Nýir tímar kalla á nýjar reglur Bjarni Pétur Marel Jónasson skrifar 30. mars 2021 14:01 Á nýliðnum fundi Samtakana 78 var samþykkt tillaga um að skora á heilbrigðisyfirvöld, heilbrigðisráðherra, Blóðbankann og ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu um að endurskoða þá reglu að karlmönnum sem haft hafa mök við aðra karlmenn (MSM) sé ekki leyfilegt að gefa blóð. Hefur þessi regla verið í gildi til fjölda ára og á uppruna sinn að rekja til þess þegar samkynhneigðir karlmenn greindust með HIV veiruna í mun meiri mæli en aðrir. Ætla ég ekki að draga það í efa að á þeim tíma hafi þetta verið nauðsynlegt og í sjálfu sér sniðugt því öryggi sjúklings, í þessu tilviki blóðþega, á alltaf að vera í fyrsta sæti. Hins vegar hafa aðstæður breyst og tæknin þróast til muna. Því vaknar spurningin, eru núverandi reglur úreltar? Skoðun mín er einföld og svarið við spurningunni er „já!“. Það er ekki þar með sagt að ég vilji bara stroka reglurnar út og ekki tala um það meir. Það er alls ekki krafa mín, heldur einfaldlega að endurskoða núverandi reglur með það að leiðarljósi að breyta þeim í átt að nútíma samfélagi þar sem við fordæmum ekki stóran hóp úr samfélaginu okkar en tryggjum samt sem áður öryggi sjúklings að fullu. Það sem mér finnst mikilvægt er að taka tillit til t.d. kynhegðunar fólks og einnig tilkomu lyfsins PrEP, því við erum öll ólík eins og við erum mörg. Til að útskýra aðeins hvað ég á við með kynhegðun þá er trúlega best að setja það í samhengi og get ég nefnt tvö raundæmi sem eru mjög algeng meðal MSM. Fyrra dæmið er þegar ungir drengir fara í samband hafandi ekki sofið hjá neinum öðrum nema hvorum öðrum og því útilokað að þeir geti smitað hvorn annan. En það breytir engu, það er búið að afskrifa þá sem blóðgjafa. Seinna dæmið eru karlmenn sem hafa verið í sambandi til fjölda ára, farið í próf og búið er að útiloka að þeir séu smitaðir, en mega samt sem áður ekki gefa blóð. Og svo til að tala örstutt um karlmenn sem eru á PrEP sem gerir það að verkum að þeir geta nánast ómögulega smitast af HIV veirunni þar sem lyfið byggir varnarvegg gegn veirunni. En nei, þrátt fyrir að þeir geti nánast ómögulega smitast mega þeir samt ekki gefa blóð. Þegar við skoðum þessi dæmi, þegar við skoðum hvað önnur Vesturlönd hafa gert og mörg hver þeirra breytt reglunum hjá sér, sem og önnur Evrópuríki sem eru ekki einu sinni með þessa reglu get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort við sem þjóð séum með rótgróna fordóma gagnvart tví-, pan- og samkynhneigðum karlmönnum, því ég sé ekki neitt því til fyrirstöðu að við hið minnsta endurskoðum þessar reglur af einhverri alvöru. Því tek ég heilshugar undir áskorun Samtakana 78 og í leiðinni skora ég sérstaklega á frjálslyndu samflokksfélaga mína í Sjálfstæðisflokknum að láta sig þetta mál varða og svo alla hina, því gott mál er alltaf gott mál óháð flokkum þingmanna. Höfundur situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Pétur Marel Jónasson Hinsegin Blóðgjöf Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Á nýliðnum fundi Samtakana 78 var samþykkt tillaga um að skora á heilbrigðisyfirvöld, heilbrigðisráðherra, Blóðbankann og ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu um að endurskoða þá reglu að karlmönnum sem haft hafa mök við aðra karlmenn (MSM) sé ekki leyfilegt að gefa blóð. Hefur þessi regla verið í gildi til fjölda ára og á uppruna sinn að rekja til þess þegar samkynhneigðir karlmenn greindust með HIV veiruna í mun meiri mæli en aðrir. Ætla ég ekki að draga það í efa að á þeim tíma hafi þetta verið nauðsynlegt og í sjálfu sér sniðugt því öryggi sjúklings, í þessu tilviki blóðþega, á alltaf að vera í fyrsta sæti. Hins vegar hafa aðstæður breyst og tæknin þróast til muna. Því vaknar spurningin, eru núverandi reglur úreltar? Skoðun mín er einföld og svarið við spurningunni er „já!“. Það er ekki þar með sagt að ég vilji bara stroka reglurnar út og ekki tala um það meir. Það er alls ekki krafa mín, heldur einfaldlega að endurskoða núverandi reglur með það að leiðarljósi að breyta þeim í átt að nútíma samfélagi þar sem við fordæmum ekki stóran hóp úr samfélaginu okkar en tryggjum samt sem áður öryggi sjúklings að fullu. Það sem mér finnst mikilvægt er að taka tillit til t.d. kynhegðunar fólks og einnig tilkomu lyfsins PrEP, því við erum öll ólík eins og við erum mörg. Til að útskýra aðeins hvað ég á við með kynhegðun þá er trúlega best að setja það í samhengi og get ég nefnt tvö raundæmi sem eru mjög algeng meðal MSM. Fyrra dæmið er þegar ungir drengir fara í samband hafandi ekki sofið hjá neinum öðrum nema hvorum öðrum og því útilokað að þeir geti smitað hvorn annan. En það breytir engu, það er búið að afskrifa þá sem blóðgjafa. Seinna dæmið eru karlmenn sem hafa verið í sambandi til fjölda ára, farið í próf og búið er að útiloka að þeir séu smitaðir, en mega samt sem áður ekki gefa blóð. Og svo til að tala örstutt um karlmenn sem eru á PrEP sem gerir það að verkum að þeir geta nánast ómögulega smitast af HIV veirunni þar sem lyfið byggir varnarvegg gegn veirunni. En nei, þrátt fyrir að þeir geti nánast ómögulega smitast mega þeir samt ekki gefa blóð. Þegar við skoðum þessi dæmi, þegar við skoðum hvað önnur Vesturlönd hafa gert og mörg hver þeirra breytt reglunum hjá sér, sem og önnur Evrópuríki sem eru ekki einu sinni með þessa reglu get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort við sem þjóð séum með rótgróna fordóma gagnvart tví-, pan- og samkynhneigðum karlmönnum, því ég sé ekki neitt því til fyrirstöðu að við hið minnsta endurskoðum þessar reglur af einhverri alvöru. Því tek ég heilshugar undir áskorun Samtakana 78 og í leiðinni skora ég sérstaklega á frjálslyndu samflokksfélaga mína í Sjálfstæðisflokknum að láta sig þetta mál varða og svo alla hina, því gott mál er alltaf gott mál óháð flokkum þingmanna. Höfundur situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun