Ólöglegt eftirlit á Akranesi Karl Hrannar Sigurðsson skrifar 13. apríl 2021 12:01 Á Akranesi fer fram eftirlit með hraðakstri ökumanna. Slíkt eftirlit er auðvitað gott og blessað, enda mikilvægt að ökumenn keyri innan hraðamarka til að tryggja öryggi sitt og annarra vegfarenda. Eftirlitið á Akranesi fer þó fram með fremur athyglisverðum hætti. Hvítri bifreið af gerðinni Volkswagen Caddy er lagt hér og þar um bæinn, oftast ólöglega. Í bifreiðinni er myndavél sem tekur myndir af þeim sem aka of hratt. Hún ber ekki með sér að vera lögreglubifreið, enda ekki merkt sem slík. Ég gef mér þó að þarna sé lögregla á ferð, eða a.m.k. aðili sem þjónustar lögregluna á einhvern hátt. Undirritaður þekkir þó nokkra sem lent hafa í klóm bifreiðarinnar, sumir þeirra oftar einu sinni. Má eftirlitið fara fram með leynd? Um eftirlitið og þær myndir sem teknar eru í hvítu bifreiðinni gilda lög nr. 75/2019 um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Í lögunum er tiltekið að vinnsla á persónuupplýsingum, þ.e. myndataka í þessu tilfelli, eigi að fara fram með sanngjörnum hætti. Í því felst að gagnsæi verður að vera til staðar gagnvart einstaklingum, þ.e. að þeir séu meðvitaðir um eftirlitið. Á kröfunni um gagnsæi eru þó að sjálfsögðu ákveðnar undantekningar. Henni er ekki ætlað að koma í veg fyrir að löggæsluyfirvöld sinni starfsemi sem miðar að því að koma í veg fyrir, rannsaka, koma upp um, saksækja fyrir refsiverð brot eða fullnægja refsiviðurlögum. Slík starfsemi verður þó að teljast nauðsynleg og hófleg ráðstöfun. Í einföldu máli má segja að vöktun með leynd sé heimil í ákveðnum tilvikum þar sem vægari úrræði duga ekki til. Gefum okkur til dæmis að rökstuddur grunur sé uppi um að tilteknir einstaklingar standi að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Lögregla grípur til þess ráðs að hlera símtöl þeirra. Hér gefur augaleið að óheppilegt væri að upplýsa hina meintu fíkniefnasala um eftirlitið, enda myndu þeir eflaust grípa á það ráð að eiga tiltekin samskipti með öðrum hætti en í gegnum síma. Þar með gætu þeir haldið áfram að komast upp með hið meinta ólögmæta athæfi. Í þessu tilfelli má segja að vöktun með leynd sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir refsivert brot og ekki þarf því að upplýsa um hana. Hið sama verður ekki sagt um eftirlit með hraðakstri ökumanna. Ólíkt hinum meintu fíkniefnasölum, þá er yfirleitt ekki um einbeittan brotavilja að ræða hjá ökumönnum og ólíklegt að þeir grípi til ráðstafana til að komast upp með þá háttsemi að keyra of hratt, svo sem fari aðra leið til að svala þörf sinni fyrir hraðakstur. Með vitneskju um staðsetningu lögreglunnar grípa flestir ökumenn á það sjálfsagða ráð að virða hraðamörk. Eftirlit með leynd er því á engan hátt nauðsynlegt til að koma í veg fyrir brot þeirra. Undirritaður vill taka fram að hann er á engan hátt talsmaður hraðaksturs og öll erum við eflaust sammála um að hann er hættulegur. Með sýnileika lögreglu er komið í veg fyrir hraðakstur og hættunni sem af honum hlýst er afstýrt. Þegar lögregla liggur í leyni er hinu hættulega ástandi aftur á móti viðhaldið og aðferðin því ekki til þess fallin að tryggja öryggi ökumanna og annarra vegfarenda. Höfundur býr á Akranesi og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Umferðaröryggi Akranes Lögreglan Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Á Akranesi fer fram eftirlit með hraðakstri ökumanna. Slíkt eftirlit er auðvitað gott og blessað, enda mikilvægt að ökumenn keyri innan hraðamarka til að tryggja öryggi sitt og annarra vegfarenda. Eftirlitið á Akranesi fer þó fram með fremur athyglisverðum hætti. Hvítri bifreið af gerðinni Volkswagen Caddy er lagt hér og þar um bæinn, oftast ólöglega. Í bifreiðinni er myndavél sem tekur myndir af þeim sem aka of hratt. Hún ber ekki með sér að vera lögreglubifreið, enda ekki merkt sem slík. Ég gef mér þó að þarna sé lögregla á ferð, eða a.m.k. aðili sem þjónustar lögregluna á einhvern hátt. Undirritaður þekkir þó nokkra sem lent hafa í klóm bifreiðarinnar, sumir þeirra oftar einu sinni. Má eftirlitið fara fram með leynd? Um eftirlitið og þær myndir sem teknar eru í hvítu bifreiðinni gilda lög nr. 75/2019 um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Í lögunum er tiltekið að vinnsla á persónuupplýsingum, þ.e. myndataka í þessu tilfelli, eigi að fara fram með sanngjörnum hætti. Í því felst að gagnsæi verður að vera til staðar gagnvart einstaklingum, þ.e. að þeir séu meðvitaðir um eftirlitið. Á kröfunni um gagnsæi eru þó að sjálfsögðu ákveðnar undantekningar. Henni er ekki ætlað að koma í veg fyrir að löggæsluyfirvöld sinni starfsemi sem miðar að því að koma í veg fyrir, rannsaka, koma upp um, saksækja fyrir refsiverð brot eða fullnægja refsiviðurlögum. Slík starfsemi verður þó að teljast nauðsynleg og hófleg ráðstöfun. Í einföldu máli má segja að vöktun með leynd sé heimil í ákveðnum tilvikum þar sem vægari úrræði duga ekki til. Gefum okkur til dæmis að rökstuddur grunur sé uppi um að tilteknir einstaklingar standi að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Lögregla grípur til þess ráðs að hlera símtöl þeirra. Hér gefur augaleið að óheppilegt væri að upplýsa hina meintu fíkniefnasala um eftirlitið, enda myndu þeir eflaust grípa á það ráð að eiga tiltekin samskipti með öðrum hætti en í gegnum síma. Þar með gætu þeir haldið áfram að komast upp með hið meinta ólögmæta athæfi. Í þessu tilfelli má segja að vöktun með leynd sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir refsivert brot og ekki þarf því að upplýsa um hana. Hið sama verður ekki sagt um eftirlit með hraðakstri ökumanna. Ólíkt hinum meintu fíkniefnasölum, þá er yfirleitt ekki um einbeittan brotavilja að ræða hjá ökumönnum og ólíklegt að þeir grípi til ráðstafana til að komast upp með þá háttsemi að keyra of hratt, svo sem fari aðra leið til að svala þörf sinni fyrir hraðakstur. Með vitneskju um staðsetningu lögreglunnar grípa flestir ökumenn á það sjálfsagða ráð að virða hraðamörk. Eftirlit með leynd er því á engan hátt nauðsynlegt til að koma í veg fyrir brot þeirra. Undirritaður vill taka fram að hann er á engan hátt talsmaður hraðaksturs og öll erum við eflaust sammála um að hann er hættulegur. Með sýnileika lögreglu er komið í veg fyrir hraðakstur og hættunni sem af honum hlýst er afstýrt. Þegar lögregla liggur í leyni er hinu hættulega ástandi aftur á móti viðhaldið og aðferðin því ekki til þess fallin að tryggja öryggi ökumanna og annarra vegfarenda. Höfundur býr á Akranesi og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar