PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. apríl 2021 21:00 Kylian Mbappe og félagar hans eru komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar. AP Photo/Joan Monfort Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München. Það var nóg um að vera í fyrri hálfleik og bæði lið fengu nokkur ákjósanleg færi til að komast yfir. Neymar átti til að mynda skot í stöng á 37. mínútu fyrir Parísarmenn. Það voru þó gestirnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 40. mínútu þegar að Eric Maxim Chuopo-Moting fylgdi skoti David Alaba vel eftir. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik og Evrópumeistararnir því með eins marks forystu þegar gengið var til búningsherbergja. Gestirnir frá München sóttu og sóttu allan seinni hálfleikinn og voru greinilega staðráðnir í því að sækja þetta mark sem þeir þurftu til að koma sér í undanúrslitin. Parísarmenn fengu þó einnig sín færi, og á 78. mínútu slapp Kylian Mbappe einn inn fyrir. Mbappe kláraði færið af stakri snilld, en flagg aðstoðardómarans var farið á loft og markið því réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Gestirnir náðu ekki að skora markið mikilvæga og það eru því Mauricio Pochettino og lærisveinar hans í PSG sem eru komnir í undanúrslit. PSG mætir annað hvort Manchester City eða Dortmund í undanúrslitum, en þau eigast við á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 klukkan 18:50. Meistaradeild Evrópu
Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München. Það var nóg um að vera í fyrri hálfleik og bæði lið fengu nokkur ákjósanleg færi til að komast yfir. Neymar átti til að mynda skot í stöng á 37. mínútu fyrir Parísarmenn. Það voru þó gestirnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 40. mínútu þegar að Eric Maxim Chuopo-Moting fylgdi skoti David Alaba vel eftir. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik og Evrópumeistararnir því með eins marks forystu þegar gengið var til búningsherbergja. Gestirnir frá München sóttu og sóttu allan seinni hálfleikinn og voru greinilega staðráðnir í því að sækja þetta mark sem þeir þurftu til að koma sér í undanúrslitin. Parísarmenn fengu þó einnig sín færi, og á 78. mínútu slapp Kylian Mbappe einn inn fyrir. Mbappe kláraði færið af stakri snilld, en flagg aðstoðardómarans var farið á loft og markið því réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Gestirnir náðu ekki að skora markið mikilvæga og það eru því Mauricio Pochettino og lærisveinar hans í PSG sem eru komnir í undanúrslit. PSG mætir annað hvort Manchester City eða Dortmund í undanúrslitum, en þau eigast við á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 klukkan 18:50.
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti