Drottningarmaður í tæp sjötíu ár Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. apríl 2021 20:00 Filippus og Elísabet á demantsbrúðkaupsafmæli sínu árið 2007. Getty/Tim Graham Filippus Bretaprins lést í morgun, 99 ára að aldri. Margir syrgja prinsinn, sem var giftur Elísabetu drottningu í 73 ár. Filippus hefði orðið hundrað ára í júní en hann lætur eftir sig fjögur börn, átta barnabörn og tíu barnabarnabörn. Enginn hefur lengur gegnt hlutverki maka konungs eða drottningar í sögu Bretlands. Prinsinn þjónaði í sjóhernum í seinni heimsstyrjöld og beitti sér síðustu áratugi í þágu íþrótta, hreyfingar barna og vísinda svo fátt eitt sé nefnt. Flaggað var í hálfa stöng víðs vegar innan sem utan Bretlands í dag vegna andláts Filippusar og fjöldi lagði leið sína að Windsor-kastala, þar sem hann lést, og skildi eftir blómvendi. „Hann var augljóslega þjóðargersemi, maðurinn. Filippus fékk okkur til að hlæja, hann var bráðgáfaður og stórmenni. Það var fallegt að fylgjast með sambandi hans við drottninguna og hann skipti þjóðina miklu máli,“ sagði Lundúnabúinn Alice Tharme við AP-fréttaveituna. Breskir ráðamenn sem og aðrir minntust prinsins í ræðum og tilkynningum í dag. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði Filippusar verða minnst fyrir stuðning við drottninguna og þjónustu við þjóðina. "Prince Philip earned the affection of generations here in the United Kingdom, across the Commonwealth and around the world"Prime Minister Boris Johnson pays tribute to the Duke of Edinburgh, who has died aged 99https://t.co/N3GMfUBjjk pic.twitter.com/oKlZ1SuGgS— BBC Breaking News (@BBCBreaking) April 9, 2021 „Hann hjálpaði til við að stýra konungsfjölskyldunni og krúnunni og kom að því að gera stofnunina bráðnauðsynlega fyrir bresku þjóðina,“ sagði Johnson. President Trump and I extend our deepest condolences to Her Majesty the Queen, the Royal Family, and the people of Great Britain as the world mourns the loss of Prince Philip.— MELANIA TRUMP (@MELANIATRUMP) April 9, 2021 Bretland Kóngafólk Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Filippus prins er látinn Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er látinn. Hann lést í morgun í Windsor-kastala að því er segir í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Hann varð 99 ára. 9. apríl 2021 11:09 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira
Filippus hefði orðið hundrað ára í júní en hann lætur eftir sig fjögur börn, átta barnabörn og tíu barnabarnabörn. Enginn hefur lengur gegnt hlutverki maka konungs eða drottningar í sögu Bretlands. Prinsinn þjónaði í sjóhernum í seinni heimsstyrjöld og beitti sér síðustu áratugi í þágu íþrótta, hreyfingar barna og vísinda svo fátt eitt sé nefnt. Flaggað var í hálfa stöng víðs vegar innan sem utan Bretlands í dag vegna andláts Filippusar og fjöldi lagði leið sína að Windsor-kastala, þar sem hann lést, og skildi eftir blómvendi. „Hann var augljóslega þjóðargersemi, maðurinn. Filippus fékk okkur til að hlæja, hann var bráðgáfaður og stórmenni. Það var fallegt að fylgjast með sambandi hans við drottninguna og hann skipti þjóðina miklu máli,“ sagði Lundúnabúinn Alice Tharme við AP-fréttaveituna. Breskir ráðamenn sem og aðrir minntust prinsins í ræðum og tilkynningum í dag. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði Filippusar verða minnst fyrir stuðning við drottninguna og þjónustu við þjóðina. "Prince Philip earned the affection of generations here in the United Kingdom, across the Commonwealth and around the world"Prime Minister Boris Johnson pays tribute to the Duke of Edinburgh, who has died aged 99https://t.co/N3GMfUBjjk pic.twitter.com/oKlZ1SuGgS— BBC Breaking News (@BBCBreaking) April 9, 2021 „Hann hjálpaði til við að stýra konungsfjölskyldunni og krúnunni og kom að því að gera stofnunina bráðnauðsynlega fyrir bresku þjóðina,“ sagði Johnson. President Trump and I extend our deepest condolences to Her Majesty the Queen, the Royal Family, and the people of Great Britain as the world mourns the loss of Prince Philip.— MELANIA TRUMP (@MELANIATRUMP) April 9, 2021
Bretland Kóngafólk Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Filippus prins er látinn Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er látinn. Hann lést í morgun í Windsor-kastala að því er segir í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Hann varð 99 ára. 9. apríl 2021 11:09 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira
Filippus prins er látinn Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er látinn. Hann lést í morgun í Windsor-kastala að því er segir í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Hann varð 99 ára. 9. apríl 2021 11:09