Ætla að farga milljónum tonna koltvísýrings í Straumsvík Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2021 08:01 Hús yfir borholum Carbfix á Hellisheiði í júní í fyrra. Kolefni er bundið með því að leysa koltvísýring upp í vatni og dæla honum djúpt niður í jörðina. Þar verður hann að steini á innan við tveimur árum. Talið er að hægt sé að binda gríðarlegt magn kolefnis með þessum hætti á Íslandi. Carbfix Um sexhundruð ný störf eru sögð geta skapast með tilkomu kolefnisförgunarmiðstöðvar sem Carbfix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, ætlar að byggja í Straumsvík. Miðstöðin, sem á að taka við kolefni frá Norður-Evrópu, verður kynnt á opnum fundi á degi jarðar í dag. Móttöku- og förgunarmiðstöðin á að taka við og farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári fullbyggð og verður hún sú fyrsta sinnar tegundar, að því er segir í tilkynningu frá Carbfix. Til samanburðar var losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi án landnotkunar og skógræktar um 4,7 milljónir tonna koltvísýringsígilda árið 2019 samkvæmt tölum Umhverfisstofnunar. Við förgunina verður notuð tækni fyrirtækisins til þess að binda kolefnið í berg sem Orkuveita Reykjavíkur, Háskóli Íslands og erlendir háskólar hafa þróað saman við Hellisheiðarvirkjun undanfarin ár. Byggja á miðstöðina, sem nefnist Coda Terminal, í þremur áföngum. Undirbúningur að fyrsta áfanga á að hefjast um mitt þetta ár með forhönnun og vinnu við leyfisferla. Rannsóknarboranir eiga að hefjast á næsta ári og rekstur árið 2025. Miðstöðin verði fullbyggð árið 2030. Straumsvík sögð ákjósanlegur staður Tækni Carbfix til kolefnisbindingar felur í sér að koltvísýringur er leystur upp í vatni og honum svo dælt djúpt niður í berglög þar sem hann steinrennur á innan við tveimur árum. Kolefnisförgun með þessum hætti er sögð hafa óveruleg umhverfisáhrif þar sem hún krefst aðeins rafmagns og vatns og hún hraðar náttúrulegum ferlum kolefnishringrásar. Umhverfi Straumsvíkur er sagt bjóða upp á kjöraðstæður til varanlegar kolefnisbindingar með tækninni. Þar sé gnægð af fersku basalti og öflugum grunnvatnsstraumum, raforkuþörf starfseminnar sé lítil og dreifikerfi sé þegar til staðar. Aðeins þurfi að byggja upp geymslutanka í nágrenni hafnarbakka, lagnir og niðurdælingarholur. Kolefnið sem verður fargað í miðstöðinni í Straumsvík verður flutt til landsins í vökvaformi með sérhönnuðum skipum sem ganga fyrir grænu eldsneyti. Einnig er ætlunin að farga þar koltvísýringi frá innlendum iðnaði og beint úr andrúmslofti. Jarðfræðingar Carbfix hafa reiknað út að íslenskt basalt geti bundið gríðarlegt magn kolefnis með þessum hætti. Á landinu öllu megi líklega binda áttatíu- til tvöhundruðfalda árlega losun mannkynsins á koltvísýringi. Ódýrara að farga en kaupa losunarheimildir Binding kolefnis er ein af þeim leiðum sem hafa verið nefndar til sögunar í glímunni við loftslagsbreytingar af völdum manna. Í tilkynningu Carbfix kemur fram að fyrirtæki sem falla undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir geti notað kolefnisförgun þess til frádráttar í losunarbókhaldi sínu. Með viðskiptakerfinu þurfa fyrirtækin að greiða fyrir heimildir til losunar á koltvísýringi og fer gjaldið hækkandi með tímanum til að skapa hvata til samdráttar í losun. Carbfix segir að ódýrara sé að farga kolefninu með aðferð þess en að kaupa losunarheimildir í kerfinu. Þannig kosti það nú um 3.500 krónur að binda hvert tonn af koltvísýringi á Hellisheiði en 6.600 krónur að heimild til að losa eitt tonn í viðskiptakerfinu. Förgunarmiðstöðin verður kynnt á opnum fundi sem verður streymt á Vísi. Hann hefst klukkan 11:00 og verður Andri Snær Magnason, rithöfundur, gestur fundarins. Loftslagsmál Stóriðja Hafnarfjörður Tengdar fréttir Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. 19. júní 2019 13:00 Ætla að finna leið til að binda kolefni í jörð Stjórnvöld, stóriðjan og Orkuveita Reykjavíkur hafa ákveðið að taka höndum saman og finna leið til að hreinsa og binda kolefni. Byggt verður á aðferðum sem eru notaðar á Hellisheiði. Forsætisráðherra fagnar því sérstaklega að stóriðjan ætli að vinna með stjórnvöldum að verkefninu. 18. júní 2019 19:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Móttöku- og förgunarmiðstöðin á að taka við og farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári fullbyggð og verður hún sú fyrsta sinnar tegundar, að því er segir í tilkynningu frá Carbfix. Til samanburðar var losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi án landnotkunar og skógræktar um 4,7 milljónir tonna koltvísýringsígilda árið 2019 samkvæmt tölum Umhverfisstofnunar. Við förgunina verður notuð tækni fyrirtækisins til þess að binda kolefnið í berg sem Orkuveita Reykjavíkur, Háskóli Íslands og erlendir háskólar hafa þróað saman við Hellisheiðarvirkjun undanfarin ár. Byggja á miðstöðina, sem nefnist Coda Terminal, í þremur áföngum. Undirbúningur að fyrsta áfanga á að hefjast um mitt þetta ár með forhönnun og vinnu við leyfisferla. Rannsóknarboranir eiga að hefjast á næsta ári og rekstur árið 2025. Miðstöðin verði fullbyggð árið 2030. Straumsvík sögð ákjósanlegur staður Tækni Carbfix til kolefnisbindingar felur í sér að koltvísýringur er leystur upp í vatni og honum svo dælt djúpt niður í berglög þar sem hann steinrennur á innan við tveimur árum. Kolefnisförgun með þessum hætti er sögð hafa óveruleg umhverfisáhrif þar sem hún krefst aðeins rafmagns og vatns og hún hraðar náttúrulegum ferlum kolefnishringrásar. Umhverfi Straumsvíkur er sagt bjóða upp á kjöraðstæður til varanlegar kolefnisbindingar með tækninni. Þar sé gnægð af fersku basalti og öflugum grunnvatnsstraumum, raforkuþörf starfseminnar sé lítil og dreifikerfi sé þegar til staðar. Aðeins þurfi að byggja upp geymslutanka í nágrenni hafnarbakka, lagnir og niðurdælingarholur. Kolefnið sem verður fargað í miðstöðinni í Straumsvík verður flutt til landsins í vökvaformi með sérhönnuðum skipum sem ganga fyrir grænu eldsneyti. Einnig er ætlunin að farga þar koltvísýringi frá innlendum iðnaði og beint úr andrúmslofti. Jarðfræðingar Carbfix hafa reiknað út að íslenskt basalt geti bundið gríðarlegt magn kolefnis með þessum hætti. Á landinu öllu megi líklega binda áttatíu- til tvöhundruðfalda árlega losun mannkynsins á koltvísýringi. Ódýrara að farga en kaupa losunarheimildir Binding kolefnis er ein af þeim leiðum sem hafa verið nefndar til sögunar í glímunni við loftslagsbreytingar af völdum manna. Í tilkynningu Carbfix kemur fram að fyrirtæki sem falla undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir geti notað kolefnisförgun þess til frádráttar í losunarbókhaldi sínu. Með viðskiptakerfinu þurfa fyrirtækin að greiða fyrir heimildir til losunar á koltvísýringi og fer gjaldið hækkandi með tímanum til að skapa hvata til samdráttar í losun. Carbfix segir að ódýrara sé að farga kolefninu með aðferð þess en að kaupa losunarheimildir í kerfinu. Þannig kosti það nú um 3.500 krónur að binda hvert tonn af koltvísýringi á Hellisheiði en 6.600 krónur að heimild til að losa eitt tonn í viðskiptakerfinu. Förgunarmiðstöðin verður kynnt á opnum fundi sem verður streymt á Vísi. Hann hefst klukkan 11:00 og verður Andri Snær Magnason, rithöfundur, gestur fundarins.
Loftslagsmál Stóriðja Hafnarfjörður Tengdar fréttir Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. 19. júní 2019 13:00 Ætla að finna leið til að binda kolefni í jörð Stjórnvöld, stóriðjan og Orkuveita Reykjavíkur hafa ákveðið að taka höndum saman og finna leið til að hreinsa og binda kolefni. Byggt verður á aðferðum sem eru notaðar á Hellisheiði. Forsætisráðherra fagnar því sérstaklega að stóriðjan ætli að vinna með stjórnvöldum að verkefninu. 18. júní 2019 19:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. 19. júní 2019 13:00
Ætla að finna leið til að binda kolefni í jörð Stjórnvöld, stóriðjan og Orkuveita Reykjavíkur hafa ákveðið að taka höndum saman og finna leið til að hreinsa og binda kolefni. Byggt verður á aðferðum sem eru notaðar á Hellisheiði. Forsætisráðherra fagnar því sérstaklega að stóriðjan ætli að vinna með stjórnvöldum að verkefninu. 18. júní 2019 19:00