Hafa áður komið við sögu lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. apríl 2021 12:34 Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Arnar Þeir sem lögregla hefur rætt við í tengslum við rannsókn á andláti manns í Kópavogi um helgina hafa áður komið við sögu hjá lögreglu, að sögn yfirlögregluþjóns. Einn er í gæsluvarðhaldi vegna málsins en fleiri hafa ekki verið handteknir. Grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á manninn sem lést, íslenskan karlmann fæddan árið 1990. Tilkynnt var um málið að morgni föstudagsins langa en þá hafði kærasta mannsins komið að honum í sárum sínum á bílaplani fyrir utan heimili þeirra. Þrír Rúmenar voru handteknir á laugardag en tveimur sleppt. Sá þriðji var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá verjanda hans í morgun hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort úrskurðinum verði áfrýjað til Landsréttar. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu segir að málið hafi alltaf verið rannsakað með tilliti til þess að einhver hafi átt hlut að andláti mannsins. Lögregla telji að svo sé. Verið sé að skoða hvort, og þá hvernig, maðurinn sem nú er í gæsluvarðhaldi hafi átt þátt í andlátinu. Margeir vill ekki staðfesta hvort maðurinn sé grunaður um að hafa ekið bílnum sem grunur er á að hafi verið notaður. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins um helgina að lögregla rannsaki nú hvort einhver hafi orðið vitni að atvikinu. „Já, við höfum verið að ræða við fólk,“ segir Margeir, inntur eftir því hvort rætt hafi verið við vitni. Einnig sé verið að skoða hvort til séu upptökur af atvikinu úr örygismyndavélum. Inntur eftir því hvort sá sem er í gæsluvarðhaldi eigi að baki sakaferil kveðst Margeir ekki ætla að tíunda neitt um það. „Þeir sem við höfum rætt við hafa komið við sögu hjá lögreglu,“ segir hann. Þá séu þeir sem handteknir hafa verið á aldur við hinn látna, um þrítugt. Kópavogur Lögreglumál Mannslát í Vindakór Tengdar fréttir Samskiptagögn úr síma hins látna leiddu til handtöku mannanna Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu. 4. apríl 2021 19:58 Sakborningur segist niðurbrotinn og að um sé að ræða slys Maðurinn sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsóknina á andláti manns sem lést í Kópavogi um helgina segir að um slys hafi verið að ræða. Að sögn verjanda mannsins er hann niðurbrotinn vegna málsins að því er Rúv greinir frá. 4. apríl 2021 17:06 Einn úrskurðaður í gæsluvarðhald Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald í tengslum við alvarlega líkamsárás við Vindakór í Kópavogi á föstudag, sem leiddi til andláts íslensks karlmanns um þrítugt. 4. apríl 2021 14:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á manninn sem lést, íslenskan karlmann fæddan árið 1990. Tilkynnt var um málið að morgni föstudagsins langa en þá hafði kærasta mannsins komið að honum í sárum sínum á bílaplani fyrir utan heimili þeirra. Þrír Rúmenar voru handteknir á laugardag en tveimur sleppt. Sá þriðji var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá verjanda hans í morgun hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort úrskurðinum verði áfrýjað til Landsréttar. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu segir að málið hafi alltaf verið rannsakað með tilliti til þess að einhver hafi átt hlut að andláti mannsins. Lögregla telji að svo sé. Verið sé að skoða hvort, og þá hvernig, maðurinn sem nú er í gæsluvarðhaldi hafi átt þátt í andlátinu. Margeir vill ekki staðfesta hvort maðurinn sé grunaður um að hafa ekið bílnum sem grunur er á að hafi verið notaður. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins um helgina að lögregla rannsaki nú hvort einhver hafi orðið vitni að atvikinu. „Já, við höfum verið að ræða við fólk,“ segir Margeir, inntur eftir því hvort rætt hafi verið við vitni. Einnig sé verið að skoða hvort til séu upptökur af atvikinu úr örygismyndavélum. Inntur eftir því hvort sá sem er í gæsluvarðhaldi eigi að baki sakaferil kveðst Margeir ekki ætla að tíunda neitt um það. „Þeir sem við höfum rætt við hafa komið við sögu hjá lögreglu,“ segir hann. Þá séu þeir sem handteknir hafa verið á aldur við hinn látna, um þrítugt.
Kópavogur Lögreglumál Mannslát í Vindakór Tengdar fréttir Samskiptagögn úr síma hins látna leiddu til handtöku mannanna Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu. 4. apríl 2021 19:58 Sakborningur segist niðurbrotinn og að um sé að ræða slys Maðurinn sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsóknina á andláti manns sem lést í Kópavogi um helgina segir að um slys hafi verið að ræða. Að sögn verjanda mannsins er hann niðurbrotinn vegna málsins að því er Rúv greinir frá. 4. apríl 2021 17:06 Einn úrskurðaður í gæsluvarðhald Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald í tengslum við alvarlega líkamsárás við Vindakór í Kópavogi á föstudag, sem leiddi til andláts íslensks karlmanns um þrítugt. 4. apríl 2021 14:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Samskiptagögn úr síma hins látna leiddu til handtöku mannanna Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu. 4. apríl 2021 19:58
Sakborningur segist niðurbrotinn og að um sé að ræða slys Maðurinn sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsóknina á andláti manns sem lést í Kópavogi um helgina segir að um slys hafi verið að ræða. Að sögn verjanda mannsins er hann niðurbrotinn vegna málsins að því er Rúv greinir frá. 4. apríl 2021 17:06
Einn úrskurðaður í gæsluvarðhald Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald í tengslum við alvarlega líkamsárás við Vindakór í Kópavogi á föstudag, sem leiddi til andláts íslensks karlmanns um þrítugt. 4. apríl 2021 14:48