Lárus: Set spurningarmerki við vinnubrögð dómaranefndar Árni Jóhannsson skrifar 22. mars 2021 20:40 Lárus er að gera góða hluti í Þorlákshöfn. vísir/hulda margrét Lárus var sáttur við sigur sinna manna á ÍR í kvöld en hafði áhyggjur af töpuðum boltum hjá sínum mönnum. Leikar enduðu 98-104 og Þór Þ. fer í annað sætið. Hann þurfti síðan að ræða kæru dómaranefndar á Adomas Drungilas og setur stórt spurningarmerki við verklagið hjá nefndinni. „Vörnin hjá ÍR var bara mjög þétt og þeir þröngvuðu okkur í rosalega marga bolta en við töpuðum 24 töpuðum boltum. Mér finnst eiginlega ótrúlegt að við höfum unnið leikinn eftir að hafa tapað 24 boltum“, voru fyrstu viðbrögð Lárusar Jónssonar þegar hann var spurður að því hvað hefði skilað sigri Þórs frá Þorlákshöfn í Seljaskóla í kvöld. Hann hélt áfram: „Mér fannst svo vörnin hjá okkur í fjórða leikhluta loka þessum leik þar sem við héldum þeim í 15 stigum. Svo fórum við að frákasta betur. Við vorum að ná sóknarfráköstum sem gáfu okkur annan séns og að endingu gaf það okkur slagkraft til að klára leikinn.“ Lárus var síðan spurður að því hvort það væri eitthvað sem hann þyrfti að hafa áhyggjur af einhverju fyrir komandi leiki eftir að hafa séð sína menn í kvöld. „Já tapaðir boltar. Við þurfum að passa upp á boltann betur.“ Dómaranefnd hefur kært Adomas Drungilas, leikmann Þórs, fyrir atvik sem gerðist í leiknum á móti Stjörnunni í seinustu umferð. Þórsara fréttu af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld og er óhætt að segja að Lárusi finnist vinnubrögðin skrýtin. „Dómaranefnd er að kæra atvik sem er augljóslega er óviljaverk hjá Adomas. Það er mjög skrýtið, því að við vitum ekki almennilega hvaða atriði dómaranefnd er að velja til að kæra en við höldum að atvikið sem um ræðir sé algjört óviljaverk. Ég hef rætt við dómaranefndina varðandi atriði þar sem menn eru að gera hluti viljandi en það er látið kjurt liggja.“ „Svo er annað sem mér finnst mjög skrýtið en við fréttum fyrst af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Þannig að fjölmiðlar vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað atvik fyrir áður en þeir aðilar sem eiga hlut í máli fá að vita af því. Þannig að ég þarf að setja stór spurningarmerki við vinnubrögðin hjá dómaranefndinni. Hver er tilgangurinn að fjölmiðlar viti af þessu áður en að við fáum að vita af málinu. Við fengum kæruna á hádegi á laugardegi en það er fjallað um þetta í Körfuboltakvöldi klukkan hálf ellefur á föstudagskvöldi. Það er það fyrsta sem við vitum um málið. Ég set stórt spurningarmerki við þetta. “ Lárus var þá næst spurður út í atvik sem gerðist í leiknum sem var að klárast en Zvonko Buljan braut mjög harkalega á Drungilas. Munu Þórsarar ræða við dómaranefndina um það atvik? „Ég bara veit það ekki. Ég veit ekki hvernig vinnubrögðin eru. Hvort dómararnir ákveða þetta sjálfir eða að nefndin skoði þetta. Það er bara ein leið fyrir aðila í Körfuboltakvöldi til að vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað fyrir. Hverjir eru það sem láta Körfuboltakvöld fá þessar upplýsingar? Það þurfa einhverjir að svara þessum spurningum.“ Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Þór Þ. 98-104| Þór frá Þorlákshöfn endurheimti 2. sætið eftir kaflaskiptan leik Þór Þ. vann ÍR í leik sem best er lýst sem kaflaskiptum en á endanum skiptir máli að skora fleiri stig en andstæðingurinn og það gerði Þór Þ. 22. mars 2021 20:00 Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins NFL stórstjarnan trúlofaðist Hollywood stjörnu Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sjá meira
„Vörnin hjá ÍR var bara mjög þétt og þeir þröngvuðu okkur í rosalega marga bolta en við töpuðum 24 töpuðum boltum. Mér finnst eiginlega ótrúlegt að við höfum unnið leikinn eftir að hafa tapað 24 boltum“, voru fyrstu viðbrögð Lárusar Jónssonar þegar hann var spurður að því hvað hefði skilað sigri Þórs frá Þorlákshöfn í Seljaskóla í kvöld. Hann hélt áfram: „Mér fannst svo vörnin hjá okkur í fjórða leikhluta loka þessum leik þar sem við héldum þeim í 15 stigum. Svo fórum við að frákasta betur. Við vorum að ná sóknarfráköstum sem gáfu okkur annan séns og að endingu gaf það okkur slagkraft til að klára leikinn.“ Lárus var síðan spurður að því hvort það væri eitthvað sem hann þyrfti að hafa áhyggjur af einhverju fyrir komandi leiki eftir að hafa séð sína menn í kvöld. „Já tapaðir boltar. Við þurfum að passa upp á boltann betur.“ Dómaranefnd hefur kært Adomas Drungilas, leikmann Þórs, fyrir atvik sem gerðist í leiknum á móti Stjörnunni í seinustu umferð. Þórsara fréttu af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld og er óhætt að segja að Lárusi finnist vinnubrögðin skrýtin. „Dómaranefnd er að kæra atvik sem er augljóslega er óviljaverk hjá Adomas. Það er mjög skrýtið, því að við vitum ekki almennilega hvaða atriði dómaranefnd er að velja til að kæra en við höldum að atvikið sem um ræðir sé algjört óviljaverk. Ég hef rætt við dómaranefndina varðandi atriði þar sem menn eru að gera hluti viljandi en það er látið kjurt liggja.“ „Svo er annað sem mér finnst mjög skrýtið en við fréttum fyrst af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Þannig að fjölmiðlar vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað atvik fyrir áður en þeir aðilar sem eiga hlut í máli fá að vita af því. Þannig að ég þarf að setja stór spurningarmerki við vinnubrögðin hjá dómaranefndinni. Hver er tilgangurinn að fjölmiðlar viti af þessu áður en að við fáum að vita af málinu. Við fengum kæruna á hádegi á laugardegi en það er fjallað um þetta í Körfuboltakvöldi klukkan hálf ellefur á föstudagskvöldi. Það er það fyrsta sem við vitum um málið. Ég set stórt spurningarmerki við þetta. “ Lárus var þá næst spurður út í atvik sem gerðist í leiknum sem var að klárast en Zvonko Buljan braut mjög harkalega á Drungilas. Munu Þórsarar ræða við dómaranefndina um það atvik? „Ég bara veit það ekki. Ég veit ekki hvernig vinnubrögðin eru. Hvort dómararnir ákveða þetta sjálfir eða að nefndin skoði þetta. Það er bara ein leið fyrir aðila í Körfuboltakvöldi til að vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað fyrir. Hverjir eru það sem láta Körfuboltakvöld fá þessar upplýsingar? Það þurfa einhverjir að svara þessum spurningum.“
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Þór Þ. 98-104| Þór frá Þorlákshöfn endurheimti 2. sætið eftir kaflaskiptan leik Þór Þ. vann ÍR í leik sem best er lýst sem kaflaskiptum en á endanum skiptir máli að skora fleiri stig en andstæðingurinn og það gerði Þór Þ. 22. mars 2021 20:00 Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins NFL stórstjarnan trúlofaðist Hollywood stjörnu Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Þór Þ. 98-104| Þór frá Þorlákshöfn endurheimti 2. sætið eftir kaflaskiptan leik Þór Þ. vann ÍR í leik sem best er lýst sem kaflaskiptum en á endanum skiptir máli að skora fleiri stig en andstæðingurinn og það gerði Þór Þ. 22. mars 2021 20:00