SMS Róberts Wessman: „Bottomlænið er að þú ert dauður ég lofa“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. mars 2021 17:39 Róbert Wessman er borinn þungum sökum í yfirlýsingu frá kollega sínum. Ari Magg Róbert Wessman, stofnandi Alvotech, sendi tveimur samstarfsmönnum sínum líflátshótanir í SMS-skilaboðum þegar þeir báru vitni í skaðabótamáli Björgólfs Thors Björgólfssonar á hendur honum árið 2014. Hann baðst afsökunar á framkomu sinni símleiðis og bréfleiðis í beinu framhaldi, að sögn upplýsingafulltrúa hans. Stundin birtir skilaboðin og greinir frá því að Róbert hafi sent fyrrverandi samstarfsmönnum sínum, Mark Keatly og Claudio Albrecht, samtals 33 skilaboð á innan við sólarhring og hótað bæði þeim og fjölskyldum þeirra. Þar segir meðal annars: „Segðu halló til claudio ég mun ganga frá ykkur lygara skíthællinn þinn“ og „Bottomlænið er að þú ert dauður ég lofa.“ Hönd í hönd með hundruð milljóna í laun Skilaboðin eru birt í kjölfar ásakana sem hafa gengið á víxl milli Róberts og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins, sem nýverið var sagt upp störfum í kjölfar ágreinings þeirra á milli. Róbert og Halldór hafa starfað hönd í hönd hjá stórfyrirtækjunum Alvotech og Alvogen í átján ár með hundruð milljóna í árslaun. Halldór Kristmannson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech.Aðsend Róbert hefur ekki viljað tjá sig þegar eftir því hefur verið leitað en nýr upplýsingafulltrúi hans, Lára Ómarsdóttir, segir Róbert hafa beðist afsökunar á umræddum skilaboðum. „Hann var í flugvél þegar hann sendi þessi skilaboð út af þessu dómsmáli, dómsmáli sem Róbert vann svo. Þessir menn höfðu borið vitni í málinu og Róbert reiddist yfir því og sendi skilaboðin – sem eru ósæmileg í alla staði – en hann hafði strax samband símleiðis og baðst strax afsökunar, og baðst svo aftur afsökunar bréfleiðis með formlegu afsökunarbréfi,“ segir Lára í samtali við fréttastofu. Aðspurð um deilurnar á milli Róberts og Halldórs sagðist hún ekki geta tjáð sig um það. Munnhöggvast með yfirlýsingum Í yfirlýsingu sem Halldór sendi frá sér í morgun er Róbert borinn þungum sökum. Þar lýsir Halldór líflátshótunum, líkamsmeiðingum og ógnunum um árabil á hendur sér og „óvildarmönnum“ Róberts sem Halldór segir að séu meðal annars háttsettir embættismenn, blaðamaður og alþjóðlegur fjárfestir. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að blaðamaðurinn sé Björn Ingi Hrafnsson sem gaf út DV, Pressuna og Eyjuna sem var í eigu Róberts, og að fjárfestirinn sé Björgólfur Thor Björgólfsson, en Björgólfur og Róbert hafa eldað grátt silfur um langt skeið. Halldór hefur engar upplýsingar viljað gefa, hvorki upplýsa um nöfn meintra óvildarmanna né hvers eðlis hótanirnar voru eða hvort þær hafi verið kærðar til lögreglu. Róbert Wessman sendi tveimur samstarfsmönnum sínum líflátshótanir eftir að þeir báru vitni í dómsmáli á hendur honum.Alvotech Róbert svaraði ásökunum kollega síns með yfirlýsingu um að Halldór sé með ásökununum að reyna að hafa af sér fé. Róbert hefur hins vegar ekki svarað síma það sem af er degi en upplýsingafulltrúi hans, Lára, veitir engar upplýsingar um málið að öðru leyti en að hafna öllum ásökunum. Fer fram á endurráðningu Í samtali við fréttastofu sagðist Halldór ekki vilja tjá sig en tók það fram að hann hefði enga fjárkröfu gert á fyrirtækin. Hann hafi hins vegar áskilið sér rétt að gera það á hendur Róberti persónulega í ljósi framkomu hans gagnvart sér í starfi – þó engar slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann vísaði í framhaldinu alfarið á yfirlýsingu sína síðan í morgun. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að Halldór hafi lagt fram tillögu til stjórna fyrirtækjanna að hann yrði endurráðinn til fyrirtækisins og að Róbert verði látinn víkja. Í skiptum muni hann ekki leggja fram fjárkröfu líkt og hann hafi áskilið sér að gera. Tillögunni var hafnað. Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Róbert segir miður að átján ára samstarfi við Halldór ljúki svona Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02 Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. 29. mars 2021 08:44 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Stundin birtir skilaboðin og greinir frá því að Róbert hafi sent fyrrverandi samstarfsmönnum sínum, Mark Keatly og Claudio Albrecht, samtals 33 skilaboð á innan við sólarhring og hótað bæði þeim og fjölskyldum þeirra. Þar segir meðal annars: „Segðu halló til claudio ég mun ganga frá ykkur lygara skíthællinn þinn“ og „Bottomlænið er að þú ert dauður ég lofa.“ Hönd í hönd með hundruð milljóna í laun Skilaboðin eru birt í kjölfar ásakana sem hafa gengið á víxl milli Róberts og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins, sem nýverið var sagt upp störfum í kjölfar ágreinings þeirra á milli. Róbert og Halldór hafa starfað hönd í hönd hjá stórfyrirtækjunum Alvotech og Alvogen í átján ár með hundruð milljóna í árslaun. Halldór Kristmannson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech.Aðsend Róbert hefur ekki viljað tjá sig þegar eftir því hefur verið leitað en nýr upplýsingafulltrúi hans, Lára Ómarsdóttir, segir Róbert hafa beðist afsökunar á umræddum skilaboðum. „Hann var í flugvél þegar hann sendi þessi skilaboð út af þessu dómsmáli, dómsmáli sem Róbert vann svo. Þessir menn höfðu borið vitni í málinu og Róbert reiddist yfir því og sendi skilaboðin – sem eru ósæmileg í alla staði – en hann hafði strax samband símleiðis og baðst strax afsökunar, og baðst svo aftur afsökunar bréfleiðis með formlegu afsökunarbréfi,“ segir Lára í samtali við fréttastofu. Aðspurð um deilurnar á milli Róberts og Halldórs sagðist hún ekki geta tjáð sig um það. Munnhöggvast með yfirlýsingum Í yfirlýsingu sem Halldór sendi frá sér í morgun er Róbert borinn þungum sökum. Þar lýsir Halldór líflátshótunum, líkamsmeiðingum og ógnunum um árabil á hendur sér og „óvildarmönnum“ Róberts sem Halldór segir að séu meðal annars háttsettir embættismenn, blaðamaður og alþjóðlegur fjárfestir. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að blaðamaðurinn sé Björn Ingi Hrafnsson sem gaf út DV, Pressuna og Eyjuna sem var í eigu Róberts, og að fjárfestirinn sé Björgólfur Thor Björgólfsson, en Björgólfur og Róbert hafa eldað grátt silfur um langt skeið. Halldór hefur engar upplýsingar viljað gefa, hvorki upplýsa um nöfn meintra óvildarmanna né hvers eðlis hótanirnar voru eða hvort þær hafi verið kærðar til lögreglu. Róbert Wessman sendi tveimur samstarfsmönnum sínum líflátshótanir eftir að þeir báru vitni í dómsmáli á hendur honum.Alvotech Róbert svaraði ásökunum kollega síns með yfirlýsingu um að Halldór sé með ásökununum að reyna að hafa af sér fé. Róbert hefur hins vegar ekki svarað síma það sem af er degi en upplýsingafulltrúi hans, Lára, veitir engar upplýsingar um málið að öðru leyti en að hafna öllum ásökunum. Fer fram á endurráðningu Í samtali við fréttastofu sagðist Halldór ekki vilja tjá sig en tók það fram að hann hefði enga fjárkröfu gert á fyrirtækin. Hann hafi hins vegar áskilið sér rétt að gera það á hendur Róberti persónulega í ljósi framkomu hans gagnvart sér í starfi – þó engar slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann vísaði í framhaldinu alfarið á yfirlýsingu sína síðan í morgun. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að Halldór hafi lagt fram tillögu til stjórna fyrirtækjanna að hann yrði endurráðinn til fyrirtækisins og að Róbert verði látinn víkja. Í skiptum muni hann ekki leggja fram fjárkröfu líkt og hann hafi áskilið sér að gera. Tillögunni var hafnað.
Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Róbert segir miður að átján ára samstarfi við Halldór ljúki svona Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02 Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. 29. mars 2021 08:44 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Róbert segir miður að átján ára samstarfi við Halldór ljúki svona Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02
Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. 29. mars 2021 08:44