Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Vals og ÍA föstudagskvöldið 30. apríl. Valsmenn eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og að liðið fari niður um þrjú sæti frá síðasta tímabili. Stjörnumenn fóru mjög vel af stað í fyrra en hléin vegna kórónuveirufaraldursins settu stórt strik í reikning þeirra. Garðbæingar voru síðasta lið Pepsi Max-deildarinnar til að lúta í gras, töpuðu aðeins tveimur leikjum, enduðu í 3. sæti og endurheimtu sæti í Evrópukeppni. Rúnar Páll Sigmundsson er þaulsetnasti þjálfari deildarinnar en hann hefur stýrt Stjörnunni síðan 2014. Í fyrra var hann með Ólaf Jóhannesson sér við hlið en núna er Þorvaldur Örlygsson mættur í Garðabæinn. Samstarf þeirra Rúnars Páls og Þorvaldar ætti að vera farsælt enda rímar þeirra fótboltaheimspeki betur saman en hjá Rúnari Páli og Ólafi. Talsverðar, og kannski löngu tímabærar, breytingar hafa orðið hjá Stjörnunni í vetur en margir leikmenn hafa horfið á braut. Stjörnumenn hafa þó ekki styrkt sig mikið og missirinn af fyrirliðanum Alex Þór Haukssyni er mikill. Síðasta tímabil hjá Stjörnunni Sæti: 3 Stig: 31 Vænt stig (xP): 20,9 Mörk: 27 Mörk á sig: 20 Vænt mörk (xG): 22,7 Vænt mörk á sig: 28,9 Með boltann: 52,6% Heppnaðar sendingar: 79,6% Skot: 13,1 Aðalleikaðferð: 4-2-3-1 (61%) Meðalaldur: 29,1 Markahæstur: Hilmar Árni Halldórsson (7) Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Stjörnunnar.vísir/toggi Haraldur Björnsson (f. 1989): Reynslumikill og öflugur markvörður sem er að fara inn í sitt fimmta tímabil í Garðabænum. Átti mjög gott tímabil í fyrra og stefnir á slíkt hið sama í ár. Er frábær í stöðunni einn á einn og bjargaði Garðbæingum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar á síðustu leiktíð. Góður í loftinu, með góðan talanda og mikill karakter - eins og markverðir eiga að vera. Hentar fullkomlega í leikstíl Stjörnunnar. Daníel Laxdal (f. 1986): Herra Stjarnan. Í raun vart hægt að ímynda sér Stjörnuna án Daníels. Kominn á efri ár en enn með betri miðvörðum deildarinnar. Svo getur hann brugðið sér í framlínuna þegar þess þarf eins og hann gerði með góðum árangri á síðustu leiktíð. Algjör máttarstólpi í liði sem ætlar sér bókað að enda mun ofar en 6. sæti. Hilmar Árni Halldórsson (f. 1992): Potturinn og pannan í í sóknarleik Garðbæinga. Nánast hver einasta sókn liðsins fer í gegnum Breiðhyltinginn knáa. Stýrir spilinu og tekur svo öll föst leikatriði. Hefur verið í herbúðum Stjörnunnar síðan 2016 og verið einn albesti leikmaður deildarinnar á þeim tíma. Var heldur til rólegur á eigin mælikvarða síðasta sumar þó hann hafi skorað sjö mörk í sautján leikjum. Segir í raun meira um hversu hátt hann hefur sett markið með frammistöðum sínum undanfarin ár. Haraldur Björnsson, Daníel Laxdal og Hilmar Árni Halldórsson.vísir/hulda margrét Leikstíllinn Í þremur orðum: Beinskeyttur, skipulagður og hraður. Stjarnan er með eitt af þeim liðum sem hefur verið kennt við einkennandi leikstíl undanfarin ár. Liðið spilar skipulagðan og beinskeyttan bolta. Með innkomu Ólafs Jóhannessonar á síðustu leiktíð spilaði liðið þó boltanum mun meira út frá marki heldur en áður. Haraldur fann reglulega miðverði eða bakverði, sérstaklega ef boltinn var í leik. Markspyrnur fóru oftar en ekki langt upp völlinn og þá leiðist markverðinum ekkert að negla boltanum fram möguleiki er á skyndisókn. Stjarnan vill pressa mótherja sína ofarlega á vellinum en pressan