Breski tónlistarkennarinn Teitur Björn Einarsson skrifar 9. apríl 2021 08:31 Vestfirðir hafa löngum verið kraumandi pottur fjölþjóðasamfélags og það birtist okkur með ýmsum hætti. Ætli ég hafi ekki verið um 10 ára þegar það rann upp fyrir mér að til væru íslenskir tónlistarkennarar. En kennarar mínir á flautu og píanó við Tónlistarskólann á Flateyri höfðu fram að því verið annars vegar frá Bretlandi og hins vegar frá Kanada. Framsýni forráðamanna skólans og útsjónarsemi á þessum árum var mikil. Á öðru starfsári skólans varð James Haughton frá Bretlandi skólastjóri og stýrði með miklum myndarskap tónlistarlegu uppeldi önfirskra barna og ungmenna á öllum aldri í sjö ár. Mögulega var skortur á íslenskum tónlistarkennurum á þessum árum en hvað sem því líður þá var það mikið heillaskref að fá þennan unga tónlistarsnilling frá Bretlandi til Flateyrar og kenna öll þessi ár. Í vikunni var sagt frá því í kvöldfréttum RÚV að breski tannlæknirinn Christian Lee hefði flutt nýverið til Ísafjarðar og hafið þar störf, eftir að Heilbrigðisstofnun Vestfjarða lagðist í auglýsingaherferð út fyrir landsteinana, en lítill áhugi hafði verið meðal íslenskra tannlækna á að setja á fót stofu á Ísafirði. Forráðamenn HVEST eiga hrós skilið fyrir þetta frumkvæði og finna lausnir þegar þær er ekki að finna hér á landi. Lausnir á fleiri sviðum Skynsemi HVEST leiðir hugann að sambærilegum málum sem upp hafa komið víðar á landsbyggðinni og tengist hvimleiðum og oft viðvarandi læknaskorti. Svo virðist sem erfitt sé að fá íslenska lækna til að starfa og setjast að í hinum dreifðari byggðum á sama tíma og stjórnvöld gera lítið af því að jafna aðstöðumuninn með því að einfalda fólki að sækja sér læknisþjónustu til Reykjavíkur. Leið HVEST blasir við. Auðvitað á í auknum mæli að auglýsa eftir læknum og slíkum sérfræðingum út fyrir landsteinanna sé þess þörf og reyndar umhugsunarefni af hverju það hafi ekki tíðkast í meira mæli fram til þessa. Ástæðan liggur svo sem í augum uppi og kom fram í viðtali RÚV við hinn breska tannlækni. Hann sagði að umsóknarferlið hafi tekið langan tíma og ekki verið rakið mál - hann sótti um í júní á síðasta ári og komst loks til Ísafjarðar hálfu ári seinna. Regluverkið og stjórnsýslan gerir erlendu starfsfólki það hreinlega of erfitt að koma hingað og starfa þótt vöntun sé á starfskröftunum. Íslenskir læknar eru hvattir til og verða í flestum tilfellum að sækja sér menntun og reynslu til útlanda en erlendir læknar eru ekki jafn velkomnir að starfa hér á landi. Þá kæmi það ekki á óvart að hagsmunasamtök íslenskra lækna myndu vara mjög við því að reglum yrði breytt svo einfaldara væri fyrir erlenda lækna að starfa á Íslandi. Þetta á sennilega við um langflestar íslenskar launþegahreyfingar hver á sínu atvinnusviði. Þessum hugsunargangi þarf að breyta sem og löggjöfinni. Draga þarf úr ströngum skilyrðum og einfalda atvinnuþátttöku fólks, innan sem utan EES, og sérstaklega þegar um er að ræða skort á fólki í mikilvæg þjónustustörf á vegum hins opinbera. Opið og frjálst Fámenn þjóð á afskekktri eyju á allt undir því að eiga í sem mestum samskiptum við umheiminn. Ísland laðar að sér áhugavert fólk frá öllum heimshornum sem auðgar samfélagið með nýjum hugmyndum og menningu. Þannig skapast ný tækifæri og samfélagslegur auður. James Haughton spilaði gjarnan verk eftir Liszt á tónleikum fyrir Vestfirðinga og þeir kenndu honum sitthvað um lífsbaráttuna og vetrarhörkur. Það var gott samstarf og megi það lengi halda áfram með nýju fólki á sem flestum sviðum. Höfundur er 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Teitur Björn Einarsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Vestfirðir hafa löngum verið kraumandi pottur fjölþjóðasamfélags og það birtist okkur með ýmsum hætti. Ætli ég hafi ekki verið um 10 ára þegar það rann upp fyrir mér að til væru íslenskir tónlistarkennarar. En kennarar mínir á flautu og píanó við Tónlistarskólann á Flateyri höfðu fram að því verið annars vegar frá Bretlandi og hins vegar frá Kanada. Framsýni forráðamanna skólans og útsjónarsemi á þessum árum var mikil. Á öðru starfsári skólans varð James Haughton frá Bretlandi skólastjóri og stýrði með miklum myndarskap tónlistarlegu uppeldi önfirskra barna og ungmenna á öllum aldri í sjö ár. Mögulega var skortur á íslenskum tónlistarkennurum á þessum árum en hvað sem því líður þá var það mikið heillaskref að fá þennan unga tónlistarsnilling frá Bretlandi til Flateyrar og kenna öll þessi ár. Í vikunni var sagt frá því í kvöldfréttum RÚV að breski tannlæknirinn Christian Lee hefði flutt nýverið til Ísafjarðar og hafið þar störf, eftir að Heilbrigðisstofnun Vestfjarða lagðist í auglýsingaherferð út fyrir landsteinana, en lítill áhugi hafði verið meðal íslenskra tannlækna á að setja á fót stofu á Ísafirði. Forráðamenn HVEST eiga hrós skilið fyrir þetta frumkvæði og finna lausnir þegar þær er ekki að finna hér á landi. Lausnir á fleiri sviðum Skynsemi HVEST leiðir hugann að sambærilegum málum sem upp hafa komið víðar á landsbyggðinni og tengist hvimleiðum og oft viðvarandi læknaskorti. Svo virðist sem erfitt sé að fá íslenska lækna til að starfa og setjast að í hinum dreifðari byggðum á sama tíma og stjórnvöld gera lítið af því að jafna aðstöðumuninn með því að einfalda fólki að sækja sér læknisþjónustu til Reykjavíkur. Leið HVEST blasir við. Auðvitað á í auknum mæli að auglýsa eftir læknum og slíkum sérfræðingum út fyrir landsteinanna sé þess þörf og reyndar umhugsunarefni af hverju það hafi ekki tíðkast í meira mæli fram til þessa. Ástæðan liggur svo sem í augum uppi og kom fram í viðtali RÚV við hinn breska tannlækni. Hann sagði að umsóknarferlið hafi tekið langan tíma og ekki verið rakið mál - hann sótti um í júní á síðasta ári og komst loks til Ísafjarðar hálfu ári seinna. Regluverkið og stjórnsýslan gerir erlendu starfsfólki það hreinlega of erfitt að koma hingað og starfa þótt vöntun sé á starfskröftunum. Íslenskir læknar eru hvattir til og verða í flestum tilfellum að sækja sér menntun og reynslu til útlanda en erlendir læknar eru ekki jafn velkomnir að starfa hér á landi. Þá kæmi það ekki á óvart að hagsmunasamtök íslenskra lækna myndu vara mjög við því að reglum yrði breytt svo einfaldara væri fyrir erlenda lækna að starfa á Íslandi. Þetta á sennilega við um langflestar íslenskar launþegahreyfingar hver á sínu atvinnusviði. Þessum hugsunargangi þarf að breyta sem og löggjöfinni. Draga þarf úr ströngum skilyrðum og einfalda atvinnuþátttöku fólks, innan sem utan EES, og sérstaklega þegar um er að ræða skort á fólki í mikilvæg þjónustustörf á vegum hins opinbera. Opið og frjálst Fámenn þjóð á afskekktri eyju á allt undir því að eiga í sem mestum samskiptum við umheiminn. Ísland laðar að sér áhugavert fólk frá öllum heimshornum sem auðgar samfélagið með nýjum hugmyndum og menningu. Þannig skapast ný tækifæri og samfélagslegur auður. James Haughton spilaði gjarnan verk eftir Liszt á tónleikum fyrir Vestfirðinga og þeir kenndu honum sitthvað um lífsbaráttuna og vetrarhörkur. Það var gott samstarf og megi það lengi halda áfram með nýju fólki á sem flestum sviðum. Höfundur er 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun