Svifryk mælist aftur langt yfir heilsuverndarmörkum Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2021 14:53 Svifryk er að stórum hluta malbiksagnir. Vísir/Vilhelm Styrkur svifryks var rúmlega tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistöð við Grensásveg í Reykjavík í morgun. Hægur vindur er í borginni, götur þurrar og búist við svipuðum aðstæðum næstu daga. Vika er liðin frá því að síðast var varað við háum styrki svifryks í borginni. Áfram er gert ráð fyrir háum styrk svifriks og köfnunarefnisdíoxíðs í dag og í fyrramálið, einkum við umferðargötur. Eru íbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en klukkan 10 í dag var styrkur svifryks á Grensásvegi 102 míkrógrömm á rúmmetra og köfnunarefnisdíoxíðs 28 míkrógrömm á rúmmetra. Í mælistöðinni í Bústaðaveg/Háaleitisbraut var styrkur svifryks 104 míkrógrömm á rúmmetra og köfnunarefnisdíoxíðs 14 míkrógrömm á rúmmetra. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk (PM10) eru 50 míkrógrömm á rúmmetra og 75 míkrógrömm á rúmmetra fyrir köfnunarefnisdíoxíð. Frestuðu gatnaþrifum Köfnunarefnisdíoxíðmengun kemur frá útblæstri bifreiða og er mest á morgnanna og í eftirmiðdaginn þegar umferð er mest og veldur ertingu í lungum og öndurvegi. Uppspretta svifryks er uppspænt malbik, jarðvegsagnir, salt og sót úr útblæstri bifreiða. Fram kemur í tilkynningu að mars og apríl hafi oft reynst erfiðir hvað svifryksmengun varðar á höfuðborgarsvæðinu og aðstæður í dag hafi ekki hjálpað til. „Ráðgert var að þrífa götur í dag en það frestast sökum frostakafla sem nú stendur yfir. Búist er við svipuðum veðurfarsaðstæðum áfram og því líkur á svifryks- og köfnunarefnisdíoxíðmengun einkum við umferðargötur núna seinni partinn og í fyrramálið. Æskilegt er að sem flestir hvíli bílinn í fyrramálið og fari með öðru móti til og frá vinnu. Þannig geta þau sem eru viðkvæm í öndunarfærum og börn notið útivistar betur,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á vef Umhverfisstofnunar. Umferð Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Vika er liðin frá því að síðast var varað við háum styrki svifryks í borginni. Áfram er gert ráð fyrir háum styrk svifriks og köfnunarefnisdíoxíðs í dag og í fyrramálið, einkum við umferðargötur. Eru íbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en klukkan 10 í dag var styrkur svifryks á Grensásvegi 102 míkrógrömm á rúmmetra og köfnunarefnisdíoxíðs 28 míkrógrömm á rúmmetra. Í mælistöðinni í Bústaðaveg/Háaleitisbraut var styrkur svifryks 104 míkrógrömm á rúmmetra og köfnunarefnisdíoxíðs 14 míkrógrömm á rúmmetra. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk (PM10) eru 50 míkrógrömm á rúmmetra og 75 míkrógrömm á rúmmetra fyrir köfnunarefnisdíoxíð. Frestuðu gatnaþrifum Köfnunarefnisdíoxíðmengun kemur frá útblæstri bifreiða og er mest á morgnanna og í eftirmiðdaginn þegar umferð er mest og veldur ertingu í lungum og öndurvegi. Uppspretta svifryks er uppspænt malbik, jarðvegsagnir, salt og sót úr útblæstri bifreiða. Fram kemur í tilkynningu að mars og apríl hafi oft reynst erfiðir hvað svifryksmengun varðar á höfuðborgarsvæðinu og aðstæður í dag hafi ekki hjálpað til. „Ráðgert var að þrífa götur í dag en það frestast sökum frostakafla sem nú stendur yfir. Búist er við svipuðum veðurfarsaðstæðum áfram og því líkur á svifryks- og köfnunarefnisdíoxíðmengun einkum við umferðargötur núna seinni partinn og í fyrramálið. Æskilegt er að sem flestir hvíli bílinn í fyrramálið og fari með öðru móti til og frá vinnu. Þannig geta þau sem eru viðkvæm í öndunarfærum og börn notið útivistar betur,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á vef Umhverfisstofnunar.
Umferð Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira