Anníe Mist: Skrefi nær því að vera tilbúin fyrir átta manna úrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2021 08:01 Anníe Mist Þórisdóttir er bara rétt að byrja endurkomu sína en fyrst var að komast klakklaust í gegnum opna hlutann. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir fékk svo sem enga draumaæfingu þegar í ljós kom hvað biði hennar í 21.3 og 21.4 en lokahlutinn á The Open reyndi mikið á íslensku CrossFit goðsögnina. Anníe Mist Þórisdóttir er nú að keppa í fyrsta sinn sem móðir. Freyja Mist fylgdist líka með mömmu sinni klára 21.3 og 21.4 í lokaviku opna hluta heimsleikanna í CrossFit. Anníe Mist fór yfir æfingu sína í stuttum pistil á Instagram og sýndi myndband af sér gera æfinguna. „Allar þessar æfingar voru stórsigur fyrir mig í dag,“ byrjaði Anníe Mist pistil sinn. Hún eignaðist dóttur í ágúst eins og flestir vita og var þarna að keppa í fyrsta sinn síðan þá. Það er ljóst að ákveðnar æfingar eru engar óskaæfingar fyrir nýja móður og það fór auðvitað svo að í lokahluta Open voru æfingar sem Anníe Mist vildu helst ekki sjá. „Ég byrjaði bara að gera upphífingar (CTB) og tær upp í slá (TTB) æfingarnar í litlum mæli fyrir þremur vikum og í dag gerði ég í fyrsta sinn upplyftingar á slá (Bar Muscle ups) síðan 15. desember 2019,“ skrifaði Anníe Mist. „Já, ég klikkaði á fyrstu tilraun og þetta var erfiðara en ég man eftir en svo kom vöðvaminnið sterkt inn hjá mér,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég kláraði æfinguna og það kemur mér skrefi nær því að vera tilbúin fyrir átta manna úrslitin,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. Átta manna úrslitin er næsti hluti undankeppni heimsleikanna og það eru náttúrulega ekki hrein átta manna úrslitin enda mun fleiri að keppa þar en átta einstaklingar. Þetta er keppni í gegnum netið eins og The Open og mun þrengja hóp þeirra bestu enn frekar. Þar fær CrossFit fólkið tækifæri til að tryggja sig inn í mótin sem síðan gefa farseðla á heimsleikanna sjálfa. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir er nú að keppa í fyrsta sinn sem móðir. Freyja Mist fylgdist líka með mömmu sinni klára 21.3 og 21.4 í lokaviku opna hluta heimsleikanna í CrossFit. Anníe Mist fór yfir æfingu sína í stuttum pistil á Instagram og sýndi myndband af sér gera æfinguna. „Allar þessar æfingar voru stórsigur fyrir mig í dag,“ byrjaði Anníe Mist pistil sinn. Hún eignaðist dóttur í ágúst eins og flestir vita og var þarna að keppa í fyrsta sinn síðan þá. Það er ljóst að ákveðnar æfingar eru engar óskaæfingar fyrir nýja móður og það fór auðvitað svo að í lokahluta Open voru æfingar sem Anníe Mist vildu helst ekki sjá. „Ég byrjaði bara að gera upphífingar (CTB) og tær upp í slá (TTB) æfingarnar í litlum mæli fyrir þremur vikum og í dag gerði ég í fyrsta sinn upplyftingar á slá (Bar Muscle ups) síðan 15. desember 2019,“ skrifaði Anníe Mist. „Já, ég klikkaði á fyrstu tilraun og þetta var erfiðara en ég man eftir en svo kom vöðvaminnið sterkt inn hjá mér,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég kláraði æfinguna og það kemur mér skrefi nær því að vera tilbúin fyrir átta manna úrslitin,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. Átta manna úrslitin er næsti hluti undankeppni heimsleikanna og það eru náttúrulega ekki hrein átta manna úrslitin enda mun fleiri að keppa þar en átta einstaklingar. Þetta er keppni í gegnum netið eins og The Open og mun þrengja hóp þeirra bestu enn frekar. Þar fær CrossFit fólkið tækifæri til að tryggja sig inn í mótin sem síðan gefa farseðla á heimsleikanna sjálfa. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Sjá meira