Halldóra vill ekki taka við gögnum um sóttvarnaaðgerðir með trúnaðarskyldu Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2021 11:19 Halldóra Mogensen segir að ekki hafi verið búið að reyna vægari úrræði áður en reglugerð var sett sem skyldaði alla sem koma til landsins á sóttvarnahótel. Vísir/Vilhelm Fulltrúi Pírata í velferðarnefnd segir stjórnvöld hafa gengið of langt með reglugerð sem skyldaði alla til dvalar á sóttvarnahóteli eftir komuna til landsins. Hún hefur óskað eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi undirbúning reglugerðarinnar en ráðuneytið vill að trúnaður ríki um hluta gagnanna. Halldóra Mogensen, fulltrúi Pírata í velferðarnefnd, óskaði eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu eftir að heilbrigðisráðherra mætti fyrir nefndina á þriðjudag, varðandi undirbúning reglugerðar um sóttvarnahótel sem héraðsdómur dæmdi síðan ólöglega. Svör bárust frá heilbrigðisráðuneytinu í gær sem rædd voru á fundi velferðarnefndar í morgun. „Ég bað um til dæmis öll málsgögn sem varðar undirbúning og setningu reglugerðar um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri og upplýsingar um öll skráð samskipti, formlega og óformleg innan ráðuneytisins, og upplýsingar um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um setningu reglugerðarinnar sem var til umræðu á ríkisstjórnarfundi þann 30. mars,“ segir Halldóra. Fleiri tóku undir Fleiri nefndarmenn hafi tekið munnlega undir þessa formlegu beiðni hennar. Í svari ráðuneytisins hafi komið fram að trúnaður ríkti um hluta upplýsinganna og þau væri hægt að afhenda nefndinni til skoðunar með þeim fyrirvara. „Þar er um að ræða minnisblað frá heilbrigðisráðherra til ríkisstjórnar og sameiginlegt minnisblað þriggja ráðherra til ríkisstjórnarinnar. Svo er líka minnisblað frá skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu til forsætisráðherra þar sem lagt er mat á lögmæti fyrirhugaðra aðgerða á landamærum,“ segir Halldóra. Vill ekki láta múlbinda sig Halldóra segist ekki vilja láta múlbinda sig eftir móttöku gagna og telur að innihald þessarra minnisblaða eigi full erindi bæði við almenning og nefndarfólk til að meta stöðuna. Ráðuneytið gæti skyggt hluta sem eðlilega yrði að ríkja trúnaður um. Því hafi hún óskað eftir því eftir nefndarfund í morgun að ráðuneytið endurskoðaði þessa afstöðu sína. Nokkuð mikil sátt hefur ríkt um sóttvarnaaðgerðir undanfarið ár. Halldóra segir afstöðu hennar nú í þessu máli ekki ráðast af því að kosningar verði í haust. Hún hafi áhyggjur af því að verið sé að ganga of langt með aðgerðum og meðalhófs sé ekki gætt, eins og þegar skylda átti alla sem koma til landsins í sóttkví á sóttvarnahóteli. Reyna hefði átt vægari úrræði fyrst. „Það þarf að tryggja það til dæmis að efla eftirlitið. Að hafa handahófkennt eftirlit með fólki og hafa mjög sterk viðurlög. Það er að segja að skikka fólk á sóttkvíarhótel ef það brýtur sóttkví eða hækka sektir allverulega. Þetta er ekki búið að fullreyna, að athuga hvort það hafi bara hreinlega sömu niðurstöðu, ef ekki betri, heldur en að skikka alla á sóttkvíarhótel strax,“ segir Halldóra Mogensen. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Sjá meira
Halldóra Mogensen, fulltrúi Pírata í velferðarnefnd, óskaði eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu eftir að heilbrigðisráðherra mætti fyrir nefndina á þriðjudag, varðandi undirbúning reglugerðar um sóttvarnahótel sem héraðsdómur dæmdi síðan ólöglega. Svör bárust frá heilbrigðisráðuneytinu í gær sem rædd voru á fundi velferðarnefndar í morgun. „Ég bað um til dæmis öll málsgögn sem varðar undirbúning og setningu reglugerðar um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri og upplýsingar um öll skráð samskipti, formlega og óformleg innan ráðuneytisins, og upplýsingar um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um setningu reglugerðarinnar sem var til umræðu á ríkisstjórnarfundi þann 30. mars,“ segir Halldóra. Fleiri tóku undir Fleiri nefndarmenn hafi tekið munnlega undir þessa formlegu beiðni hennar. Í svari ráðuneytisins hafi komið fram að trúnaður ríkti um hluta upplýsinganna og þau væri hægt að afhenda nefndinni til skoðunar með þeim fyrirvara. „Þar er um að ræða minnisblað frá heilbrigðisráðherra til ríkisstjórnar og sameiginlegt minnisblað þriggja ráðherra til ríkisstjórnarinnar. Svo er líka minnisblað frá skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu til forsætisráðherra þar sem lagt er mat á lögmæti fyrirhugaðra aðgerða á landamærum,“ segir Halldóra. Vill ekki láta múlbinda sig Halldóra segist ekki vilja láta múlbinda sig eftir móttöku gagna og telur að innihald þessarra minnisblaða eigi full erindi bæði við almenning og nefndarfólk til að meta stöðuna. Ráðuneytið gæti skyggt hluta sem eðlilega yrði að ríkja trúnaður um. Því hafi hún óskað eftir því eftir nefndarfund í morgun að ráðuneytið endurskoðaði þessa afstöðu sína. Nokkuð mikil sátt hefur ríkt um sóttvarnaaðgerðir undanfarið ár. Halldóra segir afstöðu hennar nú í þessu máli ekki ráðast af því að kosningar verði í haust. Hún hafi áhyggjur af því að verið sé að ganga of langt með aðgerðum og meðalhófs sé ekki gætt, eins og þegar skylda átti alla sem koma til landsins í sóttkví á sóttvarnahóteli. Reyna hefði átt vægari úrræði fyrst. „Það þarf að tryggja það til dæmis að efla eftirlitið. Að hafa handahófkennt eftirlit með fólki og hafa mjög sterk viðurlög. Það er að segja að skikka fólk á sóttkvíarhótel ef það brýtur sóttkví eða hækka sektir allverulega. Þetta er ekki búið að fullreyna, að athuga hvort það hafi bara hreinlega sömu niðurstöðu, ef ekki betri, heldur en að skikka alla á sóttkvíarhótel strax,“ segir Halldóra Mogensen.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Sjá meira