Telur að sigurinn á Masters gæti aukið vinsældir íþróttarinnar í heimalandinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 08:31 Hideki Matsuyama í græna jakkanum. Jared C. Tilton/Getty Images Hideki Matsuyama varð í gær fyrsti karlkylfingurinn frá Japan til að vinna risamót í golfi er hann vann hið goðsagnakennda Masters-mót. Hann er einnig fyrsti kylfingurinn frá Asíu sem klæðist græna jakkanum. Fyrir sigur Matsuyama í gær höfðu þær Hisako Hiiguchi og Hinako Shibuno unnið risamót í golfi kvenna megin. Higuchi vann LPGA-meistaramótið árið 1977 en Shibuno vann Opna breska árið 2019. Matsuyama er hins vegar fyrsti karl kylfingurinn til að næla í titil af þessari stærðargráðu og reikna má með að vinsældir hans heima fyrir muni aukast til muna. Eitthvað sem hann er ef til vill ekkert of ánægður með en kylfingurinn hefur aldrei verið mikið fyrir sviðsljósið. „Ég er mjög ánægður. Ég varð ekki stressaður á síðari níu holunum heldur var ég stressaður strax frá upphafi hringsins og fram á síðasta pútt,“ sagði Matsuyama í gegnum túlk eftir frækinn sigur sinn í gær. Matsuyama first came to Augusta as an amateur invitee. He leaves a decade later as Masters champion. #themasters pic.twitter.com/a5Av7pu9cw— The Masters (@TheMasters) April 12, 2021 „Ég hugsaði um fjölskyldu mína allan tímann og ég er mjög ánægður að hafa spilað vel fyrir þeirra hönd. Vonandi get ég verið frumkvöðull og aðrir Japanir fetað í mín fótspor. Ég er ánægður með að hafa mögulega opnað flóðgáttirnar,“ bætti hann við að lokum. For years, Hideki Matsuyama has carried the weight of a country on his shoulders. After today s Masters victory, that load is lighter.@mrewanmurray @guardian | #themastershttps://t.co/1DdGZviej1— The Masters (@TheMasters) April 12, 2021 Golf Masters-mótið Japan Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fyrir sigur Matsuyama í gær höfðu þær Hisako Hiiguchi og Hinako Shibuno unnið risamót í golfi kvenna megin. Higuchi vann LPGA-meistaramótið árið 1977 en Shibuno vann Opna breska árið 2019. Matsuyama er hins vegar fyrsti karl kylfingurinn til að næla í titil af þessari stærðargráðu og reikna má með að vinsældir hans heima fyrir muni aukast til muna. Eitthvað sem hann er ef til vill ekkert of ánægður með en kylfingurinn hefur aldrei verið mikið fyrir sviðsljósið. „Ég er mjög ánægður. Ég varð ekki stressaður á síðari níu holunum heldur var ég stressaður strax frá upphafi hringsins og fram á síðasta pútt,“ sagði Matsuyama í gegnum túlk eftir frækinn sigur sinn í gær. Matsuyama first came to Augusta as an amateur invitee. He leaves a decade later as Masters champion. #themasters pic.twitter.com/a5Av7pu9cw— The Masters (@TheMasters) April 12, 2021 „Ég hugsaði um fjölskyldu mína allan tímann og ég er mjög ánægður að hafa spilað vel fyrir þeirra hönd. Vonandi get ég verið frumkvöðull og aðrir Japanir fetað í mín fótspor. Ég er ánægður með að hafa mögulega opnað flóðgáttirnar,“ bætti hann við að lokum. For years, Hideki Matsuyama has carried the weight of a country on his shoulders. After today s Masters victory, that load is lighter.@mrewanmurray @guardian | #themastershttps://t.co/1DdGZviej1— The Masters (@TheMasters) April 12, 2021
Golf Masters-mótið Japan Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira