Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 24-14 | Slóvenía númeri of stór Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 17. apríl 2021 17:30 Ísland - Frakkland. Undankeppni EM 2020, kvenna. Vetur 2019-2020. Handbolti. Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Möguleikar Íslands um sæti á HM 2021 eru nánast úr sögunni eftir tap gegn Slóveníu ytra í fyrri leik landanna í umspili um sæti á mótinu lokatölur, 24-14. Fyrri hálfleikur fór ágætlega af stað. Á fyrstu mínútum leiksins var jafnræði með liðunum. Þegar tæplega 10 mínútur voru liðnar af leiknum sýndu Slóvenía mátt sinn og fóru að keyra fram úr. Eftir það var þetta leikur kattarins að músinni. Þegar stundarfjórðungur var liðin af fyrri hálfleik var staðan 8-5. Íslensku stelpurnar áttu erfitt með að finna taktinn sóknarlega og voru nokkrir ansi dýrkeyptir tapaðir boltar sem Slóvenía nýtti sér. Íslensku stelpurnar voru öflugar í fyrri hálfleiknum og hefði munurinn geta verið minni þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. En það vantaði herslumuninn sóknarlega og Slóvenía leiddi því með 6 mörkum, 13-7. Seinni hálfleikur varð beint framhald af því sem gekk á í fyrri hálfleik. Slóvenía hélt áfram að keyra fram úr og áttu Íslensku stelpurnar erfitt með að saxa á forskotið. Varnarleikur Íslenska liðsins var góður í seinni hálfleik á móti gríðarlega öflugum leikmönnum Slóveníu. Vörnin þéttist og var markvarslan eftir því. Hinsvegar var það sóknarleikurinn sem varð þeim algjörlega að falli í þessum leik og kom lítið sem ekkert frá hægri væng liðsins Saga Sif reyndist vítabani í þessum leik og fór það svo að hún varði öll 4 vítin sem hún stóð andspænis gegn . Ekki jók það sjálfstraustið hjá stelpunum hinu megin á vellinum og til að draga vígtennurnar endanlega úr Íslensku stelpunum varði Amra Pandzic eina víti Íslenska liðsins, á loka mínutu leiksins. Lokatölur 24-14. Af hverju vann Slóvenía? Það kom ekki á óvart að Slóvenía hafi unnið þennan leik. Þær eru til að mynda með 12 leikmenn sem tóku þátt í Meistaradeildinni í vetur og sást það á vellinum. Þær eru með mjög sterkt lið og spiluðu frábærlega bæði sóknarlega sem og varnarlega. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Slóveníu var það Elizabeth Omoregie atkvæðamest með 9 mörk. Maja Svetik og Tjasa Stanko voru með 4 mörk hvor. Amra Pandzic var frábær í markinu og varði 14 bolta, 56% markvörslu. Hjá Íslandi voru það markverðirnir sem voru í lykilhlutverki. Elín Jóna Þorsteinsdóttir var góð í markinu með 12 bolta varða, 33% markvörslu og svo kom Saga Sif Gísladóttir inn á og varði fjögur af fórum vítum Slóveníu. Saga Sig var því með 100 prósent markvörslu í leiknum. Lovísa Thompson leiddi sóknarleik Íslands og var með fimm mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Íslenska liðsins var ekki upp á marga fiska. Hægri vængurinn skilaði litlu sem engu í dag og áttu þær erfitt með að finna svör við sterkri vörn Slóveníu. Hvað gerist næst Liðin mætast í seinni leik sínum á Ásvöllum á miðvikudaginn 21. apríl kl 19:30. Handbolti HM 2021 í handbolta
Möguleikar Íslands um sæti á HM 2021 eru nánast úr sögunni eftir tap gegn Slóveníu ytra í fyrri leik landanna í umspili um sæti á mótinu lokatölur, 24-14. Fyrri hálfleikur fór ágætlega af stað. Á fyrstu mínútum leiksins var jafnræði með liðunum. Þegar tæplega 10 mínútur voru liðnar af leiknum sýndu Slóvenía mátt sinn og fóru að keyra fram úr. Eftir það var þetta leikur kattarins að músinni. Þegar stundarfjórðungur var liðin af fyrri hálfleik var staðan 8-5. Íslensku stelpurnar áttu erfitt með að finna taktinn sóknarlega og voru nokkrir ansi dýrkeyptir tapaðir boltar sem Slóvenía nýtti sér. Íslensku stelpurnar voru öflugar í fyrri hálfleiknum og hefði munurinn geta verið minni þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. En það vantaði herslumuninn sóknarlega og Slóvenía leiddi því með 6 mörkum, 13-7. Seinni hálfleikur varð beint framhald af því sem gekk á í fyrri hálfleik. Slóvenía hélt áfram að keyra fram úr og áttu Íslensku stelpurnar erfitt með að saxa á forskotið. Varnarleikur Íslenska liðsins var góður í seinni hálfleik á móti gríðarlega öflugum leikmönnum Slóveníu. Vörnin þéttist og var markvarslan eftir því. Hinsvegar var það sóknarleikurinn sem varð þeim algjörlega að falli í þessum leik og kom lítið sem ekkert frá hægri væng liðsins Saga Sif reyndist vítabani í þessum leik og fór það svo að hún varði öll 4 vítin sem hún stóð andspænis gegn . Ekki jók það sjálfstraustið hjá stelpunum hinu megin á vellinum og til að draga vígtennurnar endanlega úr Íslensku stelpunum varði Amra Pandzic eina víti Íslenska liðsins, á loka mínutu leiksins. Lokatölur 24-14. Af hverju vann Slóvenía? Það kom ekki á óvart að Slóvenía hafi unnið þennan leik. Þær eru til að mynda með 12 leikmenn sem tóku þátt í Meistaradeildinni í vetur og sást það á vellinum. Þær eru með mjög sterkt lið og spiluðu frábærlega bæði sóknarlega sem og varnarlega. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Slóveníu var það Elizabeth Omoregie atkvæðamest með 9 mörk. Maja Svetik og Tjasa Stanko voru með 4 mörk hvor. Amra Pandzic var frábær í markinu og varði 14 bolta, 56% markvörslu. Hjá Íslandi voru það markverðirnir sem voru í lykilhlutverki. Elín Jóna Þorsteinsdóttir var góð í markinu með 12 bolta varða, 33% markvörslu og svo kom Saga Sif Gísladóttir inn á og varði fjögur af fórum vítum Slóveníu. Saga Sig var því með 100 prósent markvörslu í leiknum. Lovísa Thompson leiddi sóknarleik Íslands og var með fimm mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Íslenska liðsins var ekki upp á marga fiska. Hægri vængurinn skilaði litlu sem engu í dag og áttu þær erfitt með að finna svör við sterkri vörn Slóveníu. Hvað gerist næst Liðin mætast í seinni leik sínum á Ásvöllum á miðvikudaginn 21. apríl kl 19:30.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti