Ætla sér að slá út „besta lið heims“ í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2021 10:00 Thomas Müller og félagar skoruðu tvö mörk í fyrri leiknum gegn PSG en fengu aragrúa færa til viðbótar. EPA/LUKAS BARTH-TUTTAS Mauricio Pochettino segir að PSG þurfi að slá út „besta lið heims“ í kvöld til að komast áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Ljóst er að Bayern München þarf að skora tvö mörk í París í kvöld, eftir að PSG vann leikinn í Þýskalandi 3-2. Bæjarar óðu í færum í fyrri leiknum og áttu 31 skottilraun. Þeir spyrja sig eflaust hver staðan væri í einvíginu ef Roberts Lewandowski nyti við en hann verður áfram frá keppni vegna meiðsla í kvöld. „Við verðum ánægðir ef við fáum sama fjölda af færum aftur. Í þetta skiptið náum við vonandi að nýta þau betur,“ sagði Thomas Müller á blaðamannafundi í gær. Müller segir Bæjara ætla að nýta sér það að leikmenn PSG óttist að missa forskotið sem þeir náðu í Þýskalandi. „Það er mannlegt eðli og við viljum nýta okkur það.“ Meiðsli hafa hrjáð leikmenn Bayern og Müller grínaðist með það á samfélagsmiðlum að Arjen Robben ætti að koma með til Parísar. Robben var að jafna sig af meiðslum, en er auðvitað ekki lengur leikmaður Bayern heldur Groningen heima í Hollandi. Thomas Müller skrifaði athugasemd við Instagram-færslu Arjen Robben og grínaðist með að hann ætti að koma með til Parísar. Serge Gnabry, Douglas Costa, Niklas Süle og Corentin Tolisso missa allir af leiknum. Evrópumeistararnir hafa aftur á móti endurheimt Lucas Hernandez og Leon Goretzka og ætti Hernandez að vera í byrjunarliðinu í kvöld. Kingsley Coman fékk líka grænt ljós þrátt fyrir högg á hnéð í jafnteflinu við Union Berlín um helgina. Meiðsli gætu einnig sett strik í reikninginn hjá PSG þar sem fyrirliðinn Marquinhos meiddist í fyrri leiknum. Pochettino sagði í gær að Marquinhos yrði líklega í hópnum í kvöld „en ég held að hann muni ekki byrja leikinn.“ Þá eru Marco Verratti og Alessandro Florenzi byrjaðir að æfa aftur eftir að hafa fengið kórónuveiruna og verið í einangrun í tíu daga, og því misst af fyrri leik liðanna. Kylian Mbappé gerði gæfumuninn fyrir PSG með tveimur mörkum í fyrri leiknum.EPA/LUKAS BARTH-TUTTAS Pochettino gerir sér fulla grein fyrir því hve mikið afrek það yrði að slá út Bayern, liðið sem PSG tapaði fyrir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. „Að mínu mati getur allt gerst. Bayern er þessa stundina besta lið í heimi. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir félaginu. Að sama skapi höfum við fulla trú á okkar styrkleikum og við vitum að við verðum að fara í þennan leik með það í huga að vinna hann,“ sagði Pochettino. Leikur PSG og Bayern er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld, og leikur Chelsea og Porto á Stöð 2 Sport 2. Leikirnir hefjast kl. 19 en upphitun hefst kl. 18.15 á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
Bæjarar óðu í færum í fyrri leiknum og áttu 31 skottilraun. Þeir spyrja sig eflaust hver staðan væri í einvíginu ef Roberts Lewandowski nyti við en hann verður áfram frá keppni vegna meiðsla í kvöld. „Við verðum ánægðir ef við fáum sama fjölda af færum aftur. Í þetta skiptið náum við vonandi að nýta þau betur,“ sagði Thomas Müller á blaðamannafundi í gær. Müller segir Bæjara ætla að nýta sér það að leikmenn PSG óttist að missa forskotið sem þeir náðu í Þýskalandi. „Það er mannlegt eðli og við viljum nýta okkur það.“ Meiðsli hafa hrjáð leikmenn Bayern og Müller grínaðist með það á samfélagsmiðlum að Arjen Robben ætti að koma með til Parísar. Robben var að jafna sig af meiðslum, en er auðvitað ekki lengur leikmaður Bayern heldur Groningen heima í Hollandi. Thomas Müller skrifaði athugasemd við Instagram-færslu Arjen Robben og grínaðist með að hann ætti að koma með til Parísar. Serge Gnabry, Douglas Costa, Niklas Süle og Corentin Tolisso missa allir af leiknum. Evrópumeistararnir hafa aftur á móti endurheimt Lucas Hernandez og Leon Goretzka og ætti Hernandez að vera í byrjunarliðinu í kvöld. Kingsley Coman fékk líka grænt ljós þrátt fyrir högg á hnéð í jafnteflinu við Union Berlín um helgina. Meiðsli gætu einnig sett strik í reikninginn hjá PSG þar sem fyrirliðinn Marquinhos meiddist í fyrri leiknum. Pochettino sagði í gær að Marquinhos yrði líklega í hópnum í kvöld „en ég held að hann muni ekki byrja leikinn.“ Þá eru Marco Verratti og Alessandro Florenzi byrjaðir að æfa aftur eftir að hafa fengið kórónuveiruna og verið í einangrun í tíu daga, og því misst af fyrri leik liðanna. Kylian Mbappé gerði gæfumuninn fyrir PSG með tveimur mörkum í fyrri leiknum.EPA/LUKAS BARTH-TUTTAS Pochettino gerir sér fulla grein fyrir því hve mikið afrek það yrði að slá út Bayern, liðið sem PSG tapaði fyrir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. „Að mínu mati getur allt gerst. Bayern er þessa stundina besta lið í heimi. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir félaginu. Að sama skapi höfum við fulla trú á okkar styrkleikum og við vitum að við verðum að fara í þennan leik með það í huga að vinna hann,“ sagði Pochettino. Leikur PSG og Bayern er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld, og leikur Chelsea og Porto á Stöð 2 Sport 2. Leikirnir hefjast kl. 19 en upphitun hefst kl. 18.15 á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira