þeir sem greindust jákvæðir í sýnatöku eru í einangrun og hinir eru í sóttkví um borð í skipinu. Eru einhverjar líkur á að smit geti borist út í samfélagið? „Það er allt gert til að koma í veg fyrir það. Engin samskipti eru við skipverjanna; enginn fer um borð nema heilbrigðisstarfsmenn og enginn fer frá borði þannig að það á ekki að vera nein hætta á smiti að við teljum.“ Sóttvarnayfirvöld eru í viðbragðsstöðu og fylgst er með líðan skipverjanna. „Af hálfu sóttvarnayfirvalda hér þá er fylgst vel með skipverjunum og gott samband er þar á milli og það er staðan eins og hún er núna. Brugðist verður við ef ástæða þykir til en annars er „status quo ástand um borð á meðan frekari veikindi gera ekki vart við sig og þau verða ekki alvarlegri en þau þó eru núna.“ Fjarðabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áliðnaður Tengdar fréttir Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. 22. mars 2021 11:15 Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví. 22. mars 2021 10:46 Tíu skipverjar af nítján reyndust smitaðir af Covid-19 Súrálsskip með nítján manna áhöfn kom til Reyðarfjarðar í gær og lagði að Mjóeyrarhöfn, en sjö manns í áhöfn skipsins voru þá veikir. 21. mars 2021 21:54 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Þegar súrálsflutningaskipið lagðist að bryggju í Reyðarfirði á laugardag voru sjö með væg einkenni en sýnataka leiddi í ljós að tíu hafi smitast af COVID-19 sjúkdómnum. Skipið kemur frá Brasilíu og flytur súrál frá Suður-Ameríku til Evrópu. Því er enginn Íslendingur um borð. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að þessa stundina sé enginn alvarlega veikur um borð. „Við komuna á laugardag voru skipverjarnir sjö talsins sem höfðu væg einkenni eingöngu og það hefur nokkuð haldið sér síðan en það getur auðvitað breyst og er fylgst vel með af hálfu sóttvarnayfirvalda hér. Eins og staðan er núna þá vitum við ekki annað en að allir séu við þokkalega heilsu.“ Þeir sem greindust jákvæðir í sýnatöku eru í einangrun og hinir eru í sóttkví um borð í skipinu. Eru einhverjar líkur á að smit geti borist út í samfélagið? „Það er allt gert til að koma í veg fyrir það. Engin samskipti eru við skipverjanna; enginn fer um borð nema heilbrigðisstarfsmenn og enginn fer frá borði þannig að það á ekki að vera nein hætta á smiti að við teljum.“ Sóttvarnayfirvöld eru í viðbragðsstöðu og fylgst er með líðan skipverjanna. „Af hálfu sóttvarnayfirvalda hér þá er fylgst vel með skipverjunum og gott samband er þar á milli og það er staðan eins og hún er núna. Brugðist verður við ef ástæða þykir til en annars er „status quo ástand um borð á meðan frekari veikindi gera ekki vart við sig og þau verða ekki alvarlegri en þau þó eru núna.“
Fjarðabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áliðnaður Tengdar fréttir Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. 22. mars 2021 11:15 Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví. 22. mars 2021 10:46 Tíu skipverjar af nítján reyndust smitaðir af Covid-19 Súrálsskip með nítján manna áhöfn kom til Reyðarfjarðar í gær og lagði að Mjóeyrarhöfn, en sjö manns í áhöfn skipsins voru þá veikir. 21. mars 2021 21:54 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. 22. mars 2021 11:15
Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví. 22. mars 2021 10:46
Tíu skipverjar af nítján reyndust smitaðir af Covid-19 Súrálsskip með nítján manna áhöfn kom til Reyðarfjarðar í gær og lagði að Mjóeyrarhöfn, en sjö manns í áhöfn skipsins voru þá veikir. 21. mars 2021 21:54