á það til að vera slitrótt en virkar oftar en ekki þar sem andstæðingar liðsins lyfta boltanum upp völlinn. Eitthvað sem Stjarnan vill þar sem þeir eru venjulega sterkari aðilinn í loftinu. Garðbæingar leggja mikið upp úr fyrirgjöfum, skyndisóknum og föstum leikatriðum. Stjarnan vill sækja hratt upp völlinn og gera það vel. Nýta breiddina og fá fyrirgjafir af ýmsum toga. Bæði inn á teig eða út fyrir teig i skot. Gekk það vel í fyrra og kom fjöldi marka eftir slíkar sóknir. Þá treysta þeir mjög á sköpunarmátt Hilmars Árna enda fáir betri en hann í deildinni þegar kemur að því að búa til pláss fyrir skot eða sendingu. Markaðurinn vísir/toggi Það munar svo sannarlega um mikið fyrir Stjörnuna að hefja nú tímabil í fyrsta sinn frá árinu 2016 án þess að vera með Alex sem akkeri á miðjunni. Það var í raun skrýtið að hann væri ekki farinn fyrr í atvinnumennsku en skarð hans verður vandfyllt. Guðjón er orðinn 35 ára og hefur haft frekar hægt um sig í markaskorun síðustu ár, svo kannski var kominn tími á nýtt blóð í fremstu víglínu. Meðal annars til að bregðast við þessu fékk Stjarnan flottan liðsstyrk frá Íslandsmeisturunum í Einari Karli Ingvarssyni og Ólafi Karli Finsen, sem reyndar lék með FH seinni hluta síðustu leiktíðar. Þeir eru á besta fótboltaaldri og höndla vel stærra hlutverk en þeir fengu á Hlíðarenda. Oscar Borg er enskur bakvörður sem minnkar skaðann af því að Jósef Kristinn Jósefsson og Jóhann Laxdal skuli vera hættir. Hægri bakvörðurinn Magnus Anbo kom í gegnum samstarf Stjörnunnar við AGF og hefur vonandi meira fram að færa en síðasti leikmaður sem kom í gegnum það samstarf, Nimo Gribenco. Hvað vantar? Stjarnan virðist mest þurfa á fjölhæfum markaskorara í fremstu víglínu að halda. Emil Atlason og Ólafur Karl eru ekki endilega svarið við því ætli liðið sér að vera í toppbaráttu. Að lokum Stjarnan fær nýliða Leiknis í heimsókn í 1. umferðinni.vísir/hulda margrét Stjarnan hefur farið í gegnum smá hreinsunareld í vetur. Það gæti gefist vel til lengri tíma litið en ber kannski ekki ávöxt strax í sumar. Garðbæingar hafa ekki styrkt sig mikið og þeir allra svartsýnustu gætu bent á að samkvæmt ef og hefði tölfræðinni hefðu þeir átt að enda talsvert neðar í fyrra en þeir gerðu. Vörn Stjörnunnar var góð í fyrra, fyrir utan heimaleikinn gegn Val, en liðið skoraði óvenjulítið miðað við síðustu ár, aðeins 27 mörk. Stjörnumenn hafa haft lag á því undanfarin ár að enda ofar en þeim er spáð og það er ekki nokkur möguleiki á að þeir sætti sig við 6. sætið. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2021: Jarðtengdari Víkingar ætla að skola óbragðið úr munninum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2021 10:01 Pepsi Max-spáin 2021: Engin lalalala-læti án Valdimars Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 23. apríl 2021 10:00 Pepsi Max-spáin 2021: Kunnuglegt stef í Kórnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 22. apríl 2021 10:00 Pepsi Max-spáin 2021: Með orðspor í molum og ástralska markavél Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2021 10:01 Pepsi Max-spáin 2021: Stranda eftir brotthvarf stýrimanns og yfirvélstjóra Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2021 10:00 Pepsi Max-spáin 2021: Suðuramerískur dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2021 10:04 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Vals og ÍA föstudagskvöldið 30. apríl. Valsmenn eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og að liðið fari niður um þrjú sæti frá síðasta tímabili. Stjörnumenn fóru mjög vel af stað í fyrra en hléin vegna kórónuveirufaraldursins settu stórt strik í reikning þeirra. Garðbæingar voru síðasta lið Pepsi Max-deildarinnar til að lúta í gras, töpuðu aðeins tveimur leikjum, enduðu í 3. sæti og endurheimtu sæti í Evrópukeppni. Rúnar Páll Sigmundsson er þaulsetnasti þjálfari deildarinnar en hann hefur stýrt Stjörnunni síðan 2014. Í fyrra var hann með Ólaf Jóhannesson sér við hlið en núna er Þorvaldur Örlygsson mættur í Garðabæinn. Samstarf þeirra Rúnars Páls og Þorvaldar ætti að vera farsælt enda rímar þeirra fótboltaheimspeki betur saman en hjá Rúnari Páli og Ólafi. Talsverðar, og kannski löngu tímabærar, breytingar hafa orðið hjá Stjörnunni í vetur en margir leikmenn hafa horfið á braut. Stjörnumenn hafa þó ekki styrkt sig mikið og missirinn af fyrirliðanum Alex Þór Haukssyni er mikill. Síðasta tímabil hjá Stjörnunni Sæti: 3 Stig: 31 Vænt stig (xP): 20,9 Mörk: 27 Mörk á sig: 20 Vænt mörk (xG): 22,7 Vænt mörk á sig: 28,9 Með boltann: 52,6% Heppnaðar sendingar: 79,6% Skot: 13,1 Aðalleikaðferð: 4-2-3-1 (61%) Meðalaldur: 29,1 Markahæstur: Hilmar Árni Halldórsson (7) Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Stjörnunnar.vísir/toggi Haraldur Björnsson (f. 1989): Reynslumikill og öflugur markvörður sem er að fara inn í sitt fimmta tímabil í Garðabænum. Átti mjög gott tímabil í fyrra og stefnir á slíkt hið sama í ár. Er frábær í stöðunni einn á einn og bjargaði Garðbæingum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar á síðustu leiktíð. Góður í loftinu, með góðan talanda og mikill karakter - eins og markverðir eiga að vera. Hentar fullkomlega í leikstíl Stjörnunnar. Daníel Laxdal (f. 1986): Herra Stjarnan. Í raun vart hægt að ímynda sér Stjörnuna án Daníels. Kominn á efri ár en enn með betri miðvörðum deildarinnar. Svo getur hann brugðið sér í framlínuna þegar þess þarf eins og hann gerði með góðum árangri á síðustu leiktíð. Algjör máttarstólpi í liði sem ætlar sér bókað að enda mun ofar en 6. sæti. Hilmar Árni Halldórsson (f. 1992): Potturinn og pannan í í sóknarleik Garðbæinga. Nánast hver einasta sókn liðsins fer í gegnum Breiðhyltinginn knáa. Stýrir spilinu og tekur svo öll föst leikatriði. Hefur verið í herbúðum Stjörnunnar síðan 2016 og verið einn albesti leikmaður deildarinnar á þeim tíma. Var heldur til rólegur á eigin mælikvarða síðasta sumar þó hann hafi skorað sjö mörk í sautján leikjum. Segir í raun meira um hversu hátt hann hefur sett markið með frammistöðum sínum undanfarin ár. Haraldur Björnsson, Daníel Laxdal og Hilmar Árni Halldórsson.vísir/hulda margrét Leikstíllinn Í þremur orðum: Beinskeyttur, skipulagður og hraður. Stjarnan er með eitt af þeim liðum sem hefur verið kennt við einkennandi leikstíl undanfarin ár. Liðið spilar skipulagðan og beinskeyttan bolta. Með innkomu Ólafs Jóhannessonar á síðustu leiktíð spilaði liðið þó boltanum mun meira út frá marki heldur en áður. Haraldur fann reglulega miðverði eða bakverði, sérstaklega ef boltinn var í leik. Markspyrnur fóru oftar en ekki langt upp völlinn og þá leiðist markverðinum ekkert að negla boltanum fram möguleiki er á skyndisókn. Stjarnan vill pressa mótherja sína ofarlega á vellinum en pressan á það til að vera slitrótt en virkar oftar en ekki þar sem andstæðingar liðsins lyfta boltanum upp völlinn. Eitthvað sem Stjarnan vill þar sem þeir eru venjulega sterkari aðilinn í loftinu. Garðbæingar leggja mikið upp úr fyrirgjöfum, skyndisóknum og föstum leikatriðum. Stjarnan vill sækja hratt upp völlinn og gera það vel. Nýta breiddina og fá fyrirgjafir af ýmsum toga. Bæði inn á teig eða út fyrir teig i skot. Gekk það vel í fyrra og kom fjöldi marka eftir slíkar sóknir. Þá treysta þeir mjög á sköpunarmátt Hilmars Árna enda fáir betri en hann í deildinni þegar kemur að því að búa til pláss fyrir skot eða sendingu. Markaðurinn vísir/toggi Það munar svo sannarlega um mikið fyrir Stjörnuna að hefja nú tímabil í fyrsta sinn frá árinu 2016 án þess að vera með Alex sem akkeri á miðjunni. Það var í raun skrýtið að hann væri ekki farinn fyrr í atvinnumennsku en skarð hans verður vandfyllt. Guðjón er orðinn 35 ára og hefur haft frekar hægt um sig í markaskorun síðustu ár, svo kannski var kominn tími á nýtt blóð í fremstu víglínu. Meðal annars til að bregðast við þessu fékk Stjarnan flottan liðsstyrk frá Íslandsmeisturunum í Einari Karli Ingvarssyni og Ólafi Karli Finsen, sem reyndar lék með FH seinni hluta síðustu leiktíðar. Þeir eru á besta fótboltaaldri og höndla vel stærra hlutverk en þeir fengu á Hlíðarenda. Oscar Borg er enskur bakvörður sem minnkar skaðann af því að Jósef Kristinn Jósefsson og Jóhann Laxdal skuli vera hættir. Hægri bakvörðurinn Magnus Anbo kom í gegnum samstarf Stjörnunnar við AGF og hefur vonandi meira fram að færa en síðasti leikmaður sem kom í gegnum það samstarf, Nimo Gribenco. Hvað vantar? Stjarnan virðist mest þurfa á fjölhæfum markaskorara í fremstu víglínu að halda. Emil Atlason og Ólafur Karl eru ekki endilega svarið við því ætli liðið sér að vera í toppbaráttu. Að lokum Stjarnan fær nýliða Leiknis í heimsókn í 1. umferðinni.vísir/hulda margrét Stjarnan hefur farið í gegnum smá hreinsunareld í vetur. Það gæti gefist vel til lengri tíma litið en ber kannski ekki ávöxt strax í sumar. Garðbæingar hafa ekki styrkt sig mikið og þeir allra svartsýnustu gætu bent á að samkvæmt ef og hefði tölfræðinni hefðu þeir átt að enda talsvert neðar í fyrra en þeir gerðu. Vörn Stjörnunnar var góð í fyrra, fyrir utan heimaleikinn gegn Val, en liðið skoraði óvenjulítið miðað við síðustu ár, aðeins 27 mörk. Stjörnumenn hafa haft lag á því undanfarin ár að enda ofar en þeim er spáð og það er ekki nokkur möguleiki á að þeir sætti sig við 6. sætið.
Sæti: 3 Stig: 31 Vænt stig (xP): 20,9 Mörk: 27 Mörk á sig: 20 Vænt mörk (xG): 22,7 Vænt mörk á sig: 28,9 Með boltann: 52,6% Heppnaðar sendingar: 79,6% Skot: 13,1 Aðalleikaðferð: 4-2-3-1 (61%) Meðalaldur: 29,1 Markahæstur: Hilmar Árni Halldórsson (7)
Pepsi Max-spáin 2021: Jarðtengdari Víkingar ætla að skola óbragðið úr munninum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2021 10:01
Pepsi Max-spáin 2021: Engin lalalala-læti án Valdimars Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 23. apríl 2021 10:00
Pepsi Max-spáin 2021: Kunnuglegt stef í Kórnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 22. apríl 2021 10:00
Pepsi Max-spáin 2021: Með orðspor í molum og ástralska markavél Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2021 10:01
Pepsi Max-spáin 2021: Stranda eftir brotthvarf stýrimanns og yfirvélstjóra Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2021 10:00
Pepsi Max-spáin 2021: Suðuramerískur dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2021 10:04